Samningurinn hljóðar upp á 25 milljónir evra í árslaun og hann býður upp á þann möguleika að framlengja honum um eitt ár.
Eins og flestum er orðið kunnugt ætlaði Messi að skrifa undir fimm ára samning við Barcelona, þar sem hann hefur spilað allan sinn feril, en vegna slæmrar fjárhagsstöðu félagsins gekk það ekki upp.
Á sínum tíma hjá Barcelona var Messi sex sinnum valinn besti leikmaður heims og skoraði 672 mörk í 778 leikjum, ásamt því að leggja upp önnur 305 fyrir liðsfélaga sína. Þá hefur Barcelona unnið allt sem hægt er að vinna með argentíska töframanninn innan sinna raða.
Le Paris Saint-Germain est très heureux d annoncer la signature de Leo Messi pour un contrat de deux ans, avec une année supplémentaire en option.
— Paris Saint-Germain (@PSG_inside) August 10, 2021
PSGxMESSI