Var vallarstarfsmaður fyrir ári síðan en afgreiddi Real Madrid í vikunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. september 2021 11:00 Sebastien Thill fagnar hér sigurmarki sínu fyrir Sheriff Tiraspol á móti Real Madrid á Santiago Bernabeu. EPA-EFE/JUANJO MARTIN Ævintýrabragur er yfir óvæntustu stjörnu Meistaradeildarinnar í vikunni. Sebastien Thill tryggði sér fyrirsagnirnar út um allan heim eftir frábært sigurmark sitt á Santiago Bernabeu leikvanginum á þriðjudagskvöldið. Thill spilar ekki aðeins fyrir lítt þekkta liðið Sheriff Tiraspol heldur kemur hann einnig frá Lúxemborg. Hann varð fyrsti leikmaður þjóðar sinnar til að skora í Meistaradeildinni. Í gær vakti strax athygli að Thill var með húðflúr á fætinum af sjálfum sér að dreyma um Meistaradeildina. Þessi draumur hans varð að veruleika þegar hann skoraði sigurmark Sheriff Tiraspol á móti sigursælasta félaginu í sögu Meistaradeildarinnar. 14 months ago, Sebastien Thill worked as a groundsman while playing semi-professional football.He didn't give up, kept going and turned pro.Yesterday, he scored the game-winner against Real Madrid at the Bernabéu.Dream bigger. pic.twitter.com/UTvz8ApXYB— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) September 29, 2021 Fjölmiðlamenn vildu í framhaldinu á þessu fá að vita meira um þennan 27 ára leikmann og þá kom í ljós að hann er bara nýbúinn að stíga það skref að verða atvinnumaður í fótbolta í fullu starfi. Thill fór fyrst út í atvinnumennsku fyrir ári síðan þegar hann gekk til liðs við rússneska félagið Tambov. Hann fór þangað á láni frá félagi sínu í Lúxemborg, Progrès Niederkorn, sem lánaði hann síðan einnig til Sheriff Tiraspol í vetur. Í viðtali CBS við Thill kom líka í ljós að Progrès Niederkorn var ekki aðeins að missa leikmann þegar hann fór frá félaginu heldur einnig vallarstarfsmann á heimavellinum. Thill var nefnilega hálfatvinnumaður í Lúxemborg og vann á grasvelli félagsins fyrri hluta dags. Í fyrra ákvað hann að reyna fyrir sér sem atvinnumaður og nú ári síðan er hann orðinn stjarna í Meistaradeildinni. Hér fyrir ofan má sjá spjallið við Sebastien Thill. Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Moldóva Lúxemborg Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Sviss - Ísland | Þjóðadeildin hefst gegn EM andstæðingi Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Sjá meira
Thill spilar ekki aðeins fyrir lítt þekkta liðið Sheriff Tiraspol heldur kemur hann einnig frá Lúxemborg. Hann varð fyrsti leikmaður þjóðar sinnar til að skora í Meistaradeildinni. Í gær vakti strax athygli að Thill var með húðflúr á fætinum af sjálfum sér að dreyma um Meistaradeildina. Þessi draumur hans varð að veruleika þegar hann skoraði sigurmark Sheriff Tiraspol á móti sigursælasta félaginu í sögu Meistaradeildarinnar. 14 months ago, Sebastien Thill worked as a groundsman while playing semi-professional football.He didn't give up, kept going and turned pro.Yesterday, he scored the game-winner against Real Madrid at the Bernabéu.Dream bigger. pic.twitter.com/UTvz8ApXYB— CBS Sports Golazo (@CBSSportsGolazo) September 29, 2021 Fjölmiðlamenn vildu í framhaldinu á þessu fá að vita meira um þennan 27 ára leikmann og þá kom í ljós að hann er bara nýbúinn að stíga það skref að verða atvinnumaður í fótbolta í fullu starfi. Thill fór fyrst út í atvinnumennsku fyrir ári síðan þegar hann gekk til liðs við rússneska félagið Tambov. Hann fór þangað á láni frá félagi sínu í Lúxemborg, Progrès Niederkorn, sem lánaði hann síðan einnig til Sheriff Tiraspol í vetur. Í viðtali CBS við Thill kom líka í ljós að Progrès Niederkorn var ekki aðeins að missa leikmann þegar hann fór frá félaginu heldur einnig vallarstarfsmann á heimavellinum. Thill var nefnilega hálfatvinnumaður í Lúxemborg og vann á grasvelli félagsins fyrri hluta dags. Í fyrra ákvað hann að reyna fyrir sér sem atvinnumaður og nú ári síðan er hann orðinn stjarna í Meistaradeildinni. Hér fyrir ofan má sjá spjallið við Sebastien Thill.
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Moldóva Lúxemborg Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Sviss - Ísland | Þjóðadeildin hefst gegn EM andstæðingi Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Sjá meira