Skipt á milli NBA liða í annað skiptið á aðeins 48 klukkutímum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. ágúst 2021 17:46 Nei karlinn minn. Ekki einu sinni heldur tvisvar. Patrick Beverley fór frá Los Angeles Clippers til Memphis Grizzlies til Minnesota Timberwolves á tveimur sólarhringum. EPA-EFE/ETIENNE LAURENT Patrick Beverley var aðeins leikmaður Memphis Grizzlies í tvö sólarhringa því honum hefur nú verið skipt áfram til Minnesota Timberwolves í NBA deildinni í körfubolta. Beverley hefur verið leikmaður Los Angeles Clippers undanfarin ár en Clippers skipti honum til Memphis um helgina. The Grizzlies are sending Patrick Beverley to the Timberwolves in exchange for Jarrett Culver and Juancho Hernangomez, per @wojespn pic.twitter.com/7SRyP0xddQ— Bleacher Report (@BleacherReport) August 17, 2021 Beverley náði hvorki að æfa né spila með Memphis liðinu því félagið skipti honum strax aftur í nótt til Timberwolves fyrir bakvörðinn Jarrett Culver og framherjann Juancho Hernangomez. Beverley er 33 ára en hinir eru mun yngir, Culver er bara 22 ára og Hernangomez er 25 ára. Beverley er þekktur fyrir að spila harðan og góðan varnarleik og var í leiðtogahlutverki hjá Los Angeles Clippers. Beverley hafði spilað með Clippers undanfarin fjögur ár og var vinsæll hjá bæði liðsfélögum og stuðningsmönnum liðsins. Since Patrick Beverley said 'The next five years are mine': -Blew a 3-1 lead -Lost starting spot -Traded twice in 48 hours pic.twitter.com/ra0jmFfFP4— NBA Memes (@NBAMemes) August 17, 2021 Beverley er litríkur og kappsamur leikmaður sem reynir eftir fremsta megni að komast undir skinnið hjá mótherjum sínum. Það vakti mikla athygli þegar Beverley fagnaði NBA titlinum eftir að Clippers samdi við þá Kawhi Leonard og Paul George sumarið 2019. Sá titill kom hins vegar aldrei í hús. Á níu tímabilum með Houston Rockets og Clippers þá er Beverley með 8,8 stig, 4,3 fráköst og 3,4 stoðsendingar að meðaltali í leik. NBA Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Hörkueinvígi hefst Körfubolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fleiri fréttir „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Hörkueinvígi hefst Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Sjá meira
Beverley hefur verið leikmaður Los Angeles Clippers undanfarin ár en Clippers skipti honum til Memphis um helgina. The Grizzlies are sending Patrick Beverley to the Timberwolves in exchange for Jarrett Culver and Juancho Hernangomez, per @wojespn pic.twitter.com/7SRyP0xddQ— Bleacher Report (@BleacherReport) August 17, 2021 Beverley náði hvorki að æfa né spila með Memphis liðinu því félagið skipti honum strax aftur í nótt til Timberwolves fyrir bakvörðinn Jarrett Culver og framherjann Juancho Hernangomez. Beverley er 33 ára en hinir eru mun yngir, Culver er bara 22 ára og Hernangomez er 25 ára. Beverley er þekktur fyrir að spila harðan og góðan varnarleik og var í leiðtogahlutverki hjá Los Angeles Clippers. Beverley hafði spilað með Clippers undanfarin fjögur ár og var vinsæll hjá bæði liðsfélögum og stuðningsmönnum liðsins. Since Patrick Beverley said 'The next five years are mine': -Blew a 3-1 lead -Lost starting spot -Traded twice in 48 hours pic.twitter.com/ra0jmFfFP4— NBA Memes (@NBAMemes) August 17, 2021 Beverley er litríkur og kappsamur leikmaður sem reynir eftir fremsta megni að komast undir skinnið hjá mótherjum sínum. Það vakti mikla athygli þegar Beverley fagnaði NBA titlinum eftir að Clippers samdi við þá Kawhi Leonard og Paul George sumarið 2019. Sá titill kom hins vegar aldrei í hús. Á níu tímabilum með Houston Rockets og Clippers þá er Beverley með 8,8 stig, 4,3 fráköst og 3,4 stoðsendingar að meðaltali í leik.
NBA Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Hörkueinvígi hefst Körfubolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Fleiri fréttir „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Hörkueinvígi hefst Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Sjá meira