Grátleg byrjun hjá Sveini Aroni í Íslendingaslag - tap hjá Norrköping Valur Páll Eiríksson skrifar 22. ágúst 2021 15:20 Sveinn Aron og félagar misstu niður tveggja marka forskot í uppbótartíma gegn Jóni Guðna og félögum. EPA-EFE/CHRISTIAN MERZ Fjórir Íslendingar voru í eldlínunni í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Sveinn Aron Guðjohnsen spilaði sinn fyrsta leik fyrir Elfsborg gerði 2-2 jafntefli við Hammarby og Íslendingalið Norrköping tapaði fyrir Halmstad. Mörk Alexanders Bernhardsson og Jacob Ondrejka veittu Elfsborg 2-0 forystu í leik dagsins og þannig var staðan þegar Sveinn Aron kom inn af bekknum hjá liðinu í sínum fyrsta leik á 85. mínútu. Isländske Sveinn Aron Guðjohnsen, son till tidigare storstjärnan Eiður, hoppar in för Elfsborg! pic.twitter.com/ML7oK2nQbq— discovery+ sport (@dplus_sportSE) August 22, 2021 Elfsborgarar virðast hins vegar hafa hrunið í kjölfarið. Aljosa Matko minnkaði muninn fyrir Hammarby á 91. mínútu og þá jafnaði Abdul Khalil af vítapunktinum á 95. mínútu. Elfsborg missti því tveggja marka forystu niður í uppbótartíma og varð að gera jafntefli sér að góðu. Jón Guðni Fjóluson spilaði allan leikinn fyrir lið Hammarby og fékk gult spjald á 66. mínútu. Hammarby, sem er stýrt af Milos Milojevic, fyrrum þjálfara Víkings, er með 24 stig í 5. sæti, sex stigum frá Elfsborg og AIK sem eru sætunum fyrir ofan. Elfsborg varð af tveimur mikilvægum stigum í toppbaráttunni, en liðið er þremur stigum á eftir toppliðum Djurgarden og Malmö. Khalili kvitterar! Hammarby hämtar upp 0-2 till 2-2 i matchens slutskede! pic.twitter.com/vUOvrXocex— discovery+ sport (@dplus_sportSE) August 22, 2021 Tap hjá Norrköping Ísak Bergmann Jóhannesson og Ari Freyr Skúlason voru báðir í byrjunarliði Norrköping sem heimsótti Halmstad í dag. Halmstad byrjaði betur er Írakinn Amir Al-Ammari kom liðinu í forystu um miðjan fyrri hálfleik og 1-0 var staðan í hálfleik. Ísaki Bergmann var skipt af velli á 63. mínútu en Ganamaðurinn Sadat Karim tvöfaldaði forystu Halmstad skömmu síðar, á 70. mínútu. Samuel Adegbenro frá Nígeríu minnkaði muninn fyrir gestina sjö mínútum síðar en Ara Frey var skipt út af á 84. mínútu er Norrköping freistaði þess að jafna. 2-1! Adegbenro reducerar för IFK Norrköping. Se matchen på https://t.co/U8GJcAsMFu pic.twitter.com/rkdsdJSSwj— discovery+ sport (@dplus_sportSE) August 22, 2021 Það tókst ekki og Halmstad vann 2-1 sigur. Halmstad er í 8. sæti með 20 stig, en Norrköping er með 23 stig í 6. sæti, stigi á eftir Hammarby. Sænski boltinn Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Fótbolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Sjá meira
Mörk Alexanders Bernhardsson og Jacob Ondrejka veittu Elfsborg 2-0 forystu í leik dagsins og þannig var staðan þegar Sveinn Aron kom inn af bekknum hjá liðinu í sínum fyrsta leik á 85. mínútu. Isländske Sveinn Aron Guðjohnsen, son till tidigare storstjärnan Eiður, hoppar in för Elfsborg! pic.twitter.com/ML7oK2nQbq— discovery+ sport (@dplus_sportSE) August 22, 2021 Elfsborgarar virðast hins vegar hafa hrunið í kjölfarið. Aljosa Matko minnkaði muninn fyrir Hammarby á 91. mínútu og þá jafnaði Abdul Khalil af vítapunktinum á 95. mínútu. Elfsborg missti því tveggja marka forystu niður í uppbótartíma og varð að gera jafntefli sér að góðu. Jón Guðni Fjóluson spilaði allan leikinn fyrir lið Hammarby og fékk gult spjald á 66. mínútu. Hammarby, sem er stýrt af Milos Milojevic, fyrrum þjálfara Víkings, er með 24 stig í 5. sæti, sex stigum frá Elfsborg og AIK sem eru sætunum fyrir ofan. Elfsborg varð af tveimur mikilvægum stigum í toppbaráttunni, en liðið er þremur stigum á eftir toppliðum Djurgarden og Malmö. Khalili kvitterar! Hammarby hämtar upp 0-2 till 2-2 i matchens slutskede! pic.twitter.com/vUOvrXocex— discovery+ sport (@dplus_sportSE) August 22, 2021 Tap hjá Norrköping Ísak Bergmann Jóhannesson og Ari Freyr Skúlason voru báðir í byrjunarliði Norrköping sem heimsótti Halmstad í dag. Halmstad byrjaði betur er Írakinn Amir Al-Ammari kom liðinu í forystu um miðjan fyrri hálfleik og 1-0 var staðan í hálfleik. Ísaki Bergmann var skipt af velli á 63. mínútu en Ganamaðurinn Sadat Karim tvöfaldaði forystu Halmstad skömmu síðar, á 70. mínútu. Samuel Adegbenro frá Nígeríu minnkaði muninn fyrir gestina sjö mínútum síðar en Ara Frey var skipt út af á 84. mínútu er Norrköping freistaði þess að jafna. 2-1! Adegbenro reducerar för IFK Norrköping. Se matchen på https://t.co/U8GJcAsMFu pic.twitter.com/rkdsdJSSwj— discovery+ sport (@dplus_sportSE) August 22, 2021 Það tókst ekki og Halmstad vann 2-1 sigur. Halmstad er í 8. sæti með 20 stig, en Norrköping er með 23 stig í 6. sæti, stigi á eftir Hammarby.
Sænski boltinn Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Fótbolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Fleiri fréttir Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Sjá meira