Það ásamt því að vera með vel skipulagt lið þýðir að framtíðin ætti að vera björt hjá íslenska landsliðinu.
„Það er erfitt að segja. Ég þekki ekki alla þeirra - ég var með þeim í einum landsliðsglugga eins og þú eflaust veist - sumir af ungu leikmönnunum voru þar. Ég reyni að fylgjast vel með öllum íslensku leikmönnunum og hef gert öll þessi ár svo ég þekki örlítið en ekki nægilega vel persónulega,“ sagði Lars er hann var spurður út í framtíðarleikmenn íslenska landsliðsins.
„Ég held að staðan sé nokkuð svipuð og þegar ég og Heimir (Hallgrímsson) byrjuðum. Kannski voru ungu leikmennirnir, Aron (Einar Gunnarsson), Jóhann (Berg Guðmundsson) og þeir aðeins gæðameiri, voru búnir að þroskast. Þetta er efnilegt lið ef gömlu mennirnir eru þarna og geta hjálpað ungu leikmönnunum að finna sig þá geta þeir staðið sig vel.“
„Það er samt mjög erfið staða núna þar sem Gylfi (Þór Sigurðsson) og Aron eru ekki með. Ragnar (Sigurðsson) var heldur ekki valinn að þessu sinni.“
„Við verðum að sætta okkur við að lönd eins og Noregur, Svíþjóð og Ísland verða alltaf lítilmagni þegar kemur að leikjum gegn stóru þjóðunum, ég held það sé mjög mikilvægt. Liðið verður að vera vel skipulagtog allir verða að vinna fyrir liðið – annars nærðu ekki árangri.“
„Það eru líka nokkrir efnilegir leikmenn svo við skulum vona að þeir þroskist og framtíðin verði björt hjá íslenska landsliðinu,“ sagði Lars að lokum.