Yfir hundrað þjófnaðir og innbrot: „Ekki auglýsa það á samfélagsmiðlum að þið séuð ekki heima“ Nadine Guðrún Yaghi skrifar 15. júlí 2021 19:15 Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Jóhann K Innbrotahrina gengur nú yfir á höfuðborgarsvæðinu og hafa yfir hundrað þjófnaðir og innbrot verið tilkynnt á síðustu tveimur mánuðum. Lögreglan biðlar til fólks að vera á varðbergi. „Það er hrina í gangi núna. Við erum komin með talsverða fjölgun í innbrotum undanfarna tvo mánuði,“ segir Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Yfir hundrað mál hafi verið tilkynnt lögreglu síðustu tvo mánuði. Mest sé um að ræða þjófnaði á reiðhjólum, rafmagnshlaupahjólum og vestum en einnig hafi verið nokkuð um innbrot í bæði bíla, heimili, byggingasvæði og í geymslur. „Það er verið að taka veiðibúnað og golfsett og bara allt sem hægt er að koma í verð,“ segir Jóhann Karl. Í hrinunni hafi fólk tapað verðmætum fyrir milljónir. Hvað gæti valdið þessari þróun? „Kannski það að í covid voru allir heima en núna eru margir að ferðast um landið eða til útlanda,“ segir Jóhann Karl. Þeir sem eru að verki séu meðvitaðir um stöðuna en lögreglan vinnur nú að því að finna út hverjir það eru. „Gangið frá hlutunum ykkar, ekki hafa þetta sjáanlegt, reynið að taka dýr reiðhjól inn til ykkar og kaupið ykkur þykka lása sem ekki er hægt að klippa. Nágrannar fylgist með og ekki vera að auglýsa það á samfélagsmiðlum að þið séuð ekki heima,“ segir Jóhann Karl. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fleiri fréttir Bílastæði planað í grænmetisparadís Ísfirðinga Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Sjá meira
„Það er hrina í gangi núna. Við erum komin með talsverða fjölgun í innbrotum undanfarna tvo mánuði,“ segir Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Yfir hundrað mál hafi verið tilkynnt lögreglu síðustu tvo mánuði. Mest sé um að ræða þjófnaði á reiðhjólum, rafmagnshlaupahjólum og vestum en einnig hafi verið nokkuð um innbrot í bæði bíla, heimili, byggingasvæði og í geymslur. „Það er verið að taka veiðibúnað og golfsett og bara allt sem hægt er að koma í verð,“ segir Jóhann Karl. Í hrinunni hafi fólk tapað verðmætum fyrir milljónir. Hvað gæti valdið þessari þróun? „Kannski það að í covid voru allir heima en núna eru margir að ferðast um landið eða til útlanda,“ segir Jóhann Karl. Þeir sem eru að verki séu meðvitaðir um stöðuna en lögreglan vinnur nú að því að finna út hverjir það eru. „Gangið frá hlutunum ykkar, ekki hafa þetta sjáanlegt, reynið að taka dýr reiðhjól inn til ykkar og kaupið ykkur þykka lása sem ekki er hægt að klippa. Nágrannar fylgist með og ekki vera að auglýsa það á samfélagsmiðlum að þið séuð ekki heima,“ segir Jóhann Karl.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fleiri fréttir Bílastæði planað í grænmetisparadís Ísfirðinga Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Sjá meira