Nakta barnið á Nevermind vill tugi milljóna frá Nirvana Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. ágúst 2021 10:34 Spencer Eden var aðeins fjögurra mánaða gamall þegar myndin var tekin. DGC Bandaríkjamaðurinn Spencer Eden, sem helst er þekktur fyrir að vera nakta barnið á plötuumslagi meistarastykkis hljómsveitarinnar Nirvana, Nevermind, hefur krafið hljómsveitina um háar fjárhæðir. Hann segir myndina jafngilda barnaklámi. Plötumslagið, sem sjá má hér að ofan, er eitt af þekktari plötuumslögum tónlistarsögunnar, en á því má sjá barnungan og naktan Eden í sundlaug, með augun á dollaraseðli sem kræktur er í öngul. Myndin var tekin árið 1991, sama ár og Nevermind kom út. Variety greindi frá því í gær að Eden hafi lögsótt eftirlifandi meðlimi hljómsveitarinnar, þá Dave Grohl og Krist Novoselic auk Courtney Love, ekkju Kurt Cobain og fleiri sem tengjast hljómsveitinni, þar á meðal ljósmyndarann sem tók myndina frægu. Plötuumslagið í heild sinni.Samir Hussein/Getty Images Alls krefst Eden 150 þúsund dollara frá hverjum og einum sem nefndur er í lögsókninni, um 20 milljónir króna á haus. Í frétt Variety segir að lögmaður Eden að myndin sé ígildi barnakláms. Sjá megi getnaðarlim Eden og þar sem gjaldmiðill sé einnig í mynd megi líta svo á að barnið á myndinni starfi í kynlífsiðnaði (e. sex worker). Tekið er fram í frétt Variety að myndir sem sýni nakin ungabörn á ókynferðislegan hátt séu alla jafna ekki taldar sem barnaklám. Eden heldur því einnig fram að hvorki hann né foreldrar hans hafi skrifað undir heimild til þess að Nirvana mætti nota myndina. Hann hefur áður sagt að eina greiðslan sem innt var af hendi vegna myndatökunnar hafi verið 200 dollara greiðsla til foreldra hans. Fimm ár eru liðin frá því að Elden tók þátt í endurgerð ljósmyndarinnar frægu, þá 25 ára gamall. Var hann að vísu í sundbuxum við það tækifæri. „Það er frekar töff en skrýtið að vera hluti af einhverju svo mikilvægu án þess að muna eftir því,“ sagði Eden við það tækifæri en hann var aðeins fjögurra mánaða þegar myndatakan fór fram. Bandaríkin Tónlist Lífið Tengdar fréttir Svona lítur drengurinn sem var framan á Nevermind út í dag Á laugardaginn voru 25 ár liðin síðan platan Nevermind kom út með Nirvana. Platan markaði tímamót í tónlist um allan heim og seldist hún í bílförmum. 26. september 2016 12:30 Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Plötumslagið, sem sjá má hér að ofan, er eitt af þekktari plötuumslögum tónlistarsögunnar, en á því má sjá barnungan og naktan Eden í sundlaug, með augun á dollaraseðli sem kræktur er í öngul. Myndin var tekin árið 1991, sama ár og Nevermind kom út. Variety greindi frá því í gær að Eden hafi lögsótt eftirlifandi meðlimi hljómsveitarinnar, þá Dave Grohl og Krist Novoselic auk Courtney Love, ekkju Kurt Cobain og fleiri sem tengjast hljómsveitinni, þar á meðal ljósmyndarann sem tók myndina frægu. Plötuumslagið í heild sinni.Samir Hussein/Getty Images Alls krefst Eden 150 þúsund dollara frá hverjum og einum sem nefndur er í lögsókninni, um 20 milljónir króna á haus. Í frétt Variety segir að lögmaður Eden að myndin sé ígildi barnakláms. Sjá megi getnaðarlim Eden og þar sem gjaldmiðill sé einnig í mynd megi líta svo á að barnið á myndinni starfi í kynlífsiðnaði (e. sex worker). Tekið er fram í frétt Variety að myndir sem sýni nakin ungabörn á ókynferðislegan hátt séu alla jafna ekki taldar sem barnaklám. Eden heldur því einnig fram að hvorki hann né foreldrar hans hafi skrifað undir heimild til þess að Nirvana mætti nota myndina. Hann hefur áður sagt að eina greiðslan sem innt var af hendi vegna myndatökunnar hafi verið 200 dollara greiðsla til foreldra hans. Fimm ár eru liðin frá því að Elden tók þátt í endurgerð ljósmyndarinnar frægu, þá 25 ára gamall. Var hann að vísu í sundbuxum við það tækifæri. „Það er frekar töff en skrýtið að vera hluti af einhverju svo mikilvægu án þess að muna eftir því,“ sagði Eden við það tækifæri en hann var aðeins fjögurra mánaða þegar myndatakan fór fram.
Bandaríkin Tónlist Lífið Tengdar fréttir Svona lítur drengurinn sem var framan á Nevermind út í dag Á laugardaginn voru 25 ár liðin síðan platan Nevermind kom út með Nirvana. Platan markaði tímamót í tónlist um allan heim og seldist hún í bílförmum. 26. september 2016 12:30 Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Fleiri fréttir Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Svona lítur drengurinn sem var framan á Nevermind út í dag Á laugardaginn voru 25 ár liðin síðan platan Nevermind kom út með Nirvana. Platan markaði tímamót í tónlist um allan heim og seldist hún í bílförmum. 26. september 2016 12:30