Þá var, og er, einnig hægt að skrá sig í bólusetninguna fyrirfram hjá heilsugæslustöðvunum og á netspjalli Heilsuveru. Þau sem skráðu sig þar eru boðuð í bólusetninguna.
Ekki eru fleiri bólusetningardagar á dagskrá í þessari viku. Í næstu viku verður bólusett með Pfizer á þriðjudag 13. júlí og Moderna og AstraZeneca miðvikudaginn 14. júlí, allt seinni skammtar. Eftir það tekur við sumarfrí.
Bólusetningar hefjast aftur um miðjan ágúst en með breyttu sniði. Fyrirkomulag þeirra liggur ekki fyrir en verður kynnt þegar nær dregur, að því er segir á vef heilsugæslunnar.