Mótframbjóðandi Lúkasjenka dæmdur í fjórtán ára fangelsi Kjartan Kjartansson skrifar 6. júlí 2021 10:09 Viktor Babariko mældist með mestan stuðning mótframbjóðenda Lúkasjenka áður en hann var handtekinn tveimur mánuðum fyrir kosningarnar í fyrra. Vísir/EPA Dómstóll í Hvíta-Rússlandi dæmdi Viktor Babariko, fyrrverandi forsetaframbjóðanda, í fjórtán ára fangelsi fyrir spillingu í dag. Babariko neitaði sök og eru ákærurnar gegn honum almennt taldar hafa átt sér pólitískar rætur. Babariko var talinn líklegasti keppinautur Alexanders Lúkasjenka forseta þegar hann bauð sig fram í forsetakosningunum í ágúst. Hann er fyrrverandi bankastjóri rússneska bankans Belgazprombank. Hvítrússnesk yfirvöld handtóku hann í júní í fyrra og varð það kveikjan að mótmælum þúsunda stuðningsmanna hans á götum úti, að sögn AP-fréttastofunnar. Babariko hefur dúsað í fangelsi frá því að hann var handtekinn. Hæstiréttur landsins sakfelldi hann í dag fyrir mútuþægni og peningaþvætti. Lúkasjenka, sem hefur verið við völd frá 1994, lýsti yfir öruggum sigri í forsetakosningunum en stjórnarandstaðan neitaði að viðurkenna úrslitin. Hún telur að stórfelld kosningasvik hafi átt sér stað. Í kjölfar kosninganna brutust út fjölmennustu mótmæli í stjórnartíð Lúkasjenka sem stóðu yfir í fleiri vikur. Lét forsetinn berja mótmælin niður af mikilli hörku. Tugir þúsunda voru handteknir og þúsundir beitt ofbeldi. Konurnar þrjár sem leiddu stjórnarandstöðuna í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra, frá vinstri: Veronika Tsepkalo, Svetlana Tsikhanouskaja og Veronika Kolesnikova. Tsepkalog og Tsikhanouskaja flúðu land en Kolesnikova var fangelsuð.Vísir/EPA Eftir að stjórn Lúkasjenka ruddi Babariko úr vegi tóku þrjár konur við forystuhlutverki í stjórnarandstöðunni, þær Maria Kolesnikova, bandamaður hans, Svetlana Tsikhanouskaja og Veronika Tsepkalo. Kolesnikova er nú í fangelsi, Tsepkalo flúði land og Tsikhanouskaja sömuleiðis. Sú síðastnefnda bauð sig fram gegn Lúkasjenka eftir að eiginmaður hennar var handtekinn. Tsikhanouskaja, sem heimsótti Íslands í boði íslenskra stjórnvalda í síðustu viku, sagði að refsing Babariko væri sturluð. „Stjórnin gerir allt til þess að drepa niður sérhverja hugsun sem ber minnstu líkindi við von og trú. En fyrir Viktor, og þúsundir saklauss fólks í fangelsi er það vonin í hjörtum okkar sem skiptir máli,“ sagði hún, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Bandaríska sendiráðið í Minsk fordæmdi sakfellingu Babariko og kallaði réttarhöldin fals. Þau sýndu að stjórn Lúkasjenka léti ekkert stöðva sig í að hanga á völdum í landinu. Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Vill afla stuðnings í baráttunni fyrir lýðræði Mannréttindi og baráttan fyrir frjálsum kosningum í Hvíta-Rússlandi voru efst á baugi á fundi utanríkisráðherra með leiðtoga hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar í morgun. Svíatlana Tsíkanúskaja sagðist þakklát Íslendingum fyrir stuðning í baráttunni. 2. júlí 2021 12:01 Handtekni blaðamaðurinn birtist opinberlega Hvítrússneski blaðamaðurinn Roman Prótasevits sem var handtekinn um borð í flugvél Ryanair kom fram á blaðamannafundi í fylgd með embættismönnum í dag. Þar neitaði Prótasevits að hafa verið beittur ofbeldi í haldi yfirvalda og lýsti iðrun vegna meintra glæpa sinna. Stjórnarandstaðan telur að hann hafi verið þvingaður til að koma fram opinberlega. 14. júní 2021 16:21 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Fleiri fréttir Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Sjá meira
Babariko var talinn líklegasti keppinautur Alexanders Lúkasjenka forseta þegar hann bauð sig fram í forsetakosningunum í ágúst. Hann er fyrrverandi bankastjóri rússneska bankans Belgazprombank. Hvítrússnesk yfirvöld handtóku hann í júní í fyrra og varð það kveikjan að mótmælum þúsunda stuðningsmanna hans á götum úti, að sögn AP-fréttastofunnar. Babariko hefur dúsað í fangelsi frá því að hann var handtekinn. Hæstiréttur landsins sakfelldi hann í dag fyrir mútuþægni og peningaþvætti. Lúkasjenka, sem hefur verið við völd frá 1994, lýsti yfir öruggum sigri í forsetakosningunum en stjórnarandstaðan neitaði að viðurkenna úrslitin. Hún telur að stórfelld kosningasvik hafi átt sér stað. Í kjölfar kosninganna brutust út fjölmennustu mótmæli í stjórnartíð Lúkasjenka sem stóðu yfir í fleiri vikur. Lét forsetinn berja mótmælin niður af mikilli hörku. Tugir þúsunda voru handteknir og þúsundir beitt ofbeldi. Konurnar þrjár sem leiddu stjórnarandstöðuna í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra, frá vinstri: Veronika Tsepkalo, Svetlana Tsikhanouskaja og Veronika Kolesnikova. Tsepkalog og Tsikhanouskaja flúðu land en Kolesnikova var fangelsuð.Vísir/EPA Eftir að stjórn Lúkasjenka ruddi Babariko úr vegi tóku þrjár konur við forystuhlutverki í stjórnarandstöðunni, þær Maria Kolesnikova, bandamaður hans, Svetlana Tsikhanouskaja og Veronika Tsepkalo. Kolesnikova er nú í fangelsi, Tsepkalo flúði land og Tsikhanouskaja sömuleiðis. Sú síðastnefnda bauð sig fram gegn Lúkasjenka eftir að eiginmaður hennar var handtekinn. Tsikhanouskaja, sem heimsótti Íslands í boði íslenskra stjórnvalda í síðustu viku, sagði að refsing Babariko væri sturluð. „Stjórnin gerir allt til þess að drepa niður sérhverja hugsun sem ber minnstu líkindi við von og trú. En fyrir Viktor, og þúsundir saklauss fólks í fangelsi er það vonin í hjörtum okkar sem skiptir máli,“ sagði hún, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Bandaríska sendiráðið í Minsk fordæmdi sakfellingu Babariko og kallaði réttarhöldin fals. Þau sýndu að stjórn Lúkasjenka léti ekkert stöðva sig í að hanga á völdum í landinu.
Hvíta-Rússland Tengdar fréttir Vill afla stuðnings í baráttunni fyrir lýðræði Mannréttindi og baráttan fyrir frjálsum kosningum í Hvíta-Rússlandi voru efst á baugi á fundi utanríkisráðherra með leiðtoga hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar í morgun. Svíatlana Tsíkanúskaja sagðist þakklát Íslendingum fyrir stuðning í baráttunni. 2. júlí 2021 12:01 Handtekni blaðamaðurinn birtist opinberlega Hvítrússneski blaðamaðurinn Roman Prótasevits sem var handtekinn um borð í flugvél Ryanair kom fram á blaðamannafundi í fylgd með embættismönnum í dag. Þar neitaði Prótasevits að hafa verið beittur ofbeldi í haldi yfirvalda og lýsti iðrun vegna meintra glæpa sinna. Stjórnarandstaðan telur að hann hafi verið þvingaður til að koma fram opinberlega. 14. júní 2021 16:21 Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Fleiri fréttir Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Sjá meira
Vill afla stuðnings í baráttunni fyrir lýðræði Mannréttindi og baráttan fyrir frjálsum kosningum í Hvíta-Rússlandi voru efst á baugi á fundi utanríkisráðherra með leiðtoga hvítrússnesku stjórnarandstöðunnar í morgun. Svíatlana Tsíkanúskaja sagðist þakklát Íslendingum fyrir stuðning í baráttunni. 2. júlí 2021 12:01
Handtekni blaðamaðurinn birtist opinberlega Hvítrússneski blaðamaðurinn Roman Prótasevits sem var handtekinn um borð í flugvél Ryanair kom fram á blaðamannafundi í fylgd með embættismönnum í dag. Þar neitaði Prótasevits að hafa verið beittur ofbeldi í haldi yfirvalda og lýsti iðrun vegna meintra glæpa sinna. Stjórnarandstaðan telur að hann hafi verið þvingaður til að koma fram opinberlega. 14. júní 2021 16:21