Hrollvekjan Titane hlaut Gullpálmann Árni Sæberg skrifar 17. júlí 2021 20:31 Julia Ducournau grét af gleði þegar hún tók við Gullpálmanum. Vadim Ghirda/AP Photo Franski leikstjórinn Julia Ducournau varð í dag annar kvenkyns leikstjórinn til að vinna Gullpálmann þegar mynd hennar Titane vann aðalverðlaun Cannes kvikmyndahátíðarinnar í dag. Spike Lee, leikstjóra og forseta dómnefndar Cannes, varð á í messunni þegar hann tilkynnti Titane sem sigurvegara Gullpálmans í byrjun verðlaunaathafnarinnar í Cannes í kvöld. Venjan er að veita Gullpálmann í lok athafnarinnar. Spike Lee skammaðist sín í kvöld.AP Photo/Vadim Ghirda Kvikmyndhátíðinni í Cannes lauk í kvöld eftir tólf daga hátíðarhöld. Faraldur Covid-19 setti sinn stimpil á hátíðina eins og svo margt annað. Færri gestir en venjulega komust að og var þeim öllum gert að bera andlitsgrímur í kvikmyndahúsunum. Hátíðinni í fyrra var aflýst sökum faraldursins og létu gestir takmarkanir því ekki spilla gleðinni. Grand Prix verðlaununum var deilt meðal írönsku dramamyndarinnar A Hero og hinnar finnsku Apartment No. 6. Grand Prix verðlaunin eru í raun verðlaun fyrir annað sætið á hátíðinni. Leos Carax hlaut verðlaun fyrir bestu leikstjórn en hann leikstýrði opnunarmynd hátíðarinnar, söngleikjamyndinni Annette. Renate Reinsve var valin besta leikkona í aðalhlutverki fyrir leik sinn í The Worst Person in the World. Caleb Landry Jones var valinn besti leikari í aðalhlutverki fyrir að leika fjöldamorðingja í Nitram, sannsögulegri mynd um fjöldamorðið í Ástralíu árið 1996. Murina, mynd króatíska leikstjórans Antoneta Alamat Kusijanović, hlaut Gullmyndavélina, verðlaun fyrir bestu frumraun leikstjóra. Kusijanović gat ekki veitt verðlaununum viðtöku þar sem hún eignaðist barn í gær. Cannes Frakkland Bíó og sjónvarp Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Spike Lee, leikstjóra og forseta dómnefndar Cannes, varð á í messunni þegar hann tilkynnti Titane sem sigurvegara Gullpálmans í byrjun verðlaunaathafnarinnar í Cannes í kvöld. Venjan er að veita Gullpálmann í lok athafnarinnar. Spike Lee skammaðist sín í kvöld.AP Photo/Vadim Ghirda Kvikmyndhátíðinni í Cannes lauk í kvöld eftir tólf daga hátíðarhöld. Faraldur Covid-19 setti sinn stimpil á hátíðina eins og svo margt annað. Færri gestir en venjulega komust að og var þeim öllum gert að bera andlitsgrímur í kvikmyndahúsunum. Hátíðinni í fyrra var aflýst sökum faraldursins og létu gestir takmarkanir því ekki spilla gleðinni. Grand Prix verðlaununum var deilt meðal írönsku dramamyndarinnar A Hero og hinnar finnsku Apartment No. 6. Grand Prix verðlaunin eru í raun verðlaun fyrir annað sætið á hátíðinni. Leos Carax hlaut verðlaun fyrir bestu leikstjórn en hann leikstýrði opnunarmynd hátíðarinnar, söngleikjamyndinni Annette. Renate Reinsve var valin besta leikkona í aðalhlutverki fyrir leik sinn í The Worst Person in the World. Caleb Landry Jones var valinn besti leikari í aðalhlutverki fyrir að leika fjöldamorðingja í Nitram, sannsögulegri mynd um fjöldamorðið í Ástralíu árið 1996. Murina, mynd króatíska leikstjórans Antoneta Alamat Kusijanović, hlaut Gullmyndavélina, verðlaun fyrir bestu frumraun leikstjóra. Kusijanović gat ekki veitt verðlaununum viðtöku þar sem hún eignaðist barn í gær.
Cannes Frakkland Bíó og sjónvarp Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira