Hamilton gagnrýnir framkomu stjórnvalda gagnvart LGBTQ+ fólki Valur Páll Eiríksson skrifar 30. júlí 2021 11:01 Lewis Hamilton er mikill réttindabaráttumaður. EPA-EFE/Giuseppe Cacace / Pool Lewis Hamilton, heimsmeistari í Formúlu 1-kappakstrinum, hefur tjáð sig um umdeilt lagafrumvarp ungverskra stjórnvalda er viðkemur LGBTQ+ fólki í aðdraganda ungverska kappakstursins sem fram fer um helgina. Þjóðaratkvæðagreiðsla er fram undan í Ungverjalandi vegna laga sem segja meðal annars til um ungmennum sé meinað um fræðslu um samkynhneigð. Lögin hafa þegar verið samþykkt af ungverska þinginu en Evrópusambandið er með málið til skoðunar. Haft hefur verið eftir Viktori Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, að stefnan sé málefni Ungverjalands en ekki embættismanna í Brussel. Lewis Hamilton, sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 og liðsmaður Mercedes, nýtti tækifærið í aðdraganda kappakstursins sem fer fram í Ungverjalandi um helgina til að gagnrýna stjórnvöld í landinu. „Það er óásættanlegt, huglaust og villandi fyrir valdhafa að leggja slíkan lagabálk til,“ segir Hamilton. „Allir eiga skilið frelsi til að vera þeir sjálfir, sama hverja þeir elska eða hvernig þeir skilgreina sjálfa sig,“ „Ég hvet ungversku þjóðina til að kjósa með vernd réttinda fólks í LGBTQ+ samfélaginu í komandi kosningu. Þau þurfa á okkar hjálp að halda, nú meir en nokkru sinni fyrr.“ sagði Hamilton enn fremur. Þjóðverjinn Sebastian Vettel, bílstjóri fyrir Aston Martin, tók í sama streng: „Mér finnst vandræðalegt að ríki í Evrópusambandinu skuli kjósa um lög af þessu tagi,“ Ungversk stjórnvöld hlutu mikla gagnrýni á meðan Evrópumótinu í fótbolta stóð í sumar, þar sem fjórir leikir fóru fram í Búdapest. Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, setti ungverska landsliðið í þriggja leikja áhorfendabann eftir mótið vegna níðandi hegðunar stuðningsmanna í garð samkynhneigðra. Hamilton hefur unnið Formúlu 1-titilinn sex af síðustu sjö árum en hefur hlotið meiri samkeppni ár en síðustu misseri. Max Verstappen leiðir keppni ökuþóra en Hamilton minnkaði forskot hans í síðasta kappakstri í Bretlandi úr 33 stigum í átta. Hamilton vann keppnina eftir að hafa farið utan í Verstappen á fyrsta hring með þeim afleiðingum að Hollendingurinn gjöeyðilagði bíl sinn og lauk keppni. Red Bull, lið Verstappens, vildi harðari refsingu en þær 10 sekúndur sem Hamilton fékk í keppninni, en áfrýjun þeirra var hafnað. Spennan er því mikil í baráttunni um heimsmeistaratitilinn. Formúla Hinsegin Ungverjaland Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Sjá meira
Þjóðaratkvæðagreiðsla er fram undan í Ungverjalandi vegna laga sem segja meðal annars til um ungmennum sé meinað um fræðslu um samkynhneigð. Lögin hafa þegar verið samþykkt af ungverska þinginu en Evrópusambandið er með málið til skoðunar. Haft hefur verið eftir Viktori Orban, forsætisráðherra Ungverjalands, að stefnan sé málefni Ungverjalands en ekki embættismanna í Brussel. Lewis Hamilton, sjöfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 og liðsmaður Mercedes, nýtti tækifærið í aðdraganda kappakstursins sem fer fram í Ungverjalandi um helgina til að gagnrýna stjórnvöld í landinu. „Það er óásættanlegt, huglaust og villandi fyrir valdhafa að leggja slíkan lagabálk til,“ segir Hamilton. „Allir eiga skilið frelsi til að vera þeir sjálfir, sama hverja þeir elska eða hvernig þeir skilgreina sjálfa sig,“ „Ég hvet ungversku þjóðina til að kjósa með vernd réttinda fólks í LGBTQ+ samfélaginu í komandi kosningu. Þau þurfa á okkar hjálp að halda, nú meir en nokkru sinni fyrr.“ sagði Hamilton enn fremur. Þjóðverjinn Sebastian Vettel, bílstjóri fyrir Aston Martin, tók í sama streng: „Mér finnst vandræðalegt að ríki í Evrópusambandinu skuli kjósa um lög af þessu tagi,“ Ungversk stjórnvöld hlutu mikla gagnrýni á meðan Evrópumótinu í fótbolta stóð í sumar, þar sem fjórir leikir fóru fram í Búdapest. Evrópska knattspyrnusambandið, UEFA, setti ungverska landsliðið í þriggja leikja áhorfendabann eftir mótið vegna níðandi hegðunar stuðningsmanna í garð samkynhneigðra. Hamilton hefur unnið Formúlu 1-titilinn sex af síðustu sjö árum en hefur hlotið meiri samkeppni ár en síðustu misseri. Max Verstappen leiðir keppni ökuþóra en Hamilton minnkaði forskot hans í síðasta kappakstri í Bretlandi úr 33 stigum í átta. Hamilton vann keppnina eftir að hafa farið utan í Verstappen á fyrsta hring með þeim afleiðingum að Hollendingurinn gjöeyðilagði bíl sinn og lauk keppni. Red Bull, lið Verstappens, vildi harðari refsingu en þær 10 sekúndur sem Hamilton fékk í keppninni, en áfrýjun þeirra var hafnað. Spennan er því mikil í baráttunni um heimsmeistaratitilinn.
Formúla Hinsegin Ungverjaland Mest lesið Rautt fyrir hártog og sami maður með tvö sjálfsmörk Enski boltinn Albert sneri aftur og skoraði í vítakeppninni Fótbolti „Föstu leikatriðin drápu leikinn“ Enski boltinn Mbappé klúðraði aftur víti og Real Madrid tapaði Fótbolti Tryggvi hrósaði aftur sigri á Ítalíu Körfubolti Hornspyrnur Arsenal gerðu gæfumuninn gegn United Enski boltinn Kolbrún: Ég var ekki að fara að tapa í dag Körfubolti Fyrsti sigur Villa í níu leikjum Enski boltinn Ófarir Magdeburg í Meistaradeildinni halda áfram Handbolti Loksins vann City Enski boltinn Fleiri fréttir Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand Fimmtán ára og ætlar að verða fyrsta konan til að vinna Formúlu 1 Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Sjá meira