Corrina Schumacher: Sakna Michaels á hverjum degi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. september 2021 11:32 Schumacher-hjónin, Corrina og Michael. getty/Mark Thompson Eiginkona Michaels Schumacher, Corrina, segist sakna hans á hverjum degi. Ökuþórinn fyrrverandi hefur ekki sést opinberlega síðan hann lenti í alvarlegu skíðaslysi fyrir átta árum. Heimildarmyndin Schumacher verður frumsýnd á Netflix í næstu viku. Þar tjáir Corrina sig um heilsu eiginmanns síns sem varð sjö sinnum heimsmeistari á ferli sínum í Formúlu 1. Schumacher, sem er 52 ára, slasaðist alvarlega á höfði í skíðaslysi í Frakklandi í desember 2013 og var lengi í dái. Hann hefur dvalið á heimili sínu í Sviss síðan í september 2014. „Að sjálfsögðu sakna ég Michaels á hverjum degi. En það er ekki bara ég heldur einnig börnin, faðir hans og allir í kringum hann,“ sagði Corrina. Þau Michael hafa verið gift síðan 1995 og eiga tvö börn saman. Sonur þeirra, Mick, fetaði í fótspor föður síns og keppir fyrir hönd Haas í Formúlu 1. „Við söknum hans öll en hann er hérna. Öðruvísi, en hann er samt hérna og það styrkir okkur. Við gerum allt til að láta honum líða betur, sjá til þess að hann hafi það gott og finni fyrir tengslunum við okkur. Við reynum öll að halda áfram sem fjölskylda eins og Michael vildi.“ Schumacher hélt einkalífi sínu alltaf utan sviðsljóssins og fjölskylda hans heldur því áfram. „Við höldum áfram. Einkalíf er einkalíf sagði hann alltaf. Það er mjög mikilvægt að hann njóti þess eins mikið og mögulegt er. Michael varði okkur alltaf og nú verjum við hann,“ sagði Corrina. Schumacher keppti í Formúlu 1 á árunum 1991-2006 og 2010-12, fyrir Jordan, Benetton, Ferrari og Mercedes. Enginn hefur unnið heimsmeistaratitil ökuþóra oftar en hann. Formúla Þýskaland Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Heimildarmyndin Schumacher verður frumsýnd á Netflix í næstu viku. Þar tjáir Corrina sig um heilsu eiginmanns síns sem varð sjö sinnum heimsmeistari á ferli sínum í Formúlu 1. Schumacher, sem er 52 ára, slasaðist alvarlega á höfði í skíðaslysi í Frakklandi í desember 2013 og var lengi í dái. Hann hefur dvalið á heimili sínu í Sviss síðan í september 2014. „Að sjálfsögðu sakna ég Michaels á hverjum degi. En það er ekki bara ég heldur einnig börnin, faðir hans og allir í kringum hann,“ sagði Corrina. Þau Michael hafa verið gift síðan 1995 og eiga tvö börn saman. Sonur þeirra, Mick, fetaði í fótspor föður síns og keppir fyrir hönd Haas í Formúlu 1. „Við söknum hans öll en hann er hérna. Öðruvísi, en hann er samt hérna og það styrkir okkur. Við gerum allt til að láta honum líða betur, sjá til þess að hann hafi það gott og finni fyrir tengslunum við okkur. Við reynum öll að halda áfram sem fjölskylda eins og Michael vildi.“ Schumacher hélt einkalífi sínu alltaf utan sviðsljóssins og fjölskylda hans heldur því áfram. „Við höldum áfram. Einkalíf er einkalíf sagði hann alltaf. Það er mjög mikilvægt að hann njóti þess eins mikið og mögulegt er. Michael varði okkur alltaf og nú verjum við hann,“ sagði Corrina. Schumacher keppti í Formúlu 1 á árunum 1991-2006 og 2010-12, fyrir Jordan, Benetton, Ferrari og Mercedes. Enginn hefur unnið heimsmeistaratitil ökuþóra oftar en hann.
Formúla Þýskaland Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira