Óvissustig er þó enn í gildi þar sem hreinsunarstarfi eftir mikið skriðufall á svæðinu er ekki lokið auk þess sem að vegurinn um svæðið er viðkvæmur.
Í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra segir að ofanflóðavakt Veðurstofunnar telju ekki lengur ástæðu til viðbúnaðar vegna skriðuhættu í Útkinn. Góð veðurspá sé næstu daga.
Vegurinn um svæðið hefur verið opnaður fyrir almenna umferð en eru vegfarendur hvattir til að fara varlega, vegna viðkvæms ástands vegarins.