Vettel sem keppir fyrir Aston Martin var ekki með nægilegt eldsneyti á bíl sínum eftir keppnina en samkvæmt reglum þarf að vera meira en einn líter á tanknum í lok keppni til að hægt sé að taka sýni af eldsneytinu.
Aðeins náðust 0,3 lítrar af eldsneyti þegar bíllinn var skoðaður eftir keppnina.
BREAKING: Sebastian Vettel has been disqualified from the #HungarianGP, losing his second place
— Formula 1 (@F1) August 1, 2021
Stewards were unable to take the required amount of fuel for sampling following the race pic.twitter.com/Cbts8m9R0f
Hefur þetta talsverð áhrif á keppni ökuþóra þar sem Vettel varð annar í mark í kappakstrinum í dag en þessi dómur þýðir að Lewis Hamilton færist upp í annað sætið og Carlos Sainz, á Ferrari, fer upp í þriðja sætið.