Í kaffispjalli um helgar er rætt við fólk í ólíkum störfum. Við spyrjum alltaf um það hvenær fólk vaknar á morgnana, hvað er það fyrsta sem það gerir þá og hvenær fer fólk að sofa. Við spyrjum líka um skipulagið og helstu verkefnin í vinnunni.
Hvenær vaknar þú á morgnana?
„Ég vakna yfirleitt milli klukkan sjö og og átt á morgnana enda gott að byrja daginn snemma.“
Hvað er það fyrsta sem þú gerir á morgnana?
„Ég byrja morgnana á að fara í ræktina, þá fer maður ferskur inn í daginn.“
Þegar þú varst lítill….hvað ætlaðir þú þá að verða þegar þú yrðir stór?
Ég vildi verða atvinnumaður í fótbolta en svo einhvern veginn datt ég inn í veitingargeirann og þaðan í skemmtanahald en skemmtanahald höfðaði meira til mín.“

Í hvaða verkefni ertu að vinna helst í þessa dagana?
Þessa dagana er ég einna helst að vinna í Pablo Discobar sem við opnuðum seinustu helgi eftir langa fjarveru með öllu tilheyrandi; tvöfalt stærri og tvöfalt skemmtilegri.
Ég hvet því alla dansþyrsta landsmenn til að rífa fram glimmer gallann, dusta rykið af dansskónum og skella sér á Pablo Discobar.
En svo er ég einnig með viðburðarfyrirtækið Volume sem er þunga miðja Íslensku raftónlistar senunnar.
Volume heldur reglulega klúbbakvöld og aðstoðar listamenn við að koma sér á framfæri hér heima sem og erlendis. Volume rekur einnig green screen og podcast studio svo eitthvað sé nefnt.“
Hvernig skipuleggur þú þig í vinnu?
„Það fer virkilega eftir verkefninu en yfirleitt set ég verkefnið upp í google sheets og fæ góða yfirsýn yfir verkefnið. Út frá því getur maður haldið utan um alla kanta á verkefninu.“
Hvenær ferðu að sofa á kvöldin?
„Ég yfirleitt að sofa í kringum miðnætti. Góður svefn er mikilvægur fyrir líkama og sál.“