Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi.
Allir nemendur og kennarar leikskólans voru settir í sóttkví eftir að nemandi í skólanum greindist með kórónuveiruna síðasta mánudag. Ákveðið var að bjóða upp börnum, foreldrum og starfsmönnum leikskólans í skimun á Seyðisfirði í kjölfarið.
„Tveir greindust jákvæðir í þeirri sýnatöku og voru báðir í sóttkví við greiningu. Því hafa alls fjögur smit greinst sem hafa tengingu við leikskólann á Seyðisfirði. Töluverður fjöldi er í sóttkví og verður það áfram þar til seinni sýnatakan fer fram. Vonir standa til að tekist hafi að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu smita,“ segir í tilkynningunni.
Alls eru sjö í einangrun á Austurlandi og 58 í sóttkví.