Tólf ára dreng synjað um skólavist: „Ég hef engin svör fengið“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 21. ágúst 2021 18:28 Guðrún Eva Jónsdóttir er móðir drengsins. stöð2 Móðir tólf ára drengs með þroskaröskun, sem synjað hefur verið um skólavist, óttast um afdrif sonar síns þegar skólahald hefst á mánudag. Hún gagnrýnir borgina fyrir seinagang. Hjörtur Hlíðar er tólf ára. Hann er með ódæmigerða einhverfu og mikla þroskaröskun. Vegna þessa þarf hann sérstakan stuðning í skólanum. Hjörtur bjó ásamt fjölskyldu sinni á Akureyri og gekk í Hlíðarskóla en flutti til Reykjavíkur í vor. Móðir drengsins segir að í maí hafi Reykjavíkurborg verið kunnugt um flutning fjölskyldunnar og að drengurinn þyrfti að fá skólavist hjá sveitarfélaginu. Á þriðjudaginn, viku áður en skólarnir hefjast, fékk móðir Hjartar tölvupóst um að Árbæjarskóli hefði hafnað umsókn Hjartar um skólavist. „En svo fæ ég þessi svör núna að barninu mínu hafi verið hafnað um skólagöngu. Skólarnir að byrja á mánudag og ég veit ekkert hvað verður um barnið,“ sagði Guðrún Eva Jónsdóttir, móðir Hjartar. Særandi fyrir barnið Hún segir mikla vanlíðan hafa fylgt höfnuninni ekki síst fyrir Hjört. „Þetta er særandi. Særandi fyrir barnið. Svona börn mega ekki við því að vita ekkert. Hann spurði: Mamma er ég svona erfiður og leiðinlegur að það vill enginn hafa mig? Það er bara mjög erfitt.“ Guðrún gagnrýnir borgina fyrir svifasein viðbrögð sem að hennar sögn hefur haft vitneskju um sérþarfir drengsins í allt sumar. „Ég hef engin svör fengið ég hef ítrekað sent email á skóla og frístundasvið. Mér var lofað að hringt yrði í mig á fimmtudag og föstudag en fékk engin svör.“ Frestaði náminu vegna stöðunnar Guðrún var skráð í nám sem hófst fyrir helgi en vegna stöðunnar og óvissunnar sem nú er uppi sér hún sér ekki fært að sinna því og hefur skráð sig úr námi. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar gat ekki tjáð sig um málið í dag þegar fréttastofa leitaði eftir því. Skóla - og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Grunnskólar Réttindi barna Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Erlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Hjörtur Hlíðar er tólf ára. Hann er með ódæmigerða einhverfu og mikla þroskaröskun. Vegna þessa þarf hann sérstakan stuðning í skólanum. Hjörtur bjó ásamt fjölskyldu sinni á Akureyri og gekk í Hlíðarskóla en flutti til Reykjavíkur í vor. Móðir drengsins segir að í maí hafi Reykjavíkurborg verið kunnugt um flutning fjölskyldunnar og að drengurinn þyrfti að fá skólavist hjá sveitarfélaginu. Á þriðjudaginn, viku áður en skólarnir hefjast, fékk móðir Hjartar tölvupóst um að Árbæjarskóli hefði hafnað umsókn Hjartar um skólavist. „En svo fæ ég þessi svör núna að barninu mínu hafi verið hafnað um skólagöngu. Skólarnir að byrja á mánudag og ég veit ekkert hvað verður um barnið,“ sagði Guðrún Eva Jónsdóttir, móðir Hjartar. Særandi fyrir barnið Hún segir mikla vanlíðan hafa fylgt höfnuninni ekki síst fyrir Hjört. „Þetta er særandi. Særandi fyrir barnið. Svona börn mega ekki við því að vita ekkert. Hann spurði: Mamma er ég svona erfiður og leiðinlegur að það vill enginn hafa mig? Það er bara mjög erfitt.“ Guðrún gagnrýnir borgina fyrir svifasein viðbrögð sem að hennar sögn hefur haft vitneskju um sérþarfir drengsins í allt sumar. „Ég hef engin svör fengið ég hef ítrekað sent email á skóla og frístundasvið. Mér var lofað að hringt yrði í mig á fimmtudag og föstudag en fékk engin svör.“ Frestaði náminu vegna stöðunnar Guðrún var skráð í nám sem hófst fyrir helgi en vegna stöðunnar og óvissunnar sem nú er uppi sér hún sér ekki fært að sinna því og hefur skráð sig úr námi. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar gat ekki tjáð sig um málið í dag þegar fréttastofa leitaði eftir því.
Skóla - og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Grunnskólar Réttindi barna Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Erlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira