„Honum finnst hann vera bestur og mér finnst ég vera bestur“ Sindri Sverrisson skrifar 7. október 2021 08:01 Elías Rafn Ólafsson varð mark Íslands gegn Grikklandi í undankeppni EM U21-landsliða í síðasta mánuði. Nú er hann kominn upp í A-landsliðið eftir magnaðar vikur í Danmörku. VÍSIR/BÁRA Markvörðurinn ungi Elías Rafn Ólafsson gæti mögulega spilað sinn fyrsta A-landsleik þegar Ísland mætir Armeníu annað kvöld í undankeppni HM. Hann á í harðri samkeppni í landsliðinu sem og hjá Midtjylland sem er á toppi dönsku úrvalsdeildarinnar. Elías hefur haldið marki Midtjylland hreinu í fyrstu fimm deildarleikjum sínum fyrir félagið og var valinn leikmaður septembermánaðar í dönsku úrvalsdeildinni. Síðustu vikur hafa því verið ævintýri líkastar hjá þessum 21 árs gamla fyrrverandi landsliðsmanni í blaki. „Maður heldur sér bara niðri á jörðinni og er auðmjúkur í öllu. En þetta er búinn að vera alvöru mánuður og það er gaman að því. Ég get ekki kvartað yfir neinu. Þetta hefur verið draumi líkast,“ segir Elías. Líkt og í landsliðinu þarf hann að hafa mikið fyrir því að fá að byrja leikina hjá Midtjylland nú þegar Jonas Lössl, varamarkvörður danska landsliðsins og fyrrverandi leikmaður Everton og Huddersfield, er klár í slaginn á ný eftir meiðsli. „Þetta er að sjálfsögðu þannig að honum finnst hann vera bestur og mér finnst ég vera bestur. Við erum bara í góðri samkeppni, sem er mjög hollt. Þetta verður bara að koma í ljós á næstu vikum,“ segir Elías. Elías Rafn Ólafsson hefur varið mark Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni og Evrópudeildinni undanfarnar vikur, með glæsibrag.Getty/Jose Manuel Alvarez Klár í að mæta Armeníu Elías var annar tveggja leikmanna Íslands á blaðamannafundi í gær en sagðist þá ekki hafa fengið nein skilaboð um að hann yrði aðalmarkvörður liðsins gegn Armeníu. „Nei, ekki enn þá. Það er náttúrulega undir Adda og Eiði [Arnari Þór Viðarssyni og Eiði Smára Guðjohnsen] komið hvernig byrjunarliðinu verður stillt upp. Þetta er bara í fyrsta sinn sem ég er í A-landsliðshóp í keppnisleik. Maður er bara þolinmóður. Ef kallið kemur er ég auðvitað klár en svo erum við með flotta markmenn í Patta og Rúnari. Þetta er bara val sem að þjálfararnir þurfa að taka,“ segir Elías. Hann varði mark U21-landsliðsins í síðasta mánuði en er kominn í A-landsliðið eftir að Hannes Þór Halldórsson lagði landsliðstreyjuna á hilluna. Rúnar Alex Rúnarsson stóð í marki Íslands í tveimur leikjum í síðasta landsleikjaglugga. Patrik Sigurður Gunnarsson er þriðji markvörðurinn í hópnum núna en hann hafði betur í baráttunni við Elías um sæti í byrjunarliði U21-landsliðsins sem lék í lokakeppni EM í vor. „Við erum allir góðir vinir og það er bara hollt að hafa samkeppni um stöður. Það er bara gaman að vinna með þessum strákum,“ sagði Elías. Ísland mætir Armeníu á morgun, föstudag, klukkan 18:45 og svo Liechtenstein á mánudag á sama tíma. Báðir leikirnir eru á Laugardalsvelli. HM 2022 í Katar Danski boltinn Tengdar fréttir Hrósa Arnari og Eiði Smára fyrir mannlegu samskiptin Elías Rafn Ólafsson og Þórir Jóhann Helgason eru nýkomnir í íslenska A-landsliðið en þeir komu fram fyrir hönd íslenska landsliðshópsins á fjarfundi með íslenska blaðamönnum í dag. 6. október 2021 15:46 Svona var blaðamannafundur KSÍ með Elíasi og Þóri Tveir leikmenn íslenska karlalandsliðsins í fótbolta svöruðu spurningum fjölmiðlamanna á rafrænum blaðamannafundi í dag í aðdraganda næstu leikja í undankeppni HM. 6. október 2021 14:32 Þjálfari Midtjylland segist vera með tvo bestu markverði deildarinnar í sínum röðum Bo Henriksen segir lið sitt vera með tvo bestu markverði dönsku úrvalsdeildarinnar, þá Elías Rafn Ólafsson og Jonas Lössl. Sá síðarnefndi er ekki enn orðinn leikfær að mati Bo en þegar það gerist verður ákvörðun tekin leik fyrir leik um hvor mun standa í markinu. 4. október 2021 21:31 Lék A-landsleiki í blaki áður en hann valdi fótboltann Elías Rafn Ólafsson, markvörður danska úrvalsdeildarliðsins Midtjylland og U-21 árs landsliðsins, á sér bakgrunn í öðrum íþróttum en fótbolta og á meira að segja A-landsleiki í blaki á ferilskránni. 29. september 2021 11:01 Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira
Elías hefur haldið marki Midtjylland hreinu í fyrstu fimm deildarleikjum sínum fyrir félagið og var valinn leikmaður septembermánaðar í dönsku úrvalsdeildinni. Síðustu vikur hafa því verið ævintýri líkastar hjá þessum 21 árs gamla fyrrverandi landsliðsmanni í blaki. „Maður heldur sér bara niðri á jörðinni og er auðmjúkur í öllu. En þetta er búinn að vera alvöru mánuður og það er gaman að því. Ég get ekki kvartað yfir neinu. Þetta hefur verið draumi líkast,“ segir Elías. Líkt og í landsliðinu þarf hann að hafa mikið fyrir því að fá að byrja leikina hjá Midtjylland nú þegar Jonas Lössl, varamarkvörður danska landsliðsins og fyrrverandi leikmaður Everton og Huddersfield, er klár í slaginn á ný eftir meiðsli. „Þetta er að sjálfsögðu þannig að honum finnst hann vera bestur og mér finnst ég vera bestur. Við erum bara í góðri samkeppni, sem er mjög hollt. Þetta verður bara að koma í ljós á næstu vikum,“ segir Elías. Elías Rafn Ólafsson hefur varið mark Midtjylland í dönsku úrvalsdeildinni og Evrópudeildinni undanfarnar vikur, með glæsibrag.Getty/Jose Manuel Alvarez Klár í að mæta Armeníu Elías var annar tveggja leikmanna Íslands á blaðamannafundi í gær en sagðist þá ekki hafa fengið nein skilaboð um að hann yrði aðalmarkvörður liðsins gegn Armeníu. „Nei, ekki enn þá. Það er náttúrulega undir Adda og Eiði [Arnari Þór Viðarssyni og Eiði Smára Guðjohnsen] komið hvernig byrjunarliðinu verður stillt upp. Þetta er bara í fyrsta sinn sem ég er í A-landsliðshóp í keppnisleik. Maður er bara þolinmóður. Ef kallið kemur er ég auðvitað klár en svo erum við með flotta markmenn í Patta og Rúnari. Þetta er bara val sem að þjálfararnir þurfa að taka,“ segir Elías. Hann varði mark U21-landsliðsins í síðasta mánuði en er kominn í A-landsliðið eftir að Hannes Þór Halldórsson lagði landsliðstreyjuna á hilluna. Rúnar Alex Rúnarsson stóð í marki Íslands í tveimur leikjum í síðasta landsleikjaglugga. Patrik Sigurður Gunnarsson er þriðji markvörðurinn í hópnum núna en hann hafði betur í baráttunni við Elías um sæti í byrjunarliði U21-landsliðsins sem lék í lokakeppni EM í vor. „Við erum allir góðir vinir og það er bara hollt að hafa samkeppni um stöður. Það er bara gaman að vinna með þessum strákum,“ sagði Elías. Ísland mætir Armeníu á morgun, föstudag, klukkan 18:45 og svo Liechtenstein á mánudag á sama tíma. Báðir leikirnir eru á Laugardalsvelli.
HM 2022 í Katar Danski boltinn Tengdar fréttir Hrósa Arnari og Eiði Smára fyrir mannlegu samskiptin Elías Rafn Ólafsson og Þórir Jóhann Helgason eru nýkomnir í íslenska A-landsliðið en þeir komu fram fyrir hönd íslenska landsliðshópsins á fjarfundi með íslenska blaðamönnum í dag. 6. október 2021 15:46 Svona var blaðamannafundur KSÍ með Elíasi og Þóri Tveir leikmenn íslenska karlalandsliðsins í fótbolta svöruðu spurningum fjölmiðlamanna á rafrænum blaðamannafundi í dag í aðdraganda næstu leikja í undankeppni HM. 6. október 2021 14:32 Þjálfari Midtjylland segist vera með tvo bestu markverði deildarinnar í sínum röðum Bo Henriksen segir lið sitt vera með tvo bestu markverði dönsku úrvalsdeildarinnar, þá Elías Rafn Ólafsson og Jonas Lössl. Sá síðarnefndi er ekki enn orðinn leikfær að mati Bo en þegar það gerist verður ákvörðun tekin leik fyrir leik um hvor mun standa í markinu. 4. október 2021 21:31 Lék A-landsleiki í blaki áður en hann valdi fótboltann Elías Rafn Ólafsson, markvörður danska úrvalsdeildarliðsins Midtjylland og U-21 árs landsliðsins, á sér bakgrunn í öðrum íþróttum en fótbolta og á meira að segja A-landsleiki í blaki á ferilskránni. 29. september 2021 11:01 Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira
Hrósa Arnari og Eiði Smára fyrir mannlegu samskiptin Elías Rafn Ólafsson og Þórir Jóhann Helgason eru nýkomnir í íslenska A-landsliðið en þeir komu fram fyrir hönd íslenska landsliðshópsins á fjarfundi með íslenska blaðamönnum í dag. 6. október 2021 15:46
Svona var blaðamannafundur KSÍ með Elíasi og Þóri Tveir leikmenn íslenska karlalandsliðsins í fótbolta svöruðu spurningum fjölmiðlamanna á rafrænum blaðamannafundi í dag í aðdraganda næstu leikja í undankeppni HM. 6. október 2021 14:32
Þjálfari Midtjylland segist vera með tvo bestu markverði deildarinnar í sínum röðum Bo Henriksen segir lið sitt vera með tvo bestu markverði dönsku úrvalsdeildarinnar, þá Elías Rafn Ólafsson og Jonas Lössl. Sá síðarnefndi er ekki enn orðinn leikfær að mati Bo en þegar það gerist verður ákvörðun tekin leik fyrir leik um hvor mun standa í markinu. 4. október 2021 21:31
Lék A-landsleiki í blaki áður en hann valdi fótboltann Elías Rafn Ólafsson, markvörður danska úrvalsdeildarliðsins Midtjylland og U-21 árs landsliðsins, á sér bakgrunn í öðrum íþróttum en fótbolta og á meira að segja A-landsleiki í blaki á ferilskránni. 29. september 2021 11:01