Ógæfuför Hálendisfrumvarpsins Tómas Ellert Tómasson skrifar 2. september 2021 10:00 Er einhver búinn að gleyma furðulegu frumvarpi umhverfisráðherra um Hálendisþjóðgarð? Framlagning frumvarpsins fór ekki vel af stað en með því var kastað rýrð á friðunar og verndarstarf sveitastjórnarmanna, félagasamtaka og almennings um land allt. Um leið virtist frumvarpinu vera ætlað að uppfylla draum vinstri manna um stofnanavæðingu og miðstýringu náttúruverndar í landinu. Til þess nutu þeir stuðnings forystumanna Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Þá fannst mörgum heldur dapurlegt að sjá forseta Alþingis í ræðustól mæla með frumvarpinu með þeim orðum að einungis „grenjandi minnihluti“ væri andsnúinn frumvarpinu með hátterni sem augljóslega var ekki forseta Alþingis sæmandi. Það þarf ekki að taka það fram að Miðflokkurinn hafnar alfarið hugmyndum um Hálendisþjóðgarð og mun halda áfram að berjast gegn þeim. Af hverju skyldi það vera? Jú, frumvarpið sjálft svarar því, en þar kemur orðið „ráðherra“ hvorki meira né minna en 75 sinnum fyrir! Er til skýrari vitnisburður um að ráðherra ætlar sér að taka yfir umgengnis- og yfirráðarétt þjóðarinnar á hálendi landsins? Ef frumvarpið verður samþykkt í óbreyttri eða lítið breyttri mynd, mun það bitna á þjóðinni um ókomna tíð. Miðflokkurinn hafnar svona vinnubrögðum og vill halda áfram að styðja við verndar og uppbyggingarstarf heimamanna um allt land. Miðstýringarárátta Almenningur í landinu hefur skilning á því að bera þurfi virðingu fyrir hálendinu, mikilvægt sé að ganga vel um það og nýta á skynsamlegan hátt. Í frumvarpi ráðherrans sem eins og fyrr segir var stutt af forystumönnum Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks, er engin tenging við þessa sýn almennings. Í frumvarpinu og greinargerðinni sem fylgir má finna á fimmtíu blaðsíðum undarlegar lýsingar á því, lýsingar sem verður best lýst sem hugarórum umhverfisráðherra. Af greinargerðinni mátti einnig sjá að lítið sem ekkert tillit var tekið til athugasemda og ábendinga sveitarfélaga, sérfræðinga og almennings við fyrirkomulag fyrirhugaðs Hálendisþjóðgarðs. Í raun var þeim sagt stríð á hendur, miðstýringaráráttan var alger. Það blasir við núna að útfærsla ráðherra hefur gjörsamlega mislukkast og óþægilega margar af greinum frumvarpsins orka mjög tvímælis. Þar var meðal annars lagt til að umhverfisráðherra geti með reglugerð sett reglur af eigin geðþótta: „um dvöl, umgengni og umferð í Hálendisþjóðgarði, þ.m.t. tjöldun og umferð gangandi, ríðandi og hjólandi vegfarenda, sem og um umferð vélknúinna ökutækja, báta, skipa, loftfara, flygilda og hvers konar annarra farartækja í þjóðgarðinum“. Auk þessa er ráðherra: „heimilt að banna akstur vélknúinna ökutækja á einstökum svæðum þjóðgarðsins allt árið um kring eða á tilteknum tímum ársins“. Fleiri greinar frumvarpsins eru undarlegar og margar þeirra bera þess merki að lítið hafi verið tekið mark á þeim ábendingum og athugasemdum sem þó komu fram í hinu svokallaða samráðsferli. Í þeim greinum Hálendisfrumvarpsins, sem fjallað er um stjórnun, eignarhald, valdheimildir, boð og bönn o.s.frv., kemur fram stjórnlyndi af stærðargráðu sem ekki hefur áður sést hér á landi. Og það gert með samþykki forystumanna Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks! Nú er mál að linni Með öllu þessu brambolti var reynt að fórna samstöðu þjóðarinnar um hálendi Íslands, allt vegna ásóknar breyskra manna í völd, manna sem samþykktu í stjórnarsáttmála að flýta stofnun Hálendisþjóðgarðs, hvernig sem það yrði gert og hvað sem það kostaði, í skiptum fyrir nokkra ráðherrastóla - og bílstjóra. Stjórnlyndið og þær takmarkanir á athafnafrelsi sem komu fram í Hálendisfrumvarpinu ættu að verða mönnum víti til varnaðar. Kæru landsmenn, Miðflokkurinn er eini flokkurinn sem hafnar afdráttarlaust hugmyndum um Hálendisþjóðgarð og mun halda áfram að berjast gegn þeim hugmyndum ásamt því að verja ferðafrelsi landsmanna, í eigin landi. Höfundur er byggingarverkfræðingur og skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Hálendisþjóðgarður Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Er einhver búinn að gleyma furðulegu frumvarpi umhverfisráðherra um Hálendisþjóðgarð? Framlagning frumvarpsins fór ekki vel af stað en með því var kastað rýrð á friðunar og verndarstarf sveitastjórnarmanna, félagasamtaka og almennings um land allt. Um leið virtist frumvarpinu vera ætlað að uppfylla draum vinstri manna um stofnanavæðingu og miðstýringu náttúruverndar í landinu. Til þess nutu þeir stuðnings forystumanna Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks. Þá fannst mörgum heldur dapurlegt að sjá forseta Alþingis í ræðustól mæla með frumvarpinu með þeim orðum að einungis „grenjandi minnihluti“ væri andsnúinn frumvarpinu með hátterni sem augljóslega var ekki forseta Alþingis sæmandi. Það þarf ekki að taka það fram að Miðflokkurinn hafnar alfarið hugmyndum um Hálendisþjóðgarð og mun halda áfram að berjast gegn þeim. Af hverju skyldi það vera? Jú, frumvarpið sjálft svarar því, en þar kemur orðið „ráðherra“ hvorki meira né minna en 75 sinnum fyrir! Er til skýrari vitnisburður um að ráðherra ætlar sér að taka yfir umgengnis- og yfirráðarétt þjóðarinnar á hálendi landsins? Ef frumvarpið verður samþykkt í óbreyttri eða lítið breyttri mynd, mun það bitna á þjóðinni um ókomna tíð. Miðflokkurinn hafnar svona vinnubrögðum og vill halda áfram að styðja við verndar og uppbyggingarstarf heimamanna um allt land. Miðstýringarárátta Almenningur í landinu hefur skilning á því að bera þurfi virðingu fyrir hálendinu, mikilvægt sé að ganga vel um það og nýta á skynsamlegan hátt. Í frumvarpi ráðherrans sem eins og fyrr segir var stutt af forystumönnum Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks, er engin tenging við þessa sýn almennings. Í frumvarpinu og greinargerðinni sem fylgir má finna á fimmtíu blaðsíðum undarlegar lýsingar á því, lýsingar sem verður best lýst sem hugarórum umhverfisráðherra. Af greinargerðinni mátti einnig sjá að lítið sem ekkert tillit var tekið til athugasemda og ábendinga sveitarfélaga, sérfræðinga og almennings við fyrirkomulag fyrirhugaðs Hálendisþjóðgarðs. Í raun var þeim sagt stríð á hendur, miðstýringaráráttan var alger. Það blasir við núna að útfærsla ráðherra hefur gjörsamlega mislukkast og óþægilega margar af greinum frumvarpsins orka mjög tvímælis. Þar var meðal annars lagt til að umhverfisráðherra geti með reglugerð sett reglur af eigin geðþótta: „um dvöl, umgengni og umferð í Hálendisþjóðgarði, þ.m.t. tjöldun og umferð gangandi, ríðandi og hjólandi vegfarenda, sem og um umferð vélknúinna ökutækja, báta, skipa, loftfara, flygilda og hvers konar annarra farartækja í þjóðgarðinum“. Auk þessa er ráðherra: „heimilt að banna akstur vélknúinna ökutækja á einstökum svæðum þjóðgarðsins allt árið um kring eða á tilteknum tímum ársins“. Fleiri greinar frumvarpsins eru undarlegar og margar þeirra bera þess merki að lítið hafi verið tekið mark á þeim ábendingum og athugasemdum sem þó komu fram í hinu svokallaða samráðsferli. Í þeim greinum Hálendisfrumvarpsins, sem fjallað er um stjórnun, eignarhald, valdheimildir, boð og bönn o.s.frv., kemur fram stjórnlyndi af stærðargráðu sem ekki hefur áður sést hér á landi. Og það gert með samþykki forystumanna Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks! Nú er mál að linni Með öllu þessu brambolti var reynt að fórna samstöðu þjóðarinnar um hálendi Íslands, allt vegna ásóknar breyskra manna í völd, manna sem samþykktu í stjórnarsáttmála að flýta stofnun Hálendisþjóðgarðs, hvernig sem það yrði gert og hvað sem það kostaði, í skiptum fyrir nokkra ráðherrastóla - og bílstjóra. Stjórnlyndið og þær takmarkanir á athafnafrelsi sem komu fram í Hálendisfrumvarpinu ættu að verða mönnum víti til varnaðar. Kæru landsmenn, Miðflokkurinn er eini flokkurinn sem hafnar afdráttarlaust hugmyndum um Hálendisþjóðgarð og mun halda áfram að berjast gegn þeim hugmyndum ásamt því að verja ferðafrelsi landsmanna, í eigin landi. Höfundur er byggingarverkfræðingur og skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun