Höfða enn eitt málið gegn Google og að þessu sinni vegna Google Play Samúel Karl Ólason skrifar 8. júlí 2021 14:06 Google og önnur risastór tæknifyrirtæki eru undir miklum þrýstingi frá ráðamönnum vestanhafs og er þetta í fjórða sinn á undanförnu ári sem opinberir embættismenn höfða mál gegn fyrirtækinu í Bandaríkjunum. AP/Ng Han Guan Ríkissaksóknarar 36 ríkja Bandaríkjanna, auk saksóknara Washington DC, hafa tekið höndum saman og höfðað samkeppnismál gegn Google. Þeir saka fyrirtækið um að brjóta samkeppnislög varðandi Google Play, þar sem fólk sækir hin ýmsu forrit í síma sína og önnur tæki. Google og önnur risastór tæknifyrirtæki eru undir miklum þrýstingi frá ráðamönnum vestanhafs og er þetta í fjórða sinn á undanförnu ári sem opinberir embættismenn höfða mál gegn fyrirtækinu í Bandaríkjunum, samkvæmt frétt CNBC. Í þessari málsókn segja saksóknararnir að Google beiti yfirburðastöðu sinni til að koma í veg fyrir samkeppni þegar kemur að forritum fyrir tæki sem keyra á Android-stýrikerfinu. Það er stýrikerfi sem starfsmenn Google þróuðu og er notað í flestum snjallsímum heimsins. Í frétt Washington Post segir að Google sé sakað um að þvinga fólk til að selja forrit sín í gegnum þjónustu Google. Það hafi forsvarsmenn Google gert með að beita sér gegn öðrum forritaveitum og segja saksóknararnir það koma niður á bæði notendum og forriturum. Þeir síðarnefndu hafa lengi gagnrýnt reglur Google og þá sérstaklega það að Google hefur lengi tekið 30 prósent af öllum söluhagnaði fyrirtækja af forritum og þjónustukaupum í forritunum sjálfum. Forsvarsmenn Google lækkuðu þá þóknun í fimmtán prósent í byrjun mánaðarins, en þó eingöngu varðandi fyrstu milljón dalina af þeim hagnaði sem forrit skila. Eftir það fer þóknunin aftur í 30 prósent. Epic Games, framleiðendur hins vinsæla leiks Fortnite hafa einnig höfðað mál gegn Google á sambærilegum grundvelli og Apple sömuleiðis. Saksóknararnir nefna Samsung sérstaklega í málsókn þeirra. Þeir segja forsvarsmenn Google hafa beitt sér sérstaklega gegn forritaveitu Samsung, sem er stærsti framleiðandi snjallsíma í heiminum. Farið er sérstaklega yfir þær ásakanir í frétt The Verge. Segir forritaveitu Google opna Í bloggfærslu sem birt var í gær segir Wilson White, einn yfirmanna Google, að honum þyki undarlegt að saksóknararnir séu að beita sér Google, sem reki opnasta forritakerfið meðal stærstu tæknifyrirtækjanna. White vísar til sambærilegs máls Epic Games gegn fyrirtækinu og segir ásakanir saksóknara álíka innihaldslausar og ásakanir Epic. Þá tíundar hann nokkur atriði sem hann segir til marks um að Google vinni af heiðarleika og eftir þeim reglum sem stýra samkeppni í Bandaríkjunum. Þar að auki segir hann saksóknarana hunsa alfarið þá samkeppni sem Google eigi í við forritaveitu Apple og það að notendum Android tækja sé frjálst að sækja aðrar forritaveitur í tæki sín. Google Bandaríkin Apple Samsung Tengdar fréttir Virði Facebook fer yfir billjón dali Virði hlutabréfa fyrirtækisins Facebook er orðið meira en billjón dalir (1.000.000.000.000). Það er um 123,8 billjónir króna. Hlutabréfin tóku mikið stökk á mörkuðum vestanhafs undir kvöld eftir að dómari gerði, í bili, útaf við lögsókn Fjármálaeftirlits Bandaríkjanna og hóps ríkissaksóknara gegn Facebook fyrir meint samkeppnisbrot. 28. júní 2021 21:43 Vivaldi með nýjungar til að forðast gagnasöfnun tæknirisa Í fréttatilkynningu frá Vivaldi segir að með nýrri útgáfu vafrans, Vivaldi 4.0 sem kynnt er til sögunnar í dag, bjóðist notendum enn fleiri þjónustur en áður sem gerir fólki kleift að forðast upplýsingaöflun gagnaheildsala og tæknirisa. 9. júní 2021 09:01 Efast um að sögulegt skattasamkomulag nái til Amazon Sérfræðingar hafa áhyggjur af því að netsölurisinn Amazon muni komast hjá því að greiða umtalsvert hærri skatta á helstu viðskipasvæðum sínum ef sögulegt samkomulag leiðtoga G7-ríkjanna stendur óbreytt. 7. júní 2021 07:57 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Google og önnur risastór tæknifyrirtæki eru undir miklum þrýstingi frá ráðamönnum vestanhafs og er þetta í fjórða sinn á undanförnu ári sem opinberir embættismenn höfða mál gegn fyrirtækinu í Bandaríkjunum, samkvæmt frétt CNBC. Í þessari málsókn segja saksóknararnir að Google beiti yfirburðastöðu sinni til að koma í veg fyrir samkeppni þegar kemur að forritum fyrir tæki sem keyra á Android-stýrikerfinu. Það er stýrikerfi sem starfsmenn Google þróuðu og er notað í flestum snjallsímum heimsins. Í frétt Washington Post segir að Google sé sakað um að þvinga fólk til að selja forrit sín í gegnum þjónustu Google. Það hafi forsvarsmenn Google gert með að beita sér gegn öðrum forritaveitum og segja saksóknararnir það koma niður á bæði notendum og forriturum. Þeir síðarnefndu hafa lengi gagnrýnt reglur Google og þá sérstaklega það að Google hefur lengi tekið 30 prósent af öllum söluhagnaði fyrirtækja af forritum og þjónustukaupum í forritunum sjálfum. Forsvarsmenn Google lækkuðu þá þóknun í fimmtán prósent í byrjun mánaðarins, en þó eingöngu varðandi fyrstu milljón dalina af þeim hagnaði sem forrit skila. Eftir það fer þóknunin aftur í 30 prósent. Epic Games, framleiðendur hins vinsæla leiks Fortnite hafa einnig höfðað mál gegn Google á sambærilegum grundvelli og Apple sömuleiðis. Saksóknararnir nefna Samsung sérstaklega í málsókn þeirra. Þeir segja forsvarsmenn Google hafa beitt sér sérstaklega gegn forritaveitu Samsung, sem er stærsti framleiðandi snjallsíma í heiminum. Farið er sérstaklega yfir þær ásakanir í frétt The Verge. Segir forritaveitu Google opna Í bloggfærslu sem birt var í gær segir Wilson White, einn yfirmanna Google, að honum þyki undarlegt að saksóknararnir séu að beita sér Google, sem reki opnasta forritakerfið meðal stærstu tæknifyrirtækjanna. White vísar til sambærilegs máls Epic Games gegn fyrirtækinu og segir ásakanir saksóknara álíka innihaldslausar og ásakanir Epic. Þá tíundar hann nokkur atriði sem hann segir til marks um að Google vinni af heiðarleika og eftir þeim reglum sem stýra samkeppni í Bandaríkjunum. Þar að auki segir hann saksóknarana hunsa alfarið þá samkeppni sem Google eigi í við forritaveitu Apple og það að notendum Android tækja sé frjálst að sækja aðrar forritaveitur í tæki sín.
Google Bandaríkin Apple Samsung Tengdar fréttir Virði Facebook fer yfir billjón dali Virði hlutabréfa fyrirtækisins Facebook er orðið meira en billjón dalir (1.000.000.000.000). Það er um 123,8 billjónir króna. Hlutabréfin tóku mikið stökk á mörkuðum vestanhafs undir kvöld eftir að dómari gerði, í bili, útaf við lögsókn Fjármálaeftirlits Bandaríkjanna og hóps ríkissaksóknara gegn Facebook fyrir meint samkeppnisbrot. 28. júní 2021 21:43 Vivaldi með nýjungar til að forðast gagnasöfnun tæknirisa Í fréttatilkynningu frá Vivaldi segir að með nýrri útgáfu vafrans, Vivaldi 4.0 sem kynnt er til sögunnar í dag, bjóðist notendum enn fleiri þjónustur en áður sem gerir fólki kleift að forðast upplýsingaöflun gagnaheildsala og tæknirisa. 9. júní 2021 09:01 Efast um að sögulegt skattasamkomulag nái til Amazon Sérfræðingar hafa áhyggjur af því að netsölurisinn Amazon muni komast hjá því að greiða umtalsvert hærri skatta á helstu viðskipasvæðum sínum ef sögulegt samkomulag leiðtoga G7-ríkjanna stendur óbreytt. 7. júní 2021 07:57 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Virði Facebook fer yfir billjón dali Virði hlutabréfa fyrirtækisins Facebook er orðið meira en billjón dalir (1.000.000.000.000). Það er um 123,8 billjónir króna. Hlutabréfin tóku mikið stökk á mörkuðum vestanhafs undir kvöld eftir að dómari gerði, í bili, útaf við lögsókn Fjármálaeftirlits Bandaríkjanna og hóps ríkissaksóknara gegn Facebook fyrir meint samkeppnisbrot. 28. júní 2021 21:43
Vivaldi með nýjungar til að forðast gagnasöfnun tæknirisa Í fréttatilkynningu frá Vivaldi segir að með nýrri útgáfu vafrans, Vivaldi 4.0 sem kynnt er til sögunnar í dag, bjóðist notendum enn fleiri þjónustur en áður sem gerir fólki kleift að forðast upplýsingaöflun gagnaheildsala og tæknirisa. 9. júní 2021 09:01
Efast um að sögulegt skattasamkomulag nái til Amazon Sérfræðingar hafa áhyggjur af því að netsölurisinn Amazon muni komast hjá því að greiða umtalsvert hærri skatta á helstu viðskipasvæðum sínum ef sögulegt samkomulag leiðtoga G7-ríkjanna stendur óbreytt. 7. júní 2021 07:57