Aron Elís Þrándarson var í byrjunarliði OB og Stefán Teitur Þórðarson var í byrjunarliði Silkeborg. Léku þeir báðir stöðu miðjumanns í sínu liði og var báðum skipt af velli á svipuðum tíma, eða þegar rétt rúmur stundarfjórðungur lifði leiks.
Þá var staðan 1-0 OB í vil en gestirnir í Silkeborg náðu að jafna metin á 82.mínútu og lauk leiknum því með 1-1 jafntefli.
Silkeborg í 5.sæti deildarinnar með sjö stig en OB er í 7.sæti með tveimur stigum minna.