Börn og foreldrar eru besta fjárfestingin! Ásmundur Einar Daðason skrifar 19. ágúst 2021 08:01 Vellíðan og velsæld barna ættu alltaf að vera okkar helsta keppikefli. Þótt við séum flest sammála um það eru kappsmálin hins vegar fleiri og áherslan á börnin á það til að vera víkjandi í önnum okkar og amstri. Við eigum það líka til að ruglast á velmegun og velsæld. Velmegun snýst um neyslu, tekjur, auð og efnislegar þarfir. Velsældin ristir dýpra og snertir ást og umhyggju í uppeldi, andlegt jafnvægi, sjálfstraust og aðstæður til þess að þroskast og takast á við lífið. Velferð sem felst í góðu atlæti og örvun er auðlind sem hefur mikil áhrif á þjóðarhag til lengri tíma . Ný velferðarþjónusta fyrir börn og foreldra Hugsuðurinn Benjamín Franklín sagði eitt sinn að fjárfesting í menntun skilaði mesta arðinum. Það er ein leið til þess að segja að fjárfesting í fólki sé sú arðbærasta sem völ er á. Um þetta er ég sannfærður og hef því leitt vinnu undanfarin þrjú árvið að reisa undirstöður nýrrar velsældarþjónustu fyrir börn á Íslandi. Markmið hennar er að tryggja börnum og fjölskyldum stuðning um leið og vandi kemur fram og einfalda leið þeirra að úrlausn. Hljómar auðvelt en er í raun risavaxið verkefni. Hér tel ég óhætt að fullyrða að um sé að ræða mestu umbætur í þessum málaflokki í áratugi. Áföll í æsku kosta 100 milljarða árlega Það segir sig sjálft að lífsgæði barna aukast með því að þau fái þjónustu við hæfi, þegar á þarf að halda. En hefur slíkt inngrip mögulega einnig fjárhagslegan ávinning fyrir samfélagið? Við létum meta fyrirhugaðar breytingar á velferðarþjónustu og auknum snemmtækum stuðningi fyrir börn með tilliti til kostnaðar og ávinnings til lengri tíma. Niðurstöður utanaðkomandi hagfræðings voru sláandi: Kostnaður samfélags okkar af því, sem rekja má til áfalla í æsku, nemur tæplega 100 milljörðum króna árlega. Slík áföll geta haft mikil áhrif á börn. Rannsóknir sýna að þau geta orsakað sjúkdóma og örorku síðar á lífsleiðinni ásamt því að valda öðrum samfélagslegum vandamálum og jafnvel ótímabærum dauðsföllum. Áfallakostnaður sést í auknum útgjöldum opinberrar þjónustu. Þar er um að ræða allt að 45 milljarða króna árlega í ýmsum þjónustukerfum. Auknar tilfærslur í félagslega kerfinu nema um 20 milljörðum króna árlega. Þessu til viðbótar má ætla að fjarvera þeirra sem orðið hafa fyrir áföllum í æsku, frá vinnumarkaði, leiði til lægri skatttekna sem talið er að nemi um 30 milljörðum króna árlega. Með fyrirbyggjandi aðgerðum og forvörnum, sem miða að því að koma í veg fyrir áföll og erfiðleika í uppvexti, getum við dregið verulega úr þessum gríðarlega 100 milljarða króna kostnaði á ári. Í sjálfu sér ætti umhyggja og metnaður fyrir velsæld barna að vera nægur rökstuðningur fyrir því að verja meira fé til nýrrar velferðarþjónustu í þágu þeirra. En nú bætist það við að hægt er að sýna svart á hvítu fram á að um er að ræða eina bestu fjárfestingu sem við sem samfélag eigum kost á. Við þurfum breytta hugsun! Þörf er fyrir umbyltingu á nálgun okkar við velferðarmál. Við þurfum að nálgast velferðarkerfið okkar út frá fjárfestingahugsun, viðurkenna að betri og árangursríkari þjónusta sé fjárfesting sem skilar sér margfalt til samfélagsins með margvíslegum hætti. Um leið þurfum við að endurskoða hvernig við mælum árangur samfélagsins og þá er ekki nóg að líta eingöngu til efnislegra þátta líkt og vikið var að í upphafi þessarar greinar. Stjórnmál 21. aldarinnar þurfa að snúast um fjárfestingu í fólki, um að tryggja því fullnægjandi þjónustu, valdeflingu og aukið sjálfstæði. Við höfum stigið fyrstu skrefin á kjörtímabilinu en betur má ef duga skal. Það er mikilvægt að við breytum um stefnu að þessu leyti. Ísland hefur alla burði til að vera leiðandi á þessu sviði, í því liggja gríðarleg verðmæti bæði fyrir einstaklingana sjálfa og samfélagið allt. Við erum nefnilega rétt að byrja! Höfundur er félags- og barnamálaráðherra og oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður við næstu Alþingiskosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásmundur Einar Daðason Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Börn og uppeldi Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Vellíðan og velsæld barna ættu alltaf að vera okkar helsta keppikefli. Þótt við séum flest sammála um það eru kappsmálin hins vegar fleiri og áherslan á börnin á það til að vera víkjandi í önnum okkar og amstri. Við eigum það líka til að ruglast á velmegun og velsæld. Velmegun snýst um neyslu, tekjur, auð og efnislegar þarfir. Velsældin ristir dýpra og snertir ást og umhyggju í uppeldi, andlegt jafnvægi, sjálfstraust og aðstæður til þess að þroskast og takast á við lífið. Velferð sem felst í góðu atlæti og örvun er auðlind sem hefur mikil áhrif á þjóðarhag til lengri tíma . Ný velferðarþjónusta fyrir börn og foreldra Hugsuðurinn Benjamín Franklín sagði eitt sinn að fjárfesting í menntun skilaði mesta arðinum. Það er ein leið til þess að segja að fjárfesting í fólki sé sú arðbærasta sem völ er á. Um þetta er ég sannfærður og hef því leitt vinnu undanfarin þrjú árvið að reisa undirstöður nýrrar velsældarþjónustu fyrir börn á Íslandi. Markmið hennar er að tryggja börnum og fjölskyldum stuðning um leið og vandi kemur fram og einfalda leið þeirra að úrlausn. Hljómar auðvelt en er í raun risavaxið verkefni. Hér tel ég óhætt að fullyrða að um sé að ræða mestu umbætur í þessum málaflokki í áratugi. Áföll í æsku kosta 100 milljarða árlega Það segir sig sjálft að lífsgæði barna aukast með því að þau fái þjónustu við hæfi, þegar á þarf að halda. En hefur slíkt inngrip mögulega einnig fjárhagslegan ávinning fyrir samfélagið? Við létum meta fyrirhugaðar breytingar á velferðarþjónustu og auknum snemmtækum stuðningi fyrir börn með tilliti til kostnaðar og ávinnings til lengri tíma. Niðurstöður utanaðkomandi hagfræðings voru sláandi: Kostnaður samfélags okkar af því, sem rekja má til áfalla í æsku, nemur tæplega 100 milljörðum króna árlega. Slík áföll geta haft mikil áhrif á börn. Rannsóknir sýna að þau geta orsakað sjúkdóma og örorku síðar á lífsleiðinni ásamt því að valda öðrum samfélagslegum vandamálum og jafnvel ótímabærum dauðsföllum. Áfallakostnaður sést í auknum útgjöldum opinberrar þjónustu. Þar er um að ræða allt að 45 milljarða króna árlega í ýmsum þjónustukerfum. Auknar tilfærslur í félagslega kerfinu nema um 20 milljörðum króna árlega. Þessu til viðbótar má ætla að fjarvera þeirra sem orðið hafa fyrir áföllum í æsku, frá vinnumarkaði, leiði til lægri skatttekna sem talið er að nemi um 30 milljörðum króna árlega. Með fyrirbyggjandi aðgerðum og forvörnum, sem miða að því að koma í veg fyrir áföll og erfiðleika í uppvexti, getum við dregið verulega úr þessum gríðarlega 100 milljarða króna kostnaði á ári. Í sjálfu sér ætti umhyggja og metnaður fyrir velsæld barna að vera nægur rökstuðningur fyrir því að verja meira fé til nýrrar velferðarþjónustu í þágu þeirra. En nú bætist það við að hægt er að sýna svart á hvítu fram á að um er að ræða eina bestu fjárfestingu sem við sem samfélag eigum kost á. Við þurfum breytta hugsun! Þörf er fyrir umbyltingu á nálgun okkar við velferðarmál. Við þurfum að nálgast velferðarkerfið okkar út frá fjárfestingahugsun, viðurkenna að betri og árangursríkari þjónusta sé fjárfesting sem skilar sér margfalt til samfélagsins með margvíslegum hætti. Um leið þurfum við að endurskoða hvernig við mælum árangur samfélagsins og þá er ekki nóg að líta eingöngu til efnislegra þátta líkt og vikið var að í upphafi þessarar greinar. Stjórnmál 21. aldarinnar þurfa að snúast um fjárfestingu í fólki, um að tryggja því fullnægjandi þjónustu, valdeflingu og aukið sjálfstæði. Við höfum stigið fyrstu skrefin á kjörtímabilinu en betur má ef duga skal. Það er mikilvægt að við breytum um stefnu að þessu leyti. Ísland hefur alla burði til að vera leiðandi á þessu sviði, í því liggja gríðarleg verðmæti bæði fyrir einstaklingana sjálfa og samfélagið allt. Við erum nefnilega rétt að byrja! Höfundur er félags- og barnamálaráðherra og oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður við næstu Alþingiskosningar.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun