Tölum um Evrópusambandið Dóra Sif Tynes skrifar 20. september 2021 08:02 Í kosningabaráttunni sem nú stendur yfir hefur lítið verið talað um afstöðu flokka til samtarfs við Evrópuþjóðir, hvort heldur er á grundvelli EES samningsins eða Evrópusambandsins. Það eina sem hefur dregið til tíðinda í þessum efnum er að foringi eins flokks sem flokkaður er til hægri hefur spurt í forundran hvort einhverjum detti ennþá í hug að hafa Evrópusambandsaðild á dagskrá og foringi flokks sem flokkaður er til vinstri hefur spurt hvort slíkt stefnumál yrði forsenda aðildar að ríkisstjórn. EES samningurinn skapar réttindi Samstarf við vinaþjóðir í Evrópu, hvort sem er á grundvelli EES samningsins eða með styrkingu fullveldis með fullri þátttöku í Evrópusambandinu er samt grundvallarmál í íslensku samfélagi. Við njótum réttar til þess að dveljast, starfa og nema innan EES svæðisins, stundum viðskipti, njótum réttinda sem launþegar, stuðlum að umhverfisvernd, berjumst gegn loftslagsvánni, tryggjum réttindi okkar sem neytenda; allt á grundvelli EES samningsins. Almenningur þarf að bíða Það ratar hins vegar ekki oft í umræðuna hér á landi er að stundum vilja þessi réttindi skila sér seint til borgara þessa lands. EES samningurinn byggir nefnilega á því að fyrst þurfa öll EFTA ríkin sem eiga aðild að samningnum sameiginlega að samþykkja að þessi réttindi eigi að rata inn í EES samninginn. Þá á eftir að innleiða þau í íslensk lög með atbeina Alþingis. Þetta hefur haft í för með sér að íslenskur almenningur þarf oft að bíða löngum stundum eftir réttindum sínum. Almenningur í ESB löndum nýtur hins vegar þeirra réttinda að geta þegar í stað byggt á rétti sínum, óháð því hversu vel kerfið heima fyrir er í stakk búið að bregðast við. Í Evrópurétti kallast þetta bein réttaráhrif. Milliliðalaus réttindi strax Bein réttaráhrif, það er, möguleiki almennings á því á því að reiða sig á samevrópskrar reglur og njóta samkvæmt þeim réttindi, er einmitt það sem að þeir aðilar sem mest hafa horn í síðu Evrópusambandsins eru á móti. Einhver myndi kannski spyrja hvort það væri vænlegt til árangurs að reyna sem mest getur að koma í veg fyrir aukin réttindi borgara samfélags. Að þeir, í hinum alþjóðavædda heimi, nytu samskonar réttar og aðrir í þeim heimi án atbeina innlendra valdhafa. Hvaða fullveldi er í húfi? Andstaðan við bein réttaráhrif er hins vegar oft á tíðum falin á bak við hástemmdar fullyrðingar um fullveldi. Þá er hins vegar nauðsynlegt að spyrja – hvaða fullveldi? Fullveldi þeirra sem ráða eða fullveldi einstaklingsins? Þetta er grundvallaratriðið sem ræða þarf þegar við ræðum aðild að Evrópusambandinu og metum kosti þess og galla að halda okkur við EES samninginn þar sem ófullkomnara fullveldi borgaranna á við. Þjóðin ráði för Það er eðli þeirra sem aðhyllast stjórnlyndi að óttast það að almenningur geti sótt réttindi án þess að atbeina þeirra sem telja sig stjórna komi til. Skiptir þá ekki máli hvort vinstri eða hægri stefna er merkimiðinn. Þetta er hins vegar grundvallarmunurinn á aðild að Evrópska efnahagssvæðinu, sem vissulega hefur reynst þjóðinni vel, og fullri aðild að Evrópusambandinu. Þess vegna eigum við aldrei að hætta því að ræða hvort full aðild að Evrópusambandinu væri okkur hagfelldari – að minnsta kosti ekki fyrr en þjóðin hefur haft tækifæri til þess að gefa endanlegt svar. Hún ein á að ráða för. Höfundur er formaður Já Ísland og skipar 10. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Evrópusambandið Utanríkismál Dóra Sif Tynes Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Sjá meira
Í kosningabaráttunni sem nú stendur yfir hefur lítið verið talað um afstöðu flokka til samtarfs við Evrópuþjóðir, hvort heldur er á grundvelli EES samningsins eða Evrópusambandsins. Það eina sem hefur dregið til tíðinda í þessum efnum er að foringi eins flokks sem flokkaður er til hægri hefur spurt í forundran hvort einhverjum detti ennþá í hug að hafa Evrópusambandsaðild á dagskrá og foringi flokks sem flokkaður er til vinstri hefur spurt hvort slíkt stefnumál yrði forsenda aðildar að ríkisstjórn. EES samningurinn skapar réttindi Samstarf við vinaþjóðir í Evrópu, hvort sem er á grundvelli EES samningsins eða með styrkingu fullveldis með fullri þátttöku í Evrópusambandinu er samt grundvallarmál í íslensku samfélagi. Við njótum réttar til þess að dveljast, starfa og nema innan EES svæðisins, stundum viðskipti, njótum réttinda sem launþegar, stuðlum að umhverfisvernd, berjumst gegn loftslagsvánni, tryggjum réttindi okkar sem neytenda; allt á grundvelli EES samningsins. Almenningur þarf að bíða Það ratar hins vegar ekki oft í umræðuna hér á landi er að stundum vilja þessi réttindi skila sér seint til borgara þessa lands. EES samningurinn byggir nefnilega á því að fyrst þurfa öll EFTA ríkin sem eiga aðild að samningnum sameiginlega að samþykkja að þessi réttindi eigi að rata inn í EES samninginn. Þá á eftir að innleiða þau í íslensk lög með atbeina Alþingis. Þetta hefur haft í för með sér að íslenskur almenningur þarf oft að bíða löngum stundum eftir réttindum sínum. Almenningur í ESB löndum nýtur hins vegar þeirra réttinda að geta þegar í stað byggt á rétti sínum, óháð því hversu vel kerfið heima fyrir er í stakk búið að bregðast við. Í Evrópurétti kallast þetta bein réttaráhrif. Milliliðalaus réttindi strax Bein réttaráhrif, það er, möguleiki almennings á því á því að reiða sig á samevrópskrar reglur og njóta samkvæmt þeim réttindi, er einmitt það sem að þeir aðilar sem mest hafa horn í síðu Evrópusambandsins eru á móti. Einhver myndi kannski spyrja hvort það væri vænlegt til árangurs að reyna sem mest getur að koma í veg fyrir aukin réttindi borgara samfélags. Að þeir, í hinum alþjóðavædda heimi, nytu samskonar réttar og aðrir í þeim heimi án atbeina innlendra valdhafa. Hvaða fullveldi er í húfi? Andstaðan við bein réttaráhrif er hins vegar oft á tíðum falin á bak við hástemmdar fullyrðingar um fullveldi. Þá er hins vegar nauðsynlegt að spyrja – hvaða fullveldi? Fullveldi þeirra sem ráða eða fullveldi einstaklingsins? Þetta er grundvallaratriðið sem ræða þarf þegar við ræðum aðild að Evrópusambandinu og metum kosti þess og galla að halda okkur við EES samninginn þar sem ófullkomnara fullveldi borgaranna á við. Þjóðin ráði för Það er eðli þeirra sem aðhyllast stjórnlyndi að óttast það að almenningur geti sótt réttindi án þess að atbeina þeirra sem telja sig stjórna komi til. Skiptir þá ekki máli hvort vinstri eða hægri stefna er merkimiðinn. Þetta er hins vegar grundvallarmunurinn á aðild að Evrópska efnahagssvæðinu, sem vissulega hefur reynst þjóðinni vel, og fullri aðild að Evrópusambandinu. Þess vegna eigum við aldrei að hætta því að ræða hvort full aðild að Evrópusambandinu væri okkur hagfelldari – að minnsta kosti ekki fyrr en þjóðin hefur haft tækifæri til þess að gefa endanlegt svar. Hún ein á að ráða för. Höfundur er formaður Já Ísland og skipar 10. sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík norður.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun