Vilja að ráðherra skoði stöðu vararíkissaksóknara Árni Sæberg skrifar 6. september 2021 22:11 Öfgar vilja að Áslaug Arna íhugi stöðu Helga Magnúsar. Vísir/Vilhelm Aðgerðasinnahópurinn Öfgar segir í ákalli til Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra að innan dómkerfisins finnist menn sem ítrekað hafi tekið stöðu gegn þolendum kynbundins ofbeldis. Hópurinn vekur athygli á skrifum Sigurðar Guðna Guðjónssonar, hæstaréttarlögmanns og forseta dómstóla KSÍ á Facebooksíðu hans. Öfgar segja Sigurð taka skýra afstöðu gegn þolanda, nánar tiltekið Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur, en hann birtir gögn sem tengjast máli hennar og Kolbeins Sigþórssonar. Þá rifjar Sigurður einnig upp gamlar Twitterfærslur Þórhildar, að því er virðist til að draga úr trúverðugleika hennar. Öfgar vekja athygli á því hversu margir sem líkað hafa við færslu Sigurðar eru starfandi innan dómkerfisins. Athyglisverðast finnst Öfgum að þar á meðal megi sjá Helga Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknara. „Þetta er ekki afmarkað tilfelli í nethegðun Helga Magnúsar því hann hefur ítrekað, í gegnum árin, sýnt fram á kvenfyrirlitningu, innflytjendaandúð og óþolendavæna afstöðu með netspori sínu,“ segja Öfgar um vararíkissaksóknarann. Helgi Magnús sé vanhæfur Öfgar segja netspor vararíkissaksóknara sýna skýrt að hann teljist vanhæfur til að sinna starfi sínu. Hann taki beina afstöðu gegn þolanda í færslum þar sem vegið sé að æru hennar og brotið á hennar persónuvernd. Helgi sé ekki bara gerendameðvirkur og þolendaóvænn, hann hafi einnig látið í sér heyra varðandi málefni innflytjenda og þungunarrof kvenna. Því megi ekki gleyma að Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur embættis lögreglustjórans á Suðurnesjum, hafi sent athugasemdir til ríkissaksóknara vegna ummæla Helga. Það hafi ekki verið í fyrsta skipti sem hún hafi þurft að gera slíkt. „Miðað við skoðanir þessara manna sem nefndir hafa verið í yfirlýsingu okkar er alls ekki skrýtið að þolendur veigri sér við að stíga fram, kæra eða fara með mál sín í gegnum dómstóla. Ef þetta er fólkið sem á að hjálpa okkur í dómskerfinu, hverjum eiga þá þolendur að treysta?“ segja Öfgar. Öfgar skora á Áslaugu Örnu að skoða nefnd mál vel og að taka skýra afstöðu með þolendum ofbeldis. „Við biðjum þig að taka skrefið við að byggja þolendavænna réttarkerfi. Slíkt verður ekki gert með aðila eins og Helga Magnús sem vararíkissaksóknara. Boltinn er hjá þér, Áslaug," segja Öfgar. Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Dómstólar Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira
Hópurinn vekur athygli á skrifum Sigurðar Guðna Guðjónssonar, hæstaréttarlögmanns og forseta dómstóla KSÍ á Facebooksíðu hans. Öfgar segja Sigurð taka skýra afstöðu gegn þolanda, nánar tiltekið Þórhildi Gyðu Arnarsdóttur, en hann birtir gögn sem tengjast máli hennar og Kolbeins Sigþórssonar. Þá rifjar Sigurður einnig upp gamlar Twitterfærslur Þórhildar, að því er virðist til að draga úr trúverðugleika hennar. Öfgar vekja athygli á því hversu margir sem líkað hafa við færslu Sigurðar eru starfandi innan dómkerfisins. Athyglisverðast finnst Öfgum að þar á meðal megi sjá Helga Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknara. „Þetta er ekki afmarkað tilfelli í nethegðun Helga Magnúsar því hann hefur ítrekað, í gegnum árin, sýnt fram á kvenfyrirlitningu, innflytjendaandúð og óþolendavæna afstöðu með netspori sínu,“ segja Öfgar um vararíkissaksóknarann. Helgi Magnús sé vanhæfur Öfgar segja netspor vararíkissaksóknara sýna skýrt að hann teljist vanhæfur til að sinna starfi sínu. Hann taki beina afstöðu gegn þolanda í færslum þar sem vegið sé að æru hennar og brotið á hennar persónuvernd. Helgi sé ekki bara gerendameðvirkur og þolendaóvænn, hann hafi einnig látið í sér heyra varðandi málefni innflytjenda og þungunarrof kvenna. Því megi ekki gleyma að Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur embættis lögreglustjórans á Suðurnesjum, hafi sent athugasemdir til ríkissaksóknara vegna ummæla Helga. Það hafi ekki verið í fyrsta skipti sem hún hafi þurft að gera slíkt. „Miðað við skoðanir þessara manna sem nefndir hafa verið í yfirlýsingu okkar er alls ekki skrýtið að þolendur veigri sér við að stíga fram, kæra eða fara með mál sín í gegnum dómstóla. Ef þetta er fólkið sem á að hjálpa okkur í dómskerfinu, hverjum eiga þá þolendur að treysta?“ segja Öfgar. Öfgar skora á Áslaugu Örnu að skoða nefnd mál vel og að taka skýra afstöðu með þolendum ofbeldis. „Við biðjum þig að taka skrefið við að byggja þolendavænna réttarkerfi. Slíkt verður ekki gert með aðila eins og Helga Magnús sem vararíkissaksóknara. Boltinn er hjá þér, Áslaug," segja Öfgar.
Kynferðisofbeldi Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Dómstólar Mál Helga Magnúsar Gunnarssonar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Sjá meira