Örebro og Häcken unnu Íslendingaslagina Valur Páll Eiríksson skrifar 4. september 2021 15:31 Diljá Ýr Zomers spilaði fyrri hálfleikinn með Hacken í dag sem gefur ekkert eftir í titilbaráttunni. Göteborgs Posten/Vísir Tveir Íslendingaslagir voru á dagskrá í úrvalsdeild kvenna í fótbolta í Svíþjóð í dag. Toppliðin tvö í deildinni gefa lítið eftir og þá urðu úrslit dagsins Kristianstad og Hammarby hliðstæð í Evrópubaráttunni. Diljá Ýr Zomers var í byrjunarliði Häcken sem vann 1-0 útisigur á Piteå. Diljá var tekin út af í hálfleik í stöðunni 0-0 en hin danska Mille Gejl skoraði eina mark leiksins á 48. mínútu. Hlín Eiríksdóttir byrjaði hjá Piteå en fór af velli á 78. mínútu. Häcken sækir áfram að toppliði Rosengård í toppbaráttunni en sex stig aðskilja liðin. Rosengård, sem Glódís Perla Viggósdóttir lék með fyrr á tímabilinu fyrir skipti sín til Bayern Munchen í Þýskalandi, vann 3-0 sigur á AIK í dag. Hallbera Gísladóttir spilaði fyrstu 59 mínúturnar fyrir AIK. Rosengård er með 41 stig á toppnum en Häcken er með 35 stig í öðru sæti. Annar Íslendingaslagur var í deildinni í dag. Wilma Ohman skoraði eina markið er Örebro vann botnlið Växsjö 1-0. Berglind Rós Ágústsdóttir spilaði allan leikinn fyrir Örebro en Cecilía Rán Rúnarsdóttir var allan leikinn á bekknum. Andrea Mist Pálsdóttir spilaði allan leikinn fyrir Växsjö. Växsjö á enn eftir að vinna leik í deildinni og fátt virðist geta komið í veg fyrir fall liðsins. Aðeins eitt lið fellur í ár en Växsjö er með fjögur stig á botninum, sjö frá Piteå, liði Hlínar. AIK er þar fyrir ofan með 13 stig. Sigur Örebro skaut liðinu upp í 17 stig í 9. sæti. Í fjórða leik dagsins tapaði Eskiltuna 1-0 fyrir Vittsjö. Það gefur Íslendingaliðum Kristianstad og Hammarby tækifæri til að sækja að liðinu í baráttunni um Evrópusæti. Þrjú efstu sætin gefa sæti í Meistaradeildinni að ári en Eskiltuna er með 25 stig í þriðja sæti. Hammarby, lið Berglind Bjargar Þorvaldsdóttur, og Kristianstad, lið Sveindísar Jane Jónsdóttur og Sifjar Atladóttur, þjálfað af Elísabetu Gunnarsdóttur, eru bæði með 21 stig þar fyrir neðan. Kristianstad og Hammarby mætast innbyrðis á morgun í mikilvægum leik í Evrópubaráttunni. Leikurinn hefst klukkan 12:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Sænska úrvalsdeildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Sænski boltinn er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Sænski boltinn Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti Fleiri fréttir Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Ég er 100% pirraður“ „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Sjá meira
Diljá Ýr Zomers var í byrjunarliði Häcken sem vann 1-0 útisigur á Piteå. Diljá var tekin út af í hálfleik í stöðunni 0-0 en hin danska Mille Gejl skoraði eina mark leiksins á 48. mínútu. Hlín Eiríksdóttir byrjaði hjá Piteå en fór af velli á 78. mínútu. Häcken sækir áfram að toppliði Rosengård í toppbaráttunni en sex stig aðskilja liðin. Rosengård, sem Glódís Perla Viggósdóttir lék með fyrr á tímabilinu fyrir skipti sín til Bayern Munchen í Þýskalandi, vann 3-0 sigur á AIK í dag. Hallbera Gísladóttir spilaði fyrstu 59 mínúturnar fyrir AIK. Rosengård er með 41 stig á toppnum en Häcken er með 35 stig í öðru sæti. Annar Íslendingaslagur var í deildinni í dag. Wilma Ohman skoraði eina markið er Örebro vann botnlið Växsjö 1-0. Berglind Rós Ágústsdóttir spilaði allan leikinn fyrir Örebro en Cecilía Rán Rúnarsdóttir var allan leikinn á bekknum. Andrea Mist Pálsdóttir spilaði allan leikinn fyrir Växsjö. Växsjö á enn eftir að vinna leik í deildinni og fátt virðist geta komið í veg fyrir fall liðsins. Aðeins eitt lið fellur í ár en Växsjö er með fjögur stig á botninum, sjö frá Piteå, liði Hlínar. AIK er þar fyrir ofan með 13 stig. Sigur Örebro skaut liðinu upp í 17 stig í 9. sæti. Í fjórða leik dagsins tapaði Eskiltuna 1-0 fyrir Vittsjö. Það gefur Íslendingaliðum Kristianstad og Hammarby tækifæri til að sækja að liðinu í baráttunni um Evrópusæti. Þrjú efstu sætin gefa sæti í Meistaradeildinni að ári en Eskiltuna er með 25 stig í þriðja sæti. Hammarby, lið Berglind Bjargar Þorvaldsdóttur, og Kristianstad, lið Sveindísar Jane Jónsdóttur og Sifjar Atladóttur, þjálfað af Elísabetu Gunnarsdóttur, eru bæði með 21 stig þar fyrir neðan. Kristianstad og Hammarby mætast innbyrðis á morgun í mikilvægum leik í Evrópubaráttunni. Leikurinn hefst klukkan 12:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Sænska úrvalsdeildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Sænski boltinn er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Sænska úrvalsdeildin er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Sænski boltinn er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Sænski boltinn Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Handbolti Fleiri fréttir Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram Lyftu sér upp í annað sætið „Ekki fyrst stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september Kristian og Nökkvi skoruðu báðir í sigri Sparta Eggert lagði upp mark og lærisveinar Freys sneru leiknum við í seinni Orri og félagar fóru heim frá Kanaríeyjum með öll þrjú stigin Þórir lagði upp jöfnunarmark í Íslendingaslag í Seríu A Þrjár landsliðskonur fengu áletrað úr frá KSÍ Fékk hjólhestaspyrnu í hausinn og endaði á sjúkrahúsi Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Lánsmarkvörðurinn frá Liverpool veðjaði við Vinícius og vann Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Ég er 100% pirraður“ „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ Sjá meira