Lewandowski vill nýja áskorun og ætlar að yfirgefa Bayern Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. ágúst 2021 08:14 Robert Lewandowski vill fara frá Bayern. EPA-EFE/LUKAS BARTH-TUTTAS Framherjinn Robert Lewandowski hefur gefið það út að hann sé í leit að nýrri áskorun og vilji því yfirgefa herbúðir Þýskalandsmeistara Bayern München. Þýska félagið er talið vilja fá rúmlega 100 milljónir punda fyrir þennan magnaða leikmann. Sky Sports greindi frá þeim óvæntu tíðindum nú í morgun að Lewandowski, sem fagnar 33 ára afmæli sínu um helgina, sé í leit að nýrri áskorun og stefni á að spila fyrir annað stórlið innan Evrópu áður en hann verður 35 ára. Samkvæmt heimildum Sky er ekki talið líklegt að hann fari í verkfall til að þvinga fram sölu þar sem Lewandowski hefur alltaf átt mjög góð samskipti við forráðamenn félagsins. Lewandowski gekk í raðir Bæjara árið 2014 eftir farsæl fjögur ár hjá Borussia Dortmund. Hjá Bayern hefur hann endanlega staðfest að hann er einn albesti framherji heims. Alls skoraði Lewandowski 56 mörk fyrir Bayern og pólska landsliðið á síðasta tímabili. Í kjölfarið var hann valinn leikmaður ársins hjá bæði FIFA og UEFA. Nú þegar hefur Pólverjinn skorað þrjú mörk í tveimur leikjum fyrir Bæjara á leiktiðinni, þar á meðal í sigrinum á Dortmund í Ofurbikar Þýskalands fyrr í þessari viku. Lewandowski skorar ekki aðeins mikið af mörkum heldur vinnur hann líka titla. Hann hefur alls orðið þýskur meistari 9 sinnum, þýskur bikarmeistari 4 sinnum ásamt því að vinna þýska ofurbikarinn 6 sinnum. Þá hefur hann unnið Meistaradeild Evrópu, Ofurbikar Evrópu og HM félagsliða einu sinni hvert. Bæjarar hafa sett 100 milljón punda verðmiða á framherjann til þess að halda honum fram til sumarsins 2023 þegar samningur hans rennur út. Reikna má með að nokkur félög muni athuga hvort verðmiðinn hafi lækkað næsta sumar. : Robert Lewandowski wants a new challenge away from Bayern Munich but the club has valued him at more than £100m.— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 19, 2021 Pep Guardiola, núverandi þjálfari Manchester City, þjálfaði Lewandowski á sínum tíma hjá Bayern og lýsti honum sem „mesta atvinnumanni sem ég hef hitt.“ Stóra spurningin er hvort Pep reyni nú að sannfæra Lewandowski um að prófa ensku úrvalsdeildina og hvort hann geti sýnt snilli sína á köldu þriðjudagskvöldi í norðurhluta Englands. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Sjá meira
Sky Sports greindi frá þeim óvæntu tíðindum nú í morgun að Lewandowski, sem fagnar 33 ára afmæli sínu um helgina, sé í leit að nýrri áskorun og stefni á að spila fyrir annað stórlið innan Evrópu áður en hann verður 35 ára. Samkvæmt heimildum Sky er ekki talið líklegt að hann fari í verkfall til að þvinga fram sölu þar sem Lewandowski hefur alltaf átt mjög góð samskipti við forráðamenn félagsins. Lewandowski gekk í raðir Bæjara árið 2014 eftir farsæl fjögur ár hjá Borussia Dortmund. Hjá Bayern hefur hann endanlega staðfest að hann er einn albesti framherji heims. Alls skoraði Lewandowski 56 mörk fyrir Bayern og pólska landsliðið á síðasta tímabili. Í kjölfarið var hann valinn leikmaður ársins hjá bæði FIFA og UEFA. Nú þegar hefur Pólverjinn skorað þrjú mörk í tveimur leikjum fyrir Bæjara á leiktiðinni, þar á meðal í sigrinum á Dortmund í Ofurbikar Þýskalands fyrr í þessari viku. Lewandowski skorar ekki aðeins mikið af mörkum heldur vinnur hann líka titla. Hann hefur alls orðið þýskur meistari 9 sinnum, þýskur bikarmeistari 4 sinnum ásamt því að vinna þýska ofurbikarinn 6 sinnum. Þá hefur hann unnið Meistaradeild Evrópu, Ofurbikar Evrópu og HM félagsliða einu sinni hvert. Bæjarar hafa sett 100 milljón punda verðmiða á framherjann til þess að halda honum fram til sumarsins 2023 þegar samningur hans rennur út. Reikna má með að nokkur félög muni athuga hvort verðmiðinn hafi lækkað næsta sumar. : Robert Lewandowski wants a new challenge away from Bayern Munich but the club has valued him at more than £100m.— Sky Sports News (@SkySportsNews) August 19, 2021 Pep Guardiola, núverandi þjálfari Manchester City, þjálfaði Lewandowski á sínum tíma hjá Bayern og lýsti honum sem „mesta atvinnumanni sem ég hef hitt.“ Stóra spurningin er hvort Pep reyni nú að sannfæra Lewandowski um að prófa ensku úrvalsdeildina og hvort hann geti sýnt snilli sína á köldu þriðjudagskvöldi í norðurhluta Englands.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Félagar Þóris stálu stigi af Juventus á síðustu stundu Liðsfélagi Alberts hneig niður og leikurinn stöðvaður Víkingur sækir lykilmenn bikarmeistaranna Júlíus og Sveinn Aron skoruðu í lokaumferðinni Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Bellingham og Mbappé tryggðu Madrídingum sigur McTominay tryggði Napoli fjögurra stiga forskot á toppnum Chelsea náði Arsenal að stigum en Tottenham tapaði stigum Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Ísak Bergmann skoraði og liðið fékk hjálp í lokin Liverpool bara með einn sigur í síðustu níu leikjum á móti Man. City Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Handbolti