Fjölgar í einangrun en fækkar í sóttkví á Akureyri Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. október 2021 11:37 Hópsýking á Akureyri hefur sett sinn svip á bæinn að undanförnu. Vísir/Tryggvi Páll 116 manns eru í einangrun á Akureyri vegna Covid-19. Þeir sem eru í sóttkví fækkar hins vegar verulega á milli daga. Langflestir af þeim eru í sóttkví í bænum eru nemendur eða starfsfólk grunnskóla. Alls fjölgaði þeim sem greinst hafa með Covid-19 á Norðurlandi eystra um sautján á milli daga. 144 eru í einangrun á svæðinu, þar af 116 á Akureyri og 22 á Húsavík og Þingeyjarsveit. Töluverður fjöldi losnaði hins vegar úr sóttkví á milli daga. Tekin voru tæplega sjö hundruð sýni á Akureyri í gær og fækkaði þeim sem var í sóttkví á Norðurlandi eystra um 327 á milli daga. 941 er í sóttkví, þar af 818 á Akureyri. Skýringin á þessari talsverðu fækkunar einstaklinga í sóttkví skýrist af því að fjöldi grunnskólabarna sem fór í sóttkví í síðustu viku fór í skimun í gær, til þess að losna úr sóttkví. Er því búist við áframhaldandi eril í sýnatöku á Akureyri. Af þeim sökum verður opið lengur í sýnatöku þar, eða til klukkan fimmtán í dag. Þá verður einnig opið í sýnatöku á Húsavík um helgina. Hópsýkingin á Akureyri, sem einkum hefur verið tengd við grunnskólana í bænum, hefur sett sinn svip á skólastarfið. Á vef Akureyrarbæjar kemur fram að 62 nemendur og níu starfsmenn í grunnskólum bæjarins séu í einangrun með Covid-19. Þá er eitt barn í leikskólum bæjarins í einangrun, en 43 börn og starfsmenn í sóttkví. Akureyri Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grunnskólar Leikskólar Skóla - og menntamál Þingeyjarsveit Norðurþing Tengdar fréttir Þurfa aftur í sjö daga sóttkví eftir einn dag í skólanum Átta nemendur í fjórða bekk Brekkuskóla á Akureyri þurfa aftur í sjö daga sóttkví eftir að hafa náð einum degi í skólanum í gær, að lokinni sjö daga sóttkví. 7. október 2021 13:39 Vona að skýr skilaboð smitrakningarteymisins skili eðlilegu skólastarfi eftir helgi Skólastjórnendur á Akureyri vonast til þess að skólastarf geti farið að vera með eðlilegum hætti undir lok vikunnar eða í byrjun næstu viku eftir Covid-19 hópsýkingu sem blossað hefur upp í bænum. Skýr skilaboð frá smitrakningarteyminu skýri þann mikla fjölda sem er í sóttkví á svæðinu. 6. október 2021 13:30 Mest lesið Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Sögð hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Fleiri fréttir Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Sögð hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Sjá meira
Alls fjölgaði þeim sem greinst hafa með Covid-19 á Norðurlandi eystra um sautján á milli daga. 144 eru í einangrun á svæðinu, þar af 116 á Akureyri og 22 á Húsavík og Þingeyjarsveit. Töluverður fjöldi losnaði hins vegar úr sóttkví á milli daga. Tekin voru tæplega sjö hundruð sýni á Akureyri í gær og fækkaði þeim sem var í sóttkví á Norðurlandi eystra um 327 á milli daga. 941 er í sóttkví, þar af 818 á Akureyri. Skýringin á þessari talsverðu fækkunar einstaklinga í sóttkví skýrist af því að fjöldi grunnskólabarna sem fór í sóttkví í síðustu viku fór í skimun í gær, til þess að losna úr sóttkví. Er því búist við áframhaldandi eril í sýnatöku á Akureyri. Af þeim sökum verður opið lengur í sýnatöku þar, eða til klukkan fimmtán í dag. Þá verður einnig opið í sýnatöku á Húsavík um helgina. Hópsýkingin á Akureyri, sem einkum hefur verið tengd við grunnskólana í bænum, hefur sett sinn svip á skólastarfið. Á vef Akureyrarbæjar kemur fram að 62 nemendur og níu starfsmenn í grunnskólum bæjarins séu í einangrun með Covid-19. Þá er eitt barn í leikskólum bæjarins í einangrun, en 43 börn og starfsmenn í sóttkví.
Akureyri Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grunnskólar Leikskólar Skóla - og menntamál Þingeyjarsveit Norðurþing Tengdar fréttir Þurfa aftur í sjö daga sóttkví eftir einn dag í skólanum Átta nemendur í fjórða bekk Brekkuskóla á Akureyri þurfa aftur í sjö daga sóttkví eftir að hafa náð einum degi í skólanum í gær, að lokinni sjö daga sóttkví. 7. október 2021 13:39 Vona að skýr skilaboð smitrakningarteymisins skili eðlilegu skólastarfi eftir helgi Skólastjórnendur á Akureyri vonast til þess að skólastarf geti farið að vera með eðlilegum hætti undir lok vikunnar eða í byrjun næstu viku eftir Covid-19 hópsýkingu sem blossað hefur upp í bænum. Skýr skilaboð frá smitrakningarteyminu skýri þann mikla fjölda sem er í sóttkví á svæðinu. 6. október 2021 13:30 Mest lesið Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Óttast að mörg hundruð séu látin Erlent Sögð hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Fleiri fréttir Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Sögð hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Sjá meira
Þurfa aftur í sjö daga sóttkví eftir einn dag í skólanum Átta nemendur í fjórða bekk Brekkuskóla á Akureyri þurfa aftur í sjö daga sóttkví eftir að hafa náð einum degi í skólanum í gær, að lokinni sjö daga sóttkví. 7. október 2021 13:39
Vona að skýr skilaboð smitrakningarteymisins skili eðlilegu skólastarfi eftir helgi Skólastjórnendur á Akureyri vonast til þess að skólastarf geti farið að vera með eðlilegum hætti undir lok vikunnar eða í byrjun næstu viku eftir Covid-19 hópsýkingu sem blossað hefur upp í bænum. Skýr skilaboð frá smitrakningarteyminu skýri þann mikla fjölda sem er í sóttkví á svæðinu. 6. október 2021 13:30