„Orðið fínt en brenn enn fyrir ÍSÍ og íþróttahreyfinguna“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. ágúst 2021 12:01 Líney Rut Halldórsdóttir hefur starfað fyrir íþróttahreyfinguna á Íslandi í fjöldamörg ár. lögreglan Líney Rut Halldórsdóttir skilur sátt við ÍSÍ en hún lætur af starfi framkvæmdastjóra sambandsins 1. október. Hún segir að ákvörðunin að hætta hafi ekki verið tekin í flýti. „Þetta er ekkert sem gerðist í gær eða fyrradag. Þetta er fínn tími til að gera breytingar. Þetta hefur verið langur tími en ég verð áfram í ákveðnum verkefnum og störfum fyrir ÍSÍ þannig að þetta er gert í sátt og samlyndi,“ sagði Líney við Vísi í dag. Hún tók við starfi framkvæmdastjóra ÍSÍ af Stefáni Konráðssyni haustið 2007. Hún er eina konan sem hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra ÍSÍ. Hún hafði þó áður starfað fyrir ÍSÍ en ferill hennar hjá sambandinu spannar um tuttugu ár. „Ég byrjaði sem framkvæmdastjóri Ólympíunefndarinnar og tók svo við afrekssviðinu og var þar til 2002 þegar ég fór niður í ráðuneyti,“ sagði Líney sem starfaði sem deildarstjóri íþrótta- og æskulýðsdeildar menntamálaráðuneytisins. „Þetta er orðið fínt en maður brennur enn fyrir ÍSÍ og íþróttahreyfinguna,“ sagði Líney sem hefur ekki enn ákveðið hvað tekur við hjá sér. Kemst aldrei frá íþróttunum „Ég er ekkert farin að hugsa það. Ég verð í einhverjum störfum fyrir ÍSÍ og svo kemur í ljós hvort eitthvað reki á fjörur manns,“ sagði Líney. En er líklegt að það verði eitthvað tengt íþróttum? „Einhvern veginn kemst ég aldrei frá þeim en ég veit ekki hvað verður. Ég set ekkert fyrir mig og er til í allt,“ sagði Líney. Ekki kulnun í starfi Síðustu mánuðir hafa verið erfiðir fyrir íþróttahreyfinguna vegna kórónuveirufaraldursins. Líney segir að það spili þó ekkert inn í ákvörðun sína að hætta. „Það er ekki ástæðan. Ég er enn með fulla starfsorku. Vissulega hefur verið álag en þetta er ekki kulnun eða bruni í starfi,“ sagði Líney. Íþróttaþátttaka þjóðar mikilvæg Hún segir margt standa upp úr á árunum sem framkvæmdastjóri ÍSÍ. „Það hafa orðið miklar breytingar frá því ég tók við og eiginlega síðan ég kom inn á sínum tíma, 1997. Margt hefur breyst í umhverfi samtaka eins og ÍSÍ og íþróttahreyfingarinnar. Allt þetta frábæra íþróttastarf og mikla þátttaka í íþróttum stendur upp úr. Hún skiptir mjög miklu í lífi og heilsu þjóðar.“ Líney segir ÍSÍ vera á góðum stað. „Mér finnst það en við getum alltaf gert betur og er alltaf dagsskipunin, að gera betur.“ Vistaskipti ÍSÍ Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Fleiri fréttir Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sabonis ekki með Litháen á EM Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Almar kjörinn varaforseti „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Sjá meira
„Þetta er ekkert sem gerðist í gær eða fyrradag. Þetta er fínn tími til að gera breytingar. Þetta hefur verið langur tími en ég verð áfram í ákveðnum verkefnum og störfum fyrir ÍSÍ þannig að þetta er gert í sátt og samlyndi,“ sagði Líney við Vísi í dag. Hún tók við starfi framkvæmdastjóra ÍSÍ af Stefáni Konráðssyni haustið 2007. Hún er eina konan sem hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra ÍSÍ. Hún hafði þó áður starfað fyrir ÍSÍ en ferill hennar hjá sambandinu spannar um tuttugu ár. „Ég byrjaði sem framkvæmdastjóri Ólympíunefndarinnar og tók svo við afrekssviðinu og var þar til 2002 þegar ég fór niður í ráðuneyti,“ sagði Líney sem starfaði sem deildarstjóri íþrótta- og æskulýðsdeildar menntamálaráðuneytisins. „Þetta er orðið fínt en maður brennur enn fyrir ÍSÍ og íþróttahreyfinguna,“ sagði Líney sem hefur ekki enn ákveðið hvað tekur við hjá sér. Kemst aldrei frá íþróttunum „Ég er ekkert farin að hugsa það. Ég verð í einhverjum störfum fyrir ÍSÍ og svo kemur í ljós hvort eitthvað reki á fjörur manns,“ sagði Líney. En er líklegt að það verði eitthvað tengt íþróttum? „Einhvern veginn kemst ég aldrei frá þeim en ég veit ekki hvað verður. Ég set ekkert fyrir mig og er til í allt,“ sagði Líney. Ekki kulnun í starfi Síðustu mánuðir hafa verið erfiðir fyrir íþróttahreyfinguna vegna kórónuveirufaraldursins. Líney segir að það spili þó ekkert inn í ákvörðun sína að hætta. „Það er ekki ástæðan. Ég er enn með fulla starfsorku. Vissulega hefur verið álag en þetta er ekki kulnun eða bruni í starfi,“ sagði Líney. Íþróttaþátttaka þjóðar mikilvæg Hún segir margt standa upp úr á árunum sem framkvæmdastjóri ÍSÍ. „Það hafa orðið miklar breytingar frá því ég tók við og eiginlega síðan ég kom inn á sínum tíma, 1997. Margt hefur breyst í umhverfi samtaka eins og ÍSÍ og íþróttahreyfingarinnar. Allt þetta frábæra íþróttastarf og mikla þátttaka í íþróttum stendur upp úr. Hún skiptir mjög miklu í lífi og heilsu þjóðar.“ Líney segir ÍSÍ vera á góðum stað. „Mér finnst það en við getum alltaf gert betur og er alltaf dagsskipunin, að gera betur.“
Vistaskipti ÍSÍ Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Fleiri fréttir Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sabonis ekki með Litháen á EM Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Almar kjörinn varaforseti „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Sjá meira