Fæddi næstum því barn á bílastæði með annað barn í bílnum Snorri Másson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 4. júlí 2021 14:12 Anna Löscher og Baldur Karl Kristinsson eignuðust dreng 14. júní, eftir að Anna fékk hríðir í bílnum sínum á Selfossi. Þau eru þakklát fyrir hjálp sem þau fengu frá ókunnugum hjónum. Aðsend mynd Fyrir algera tilviljun leit kona á Selfossi inn í bíl á bílastæði í vikunni og kom þar auga á konu sem var augljóslega í nokkrum vandræðum. Hún áttaði sig ekki strax á því hvað amaði að en ákvað að kanna málið. Við nánari athugun kom í ljós að konan í bílnum var við það að fæða barn, með annað hjálparlaust tveggja ára barn í bílnum. Konan, Inga Lóa, fór beint í að koma konunni á sjúkrahús, þar sem hún fæddi dreng korteri síðar. Á sama tíma brunaði faðirinn frá Reykjavík og var mættur í tæka tíð til þess að skera á naflastrenginn. Drengnum heilsast að sögn móðurinnar vel þrátt fyrir brattan aðdraganda. „Við erum bæði svo þakklát hjónunum,“ segir Anna Löscher móðirin í samtali við Vísi. Hún er þýsk og faðirinn er íslenskur, Baldur Karl Kristinsson. Keyrðu fyrst fram hjá „Það var í raun fyrir algjöra tilviljun að ég lít inn í bílinn hennar,“ segir Inga Lóa Ármannsdóttur en hún hafði verið í Húsasmiðjunni ásamt eiginmanni sínum áður en þau keyrðu framhjá bíl Önnu. Inga Lóa Ármannsdóttir var með eiginmanni sinni í bíl þegar hún kom Önnu til hjálpar.Aðsend mynd „Við keyrðum fyrst framhjá bílnum en svo fór ég að hugsa að það væri eitthvað að, mér fannst hún vera í angist,“ segir Inga sem bað mann sinn um að snúa við. „Ég fann það bara á mér að við yrðum að snúa við. Þegar við komum aftur að bílnum var hún komin út úr bílnum og var í keng við bílinn. Það var augljóst að hún þurfti á hjálp að halda. Ég áttaði mig samt ekki á því að það væri barn á leiðinni. Hún nær að koma því frá sér að hún þurfi að komast á sjúkrahús á ensku,“ segir Inga Lóa. Hélt að hún myndi ganga með barnið í viku í viðbót Inga Lóa keyrði Önnu og sjúkrahúsið á Selfossi og fór með tveggja ára son hennar til frænku Önnu. „Hún náði að útskýra fyrir mér hvert barnið ætti að fara og svo fór ég bara en ég hugsaði svo mikið til hennar,“ segir Inga Lóa sem heyrði ekkert meira fyrr en Anna lýsti eftir hjónum sem keyrðu hana á spítalann á Selfossi á Facebook-hópnum Góða systir. Anna fæddi son korteri eftir að komið var á spítalann. Hún segist vera gríðarlega þakklát hjónunum. „Ég var sett þann 21. júní en var ekki farin að finna neitt fyrr en allt í einu þarna. Ég var alveg viss um að ég myndi ganga með barnið í viku í viðbót,“ segir Anna. Kærasti Önnu var í Reykjavík en kom sér á fæðingardeildina á mettíma. „Við erum bæði svo þakklát hjónunum,“ segir Anna og bætir við að það sé gott að vera búin að koma þökkunum á framfæri en þær Anna og Inga Lóa hafa talað saman á Facebook. Árborg Heilbrigðisstofnun Suðurlands Börn og uppeldi Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Innlent Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Sjá meira
Konan, Inga Lóa, fór beint í að koma konunni á sjúkrahús, þar sem hún fæddi dreng korteri síðar. Á sama tíma brunaði faðirinn frá Reykjavík og var mættur í tæka tíð til þess að skera á naflastrenginn. Drengnum heilsast að sögn móðurinnar vel þrátt fyrir brattan aðdraganda. „Við erum bæði svo þakklát hjónunum,“ segir Anna Löscher móðirin í samtali við Vísi. Hún er þýsk og faðirinn er íslenskur, Baldur Karl Kristinsson. Keyrðu fyrst fram hjá „Það var í raun fyrir algjöra tilviljun að ég lít inn í bílinn hennar,“ segir Inga Lóa Ármannsdóttur en hún hafði verið í Húsasmiðjunni ásamt eiginmanni sínum áður en þau keyrðu framhjá bíl Önnu. Inga Lóa Ármannsdóttir var með eiginmanni sinni í bíl þegar hún kom Önnu til hjálpar.Aðsend mynd „Við keyrðum fyrst framhjá bílnum en svo fór ég að hugsa að það væri eitthvað að, mér fannst hún vera í angist,“ segir Inga sem bað mann sinn um að snúa við. „Ég fann það bara á mér að við yrðum að snúa við. Þegar við komum aftur að bílnum var hún komin út úr bílnum og var í keng við bílinn. Það var augljóst að hún þurfti á hjálp að halda. Ég áttaði mig samt ekki á því að það væri barn á leiðinni. Hún nær að koma því frá sér að hún þurfi að komast á sjúkrahús á ensku,“ segir Inga Lóa. Hélt að hún myndi ganga með barnið í viku í viðbót Inga Lóa keyrði Önnu og sjúkrahúsið á Selfossi og fór með tveggja ára son hennar til frænku Önnu. „Hún náði að útskýra fyrir mér hvert barnið ætti að fara og svo fór ég bara en ég hugsaði svo mikið til hennar,“ segir Inga Lóa sem heyrði ekkert meira fyrr en Anna lýsti eftir hjónum sem keyrðu hana á spítalann á Selfossi á Facebook-hópnum Góða systir. Anna fæddi son korteri eftir að komið var á spítalann. Hún segist vera gríðarlega þakklát hjónunum. „Ég var sett þann 21. júní en var ekki farin að finna neitt fyrr en allt í einu þarna. Ég var alveg viss um að ég myndi ganga með barnið í viku í viðbót,“ segir Anna. Kærasti Önnu var í Reykjavík en kom sér á fæðingardeildina á mettíma. „Við erum bæði svo þakklát hjónunum,“ segir Anna og bætir við að það sé gott að vera búin að koma þökkunum á framfæri en þær Anna og Inga Lóa hafa talað saman á Facebook.
Árborg Heilbrigðisstofnun Suðurlands Börn og uppeldi Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Innlent Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Áhyggjur af dýravelferð í réttum: Lömb troðast undir í margmenni Óttast afleiðingar hærri veiðigjalda Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Undirbúa viljayfirlýsingu um jarðgöng í gegnum Reynisfjall Bein útsending: Blaðamannafundur um málefni kennara Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Atvinnuleysi jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða „Fráleitt að halda því fram að þetta muni knésetja útgerðina” Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Sjá meira