Fimm mörk og tvö rauð spjöld er Spartak Moscow lagði Napoli Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 30. september 2021 19:01 Quincy Promes skoraði tvö mörk fyrir Spartak Moscow í kvöld. MB Media/Getty Images Í dag og kvöld eru leiknair alls 16 leikir í Evrópudeildinni í knattspyrnu og nú er átta þeirra lokið. Franska liðið Lyon vann öruggan 3-0 sigur gegn Brøndby frá Danmörku í A-riðli og Spartak Moscow vann góðan 3-2 sigur gegn Napoli í C-riðli svo eitthvað sé nefnt. Karl Toko Ekambi skoraði tvö mörk með stuttu millibili í seinni hálfleik fyrir Lyon áður en Houssem Aouar tryggði liðinu öruggan 3-0 sigur. Lyon er á toppi A-riðils með sex stig eftir tvo leiki, tveim stigum fyrir ofan Sparta Prague sem vann góðan 1-0 sigur gegn Steven Gerrard og lærisveinum hans í Rangers í dag. Í B-riðli vann hollenska liðið PSV Eindhoven 4-1 sigur gegn Sturm Graz á sama tíma og Real Sociedad gerði 1-1 jafntefli á móti Monaco. Rússneska liðið Spartak Moscow vann frækinn 3-2 sigur gegn Napoli frá Ítalíu í C-riðli þar sem að tvö rauð spjöld fóru á loft. Eljif Elmas kom Napoli í 1-0 strax á fyrstu mínútu leiksins áður en liðsfélagi hans, Mario Rui, fékk beint rautt spjald eftir rétt tæplega hálftíma leik. Rússarnir jöfnuðu leikinn á 55. mínútu með marki frá Quincy Promes áður en Mikhail Ignatov kom liðinu í 2-1 forystu tíu mínútum fyrir leikslok. Maximiliano Caufriez fékk sitt annað gula spjald, og þar með rautt, á 82. mínútu, og því var jafnt í liðum fyrir lokamínútur leiksins. Quincy Promes skoraði sitt annað mark á 90. mínútu, og tryggði þar með Spartak sigurinn. Victor Osimhen klóraði í bakkann á fjórðu mínútu uppbótartíma, og niðurstaðan því 3-2. Úrslit dagsins A-riðill Lyon 3-0 Brøndby Sparta Prague 1-0 Rangers B-riðill Real Sociedad 1-1 Monaco Sturm Graz 1-4 PSV Eindhoven C-riðill Legia Warsawa 1-0 Leicester Napoli 2-3 Spartak Moscow D-riðill Fenerbache 0-3 Olympiacos Royal Antwerp 0-1 Eintracht Frankfurt Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Leicester enn án sigurs í Evrópudeildinni Ensku bikarmeistararnir í Leicester City eru enn án sigurs í Evrópudeildinni eftir 1-0 tap gegn pólska liðinu Legia Varsjá. 30. september 2021 18:38 Mest lesið Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Fleiri fréttir Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Sjá meira
Karl Toko Ekambi skoraði tvö mörk með stuttu millibili í seinni hálfleik fyrir Lyon áður en Houssem Aouar tryggði liðinu öruggan 3-0 sigur. Lyon er á toppi A-riðils með sex stig eftir tvo leiki, tveim stigum fyrir ofan Sparta Prague sem vann góðan 1-0 sigur gegn Steven Gerrard og lærisveinum hans í Rangers í dag. Í B-riðli vann hollenska liðið PSV Eindhoven 4-1 sigur gegn Sturm Graz á sama tíma og Real Sociedad gerði 1-1 jafntefli á móti Monaco. Rússneska liðið Spartak Moscow vann frækinn 3-2 sigur gegn Napoli frá Ítalíu í C-riðli þar sem að tvö rauð spjöld fóru á loft. Eljif Elmas kom Napoli í 1-0 strax á fyrstu mínútu leiksins áður en liðsfélagi hans, Mario Rui, fékk beint rautt spjald eftir rétt tæplega hálftíma leik. Rússarnir jöfnuðu leikinn á 55. mínútu með marki frá Quincy Promes áður en Mikhail Ignatov kom liðinu í 2-1 forystu tíu mínútum fyrir leikslok. Maximiliano Caufriez fékk sitt annað gula spjald, og þar með rautt, á 82. mínútu, og því var jafnt í liðum fyrir lokamínútur leiksins. Quincy Promes skoraði sitt annað mark á 90. mínútu, og tryggði þar með Spartak sigurinn. Victor Osimhen klóraði í bakkann á fjórðu mínútu uppbótartíma, og niðurstaðan því 3-2. Úrslit dagsins A-riðill Lyon 3-0 Brøndby Sparta Prague 1-0 Rangers B-riðill Real Sociedad 1-1 Monaco Sturm Graz 1-4 PSV Eindhoven C-riðill Legia Warsawa 1-0 Leicester Napoli 2-3 Spartak Moscow D-riðill Fenerbache 0-3 Olympiacos Royal Antwerp 0-1 Eintracht Frankfurt Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
A-riðill Lyon 3-0 Brøndby Sparta Prague 1-0 Rangers B-riðill Real Sociedad 1-1 Monaco Sturm Graz 1-4 PSV Eindhoven C-riðill Legia Warsawa 1-0 Leicester Napoli 2-3 Spartak Moscow D-riðill Fenerbache 0-3 Olympiacos Royal Antwerp 0-1 Eintracht Frankfurt
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Leicester enn án sigurs í Evrópudeildinni Ensku bikarmeistararnir í Leicester City eru enn án sigurs í Evrópudeildinni eftir 1-0 tap gegn pólska liðinu Legia Varsjá. 30. september 2021 18:38 Mest lesið Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Fleiri fréttir Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Sjá meira
Leicester enn án sigurs í Evrópudeildinni Ensku bikarmeistararnir í Leicester City eru enn án sigurs í Evrópudeildinni eftir 1-0 tap gegn pólska liðinu Legia Varsjá. 30. september 2021 18:38