Eldgosið hófst í gær. Þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín og hefur hraunið runnið yfir minnst hundruð heimili. Það var þó áður en nýja gosopið opnaðist. Alls búa 704 í Tacande en samkvæmt spænska miðlinum Diario de Avisos, liggur ekki fyrir hve margir íbúar þurfa að flýja heimili sín.
Í frétt Reuters segir að hægt hafi á hraunflæðinu og sérfræðingar búist við því að hraunið muni renna út í sjó á morgun. Það gæti leitt til sprenginga og mikillar mengunar.
Ekki er vitað til þess að nokkurn hafi sakað vegna eldgossins.
Desde la azotea de mi casa en #LosLlanosdeAridane parece divisarse esa nueva boca en las inmediaciones de #Tacande en #ElPaso. Es la lengua de fuego que hay más al oeste #VolcandeLaPalma pic.twitter.com/rlNAIl1KBg
— Moisés Rodríguez (@moi_rodriguezr) September 20, 2021