Fólk sem býr á svæðinu er beðið um að halda sig innandyra þangað til lögregla hefur lokið aðgerðum sínum. Nokkrir eru alvarlega særðir eftir skotárásina.
Upplýsingar frá breskum fjölmiðlum og lögregluyfirvöldum á svæðinu eru óljósar en Sky News fullyrðir að um skotárás hafi verið að ræða.
Ekki er vitað hversu margir hafi látist í borginni í kvöld.
Fólk hefur verið beðið um að bíða rólegt eftir frekari upplýsingum frá lögreglunni. Hér má lesa tilkynningu sem lögregla sendi frá sér klukkan korter í níu að íslenskum tíma í kvöld.
Fjöldi lögreglu- og sjúkrabíla mætti að svæði borgarinnar sem nefnist Keyham klukkan um korter yfir sjö að íslenskum tíma.
Luke Pollard, breskur þingmaður sem er frá borginni, bað fólk á Twitter síðu sinni um að halda sig heima og fylgja leiðbeiningum lögreglu á svæðinu.
Hann segist enn bíða eftir staðfestum fjölda hinna látnu en að útlitið sé svart, að svo stöddu. Dagurinn í dag sé myrkur dagur fyrir Plymouth.
Update: awaiting confirmation of number of victims but this looks like a very grim day for our city and our community.
— Luke Pollard MP (@LukePollard) August 12, 2021
Please can I ask that you think of the families and our community and not share any images or videos of any of the victims. #keyham