Þýðir ekki að vola í veirufári Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. júlí 2021 09:08 Guðni Jóhannesson forseti Íslands bólusettur með Aztrazeniga Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, segir að það væri ólíkt okkur Íslendingum að gefast upp og vola eftir að hafa sýnt svo lengi hvað í þjóðinni búi í veirufárinu. Guðni tjáir sig á Facebook í kjölfar þess að 200 manna samkomubann var kynnt til leiks sem tekur gildi á miðnætti í kvöld. Ríkisstjórnin féllst á flestar tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um hertar aðgerðir innanlands. Þórólfur lagði til að aðgerðirnar stæðu í tvær til þrjár vikur og var niðurstaða heilbrigðisráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi á Egilsstöðum, að láta reglurnar gilda í þrjár viku. „Seigla einkennir fólk sem vegnar vel. Samstaða og samkennd sömuleiðis, með sjálfstæði í hugsun auk virðingar fyrir vísindum og þekkingu,“ segir Guðni. „Það væri ólíkt okkur Íslendingum að gefast upp og vola eftir að hafa sýnt svo lengi í þessu veirufári hvað í okkur býr. Vissulega megum við vera vonsvikin yfir því að þurfa á ný að þola vissar hömlur á daglegt líf okkar. Þær aðgerðir, sem ganga í gildi um helgina, eru þó mildar þegar allt kemur til alls. Fólk heldur áfram að finna lausnir, þreyja þorrann. Einatt hef ég verið stoltur af þjóð minni í þessum faraldri og ég þykist vita að við ætlum áfram að snúa bökum saman í sameiginlegri baráttu okkar.“ Annars er það að frétta af Elizu Reid forsetafrú að hún gaf fyrir helgi blóð í tuttugasta skipti í Blóðbankanum við Snorrabraut. Hún hvetur alla sem mega og geta gefið blóð til að leggja leið sína í blóðgjöf. View this post on Instagram A post shared by Eliza Reid (@elizajeanreid) Forseti Íslands Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Sjá meira
Ríkisstjórnin féllst á flestar tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis um hertar aðgerðir innanlands. Þórólfur lagði til að aðgerðirnar stæðu í tvær til þrjár vikur og var niðurstaða heilbrigðisráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi á Egilsstöðum, að láta reglurnar gilda í þrjár viku. „Seigla einkennir fólk sem vegnar vel. Samstaða og samkennd sömuleiðis, með sjálfstæði í hugsun auk virðingar fyrir vísindum og þekkingu,“ segir Guðni. „Það væri ólíkt okkur Íslendingum að gefast upp og vola eftir að hafa sýnt svo lengi í þessu veirufári hvað í okkur býr. Vissulega megum við vera vonsvikin yfir því að þurfa á ný að þola vissar hömlur á daglegt líf okkar. Þær aðgerðir, sem ganga í gildi um helgina, eru þó mildar þegar allt kemur til alls. Fólk heldur áfram að finna lausnir, þreyja þorrann. Einatt hef ég verið stoltur af þjóð minni í þessum faraldri og ég þykist vita að við ætlum áfram að snúa bökum saman í sameiginlegri baráttu okkar.“ Annars er það að frétta af Elizu Reid forsetafrú að hún gaf fyrir helgi blóð í tuttugasta skipti í Blóðbankanum við Snorrabraut. Hún hvetur alla sem mega og geta gefið blóð til að leggja leið sína í blóðgjöf. View this post on Instagram A post shared by Eliza Reid (@elizajeanreid)
Forseti Íslands Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Rislítil ástarsaga Gagnrýni Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Sjá meira