Víkingar hafa átt afleitu gengi að fagna í sumar og eiga enn eftir að vinna leik. Þá hefur aðeins eitt jafntefli náðst og eru Víkingar með eitt stig á botni deildarinnar, sjö stigum frá öruggu sæti.
Gunnar ákvað því að segja upp störfum í dag eftir því sem fram kemur í tilkynningu Víkings.
Ég er þakklátur fyrir tækifærið sem ég fékk hjá Ólsurum og ég hef óbilandi trú á því að leikmenn og aðrir sem að liðinu koma muni snúa gengi liðsins við, er haft eftir Gunnari í yfirlýsingunni.
Víkingar náðu í sitt eina stig í 2-2 jafntefli við Þór frá Akureyri í byrjun júní. Víkingar töpuðu hins vegar 7-0 fyrir Þrótti Reykjavík í gær, sem knúði Gunnar til þess að segja sig frá verkefninu.
Gunnar tók við liðinu fyrir yfirstandandi leiktíð eftir að hafa stýrt Kára á Akranesi 2. deild í fyrra. Áður þjálfari Gunnar Leikni í Reykjavík og yngri flokka hjá Val.