Metpantanir hjá Marel á öðrum ársfjórðungi Árni Sæberg skrifar 22. júlí 2021 13:10 Afkoma Marel á öðrum ársfjórðungi var góð. Vísir/Vilhelm Annan ársfjórðung í röð var slegið met í pöntunum hjá Marel en pantanirnar á fjórðunginum voru upp á 370 milljónir evra. „Annar ársfjórðungur var góður fyrir Marel. Okkar metnaðarfulla teymi tókst á við áskoranir með bjartsýni og þrautseigju í nánu samstarfi við birgja og viðskiptavini.“ segir Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, í tilkynningu um ársfjórðungsuppgjör. Í tilkynningu frá Marel segir að auk metpantana sé pantanabók fyrirtækisins sterk. Pantanir í kjúklingaiðnaði séu sterkar, í kjötiðnaði séu þær í takti við væntingar og í methæðum í fiskiðnaði. Í lok ársfjórðungsins stendur pantanabókin í rétt tæpum hálfum milljarði evra. „Ánægjulegt er að sjá sterkar pantanir koma inn til að þjónusta alifuglaiðnað, kjötiðnaður var í línu við væntingar og við erum að sjá metpantanir koma inn í fiskiðnaði þar sem sushi og aðrar laxaafurðir voru greinilega á matseðlinum. Sterk og vel samsett pantanabók er undirstaða markmiða okkar um auknar tekjur með bættri framlegð horft fram á veginn. Söluverkefni í vinnslu (e. pipeline), sem eru enn ekki staðfest í pantanabók, halda áfram að vaxa í öllum iðnuðum,“ segir forstjórinn um stöðu pantana hjá Marel. Mikill hagnaður á fjórðungnum Hagnaður fyrirtækisins fyrir vexti og skatta nam 38,6 milljónum evra og hreinn hagnaður 23,3 milljónum evra. Handbært fé frá rekstri fyrir fjármagnsliði og skatta nam 77,9 milljónum evra. Frjálst sjóðstreymi nam 54,6 milljónum evra og skuldahlutfall var 0,8x í lok mars. Árni Oddur Þórðarson forstjóri segir rekstraafkomuna vera þá sömu og í fyrsta ársfjórðungi. Hann segir einnig að markaðsaðstæður séu afar kvikar og breytingar á neytendamarkaði kalli á frekari fjárfestingar og sveigjanleika í rekstri viðskiptavina og hjá fyrirtækinu. Óvíst með áhrif heimsfaraldursins Varðandi horfur fyrirtækisins segir í tilkynningu að markaðsaðstæður hafi verið krefjandi í ljósi umróts á heimsmörkuðum og yfirstandandi Covid-19 heimsfaraldurs. Marel búi að góðri dreifingu tekna á milli markaða og iðnaða í gegnum alþjóðlegt sölu- og þjónustunet sitt ásamt breiðu og framsæknu vöru- og þjónustuframboði. Sem stendur sé ekki vitað hver fjárhagsleg áhrif Covid-19 munu verða á Marel. Sjávarútvegur Matvælaframleiðsla Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Í tilkynningu frá Marel segir að auk metpantana sé pantanabók fyrirtækisins sterk. Pantanir í kjúklingaiðnaði séu sterkar, í kjötiðnaði séu þær í takti við væntingar og í methæðum í fiskiðnaði. Í lok ársfjórðungsins stendur pantanabókin í rétt tæpum hálfum milljarði evra. „Ánægjulegt er að sjá sterkar pantanir koma inn til að þjónusta alifuglaiðnað, kjötiðnaður var í línu við væntingar og við erum að sjá metpantanir koma inn í fiskiðnaði þar sem sushi og aðrar laxaafurðir voru greinilega á matseðlinum. Sterk og vel samsett pantanabók er undirstaða markmiða okkar um auknar tekjur með bættri framlegð horft fram á veginn. Söluverkefni í vinnslu (e. pipeline), sem eru enn ekki staðfest í pantanabók, halda áfram að vaxa í öllum iðnuðum,“ segir forstjórinn um stöðu pantana hjá Marel. Mikill hagnaður á fjórðungnum Hagnaður fyrirtækisins fyrir vexti og skatta nam 38,6 milljónum evra og hreinn hagnaður 23,3 milljónum evra. Handbært fé frá rekstri fyrir fjármagnsliði og skatta nam 77,9 milljónum evra. Frjálst sjóðstreymi nam 54,6 milljónum evra og skuldahlutfall var 0,8x í lok mars. Árni Oddur Þórðarson forstjóri segir rekstraafkomuna vera þá sömu og í fyrsta ársfjórðungi. Hann segir einnig að markaðsaðstæður séu afar kvikar og breytingar á neytendamarkaði kalli á frekari fjárfestingar og sveigjanleika í rekstri viðskiptavina og hjá fyrirtækinu. Óvíst með áhrif heimsfaraldursins Varðandi horfur fyrirtækisins segir í tilkynningu að markaðsaðstæður hafi verið krefjandi í ljósi umróts á heimsmörkuðum og yfirstandandi Covid-19 heimsfaraldurs. Marel búi að góðri dreifingu tekna á milli markaða og iðnaða í gegnum alþjóðlegt sölu- og þjónustunet sitt ásamt breiðu og framsæknu vöru- og þjónustuframboði. Sem stendur sé ekki vitað hver fjárhagsleg áhrif Covid-19 munu verða á Marel.
Sjávarútvegur Matvælaframleiðsla Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira