Kvikmynda- og þáttagerð í Hollywood gæti stöðvast Kjartan Kjartansson skrifar 4. október 2021 23:21 Poppvélarnar þagna. Mögulegt verkfall starfsmanna í kvikmyndaiðnaði gæti haft ófyrirséð áhrif. Vísir/Getty Nær öll kvikmynda- og þáttagerð í Bandaríkjunum gæti stöðvast komi til verkfalls fleiri en 50.000 starfsmanna í kvikmyndabransanum. Stéttarfélag þeirra samþykkti vinnustöðvun sem gæti orðið sú stærsta frá því í síðari heimstyrjöldinni. Starfsfólk i kvikmyndaiðnaði sem tilheyrir Alþjóðlegu bandalagi leikhús- og sviðsstarfsmanna (IATSE) er langþreytt á löngum vinnudögum með lítilli sem engri hvíld eða matarhléum sem hægt er að ganga að sem vísum. Upp úr viðræðum félagsins og Bandalags kvikmynda- og sjónvarpsframleiðenda slitnaði í síðasta mánuði. Því samþykktu 98% félagsmanna heimild til að boða til verkfalls í atkvæðagreiðslu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Í félaginu eru meðal annars kvikmyndatökumenn, leikmunahönnuðir, hárgreiðslufólk og fleiri. Ekki er öruggt að til verkfalls komi en verði sú raunin gæti það haft gríðarleg áhrif á iðnaðinn. Síðast gerðist það þegar handritshöfundar fóru í verkfall árið 2007 til 2008. Stéttarfélagið krefst betri vinnuaðstæðna og sanngjarnari launa frá streymisveitum eins og Netflix og Amazon. BBC segir að félagsmenn segi frá fimmtán klukkustunda vinnudögum og að þeir vinni meira en sjötíu til áttatíu tíma á viku. Algengt sé að í lok langrar vinnuviku sé fólk látið mæta síðdegis eða að kvöldi föstudags og vinna fram undir morgun á laugardag. Bíó og sjónvarp Kjaramál Bandaríkin Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Starfsfólk i kvikmyndaiðnaði sem tilheyrir Alþjóðlegu bandalagi leikhús- og sviðsstarfsmanna (IATSE) er langþreytt á löngum vinnudögum með lítilli sem engri hvíld eða matarhléum sem hægt er að ganga að sem vísum. Upp úr viðræðum félagsins og Bandalags kvikmynda- og sjónvarpsframleiðenda slitnaði í síðasta mánuði. Því samþykktu 98% félagsmanna heimild til að boða til verkfalls í atkvæðagreiðslu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Í félaginu eru meðal annars kvikmyndatökumenn, leikmunahönnuðir, hárgreiðslufólk og fleiri. Ekki er öruggt að til verkfalls komi en verði sú raunin gæti það haft gríðarleg áhrif á iðnaðinn. Síðast gerðist það þegar handritshöfundar fóru í verkfall árið 2007 til 2008. Stéttarfélagið krefst betri vinnuaðstæðna og sanngjarnari launa frá streymisveitum eins og Netflix og Amazon. BBC segir að félagsmenn segi frá fimmtán klukkustunda vinnudögum og að þeir vinni meira en sjötíu til áttatíu tíma á viku. Algengt sé að í lok langrar vinnuviku sé fólk látið mæta síðdegis eða að kvöldi föstudags og vinna fram undir morgun á laugardag.
Bíó og sjónvarp Kjaramál Bandaríkin Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira