Þá segir aðstoðaryfirlögregluþjónn að því lengur sem skemmtistaðir séu opnir - því verra verði ástandið. Nóttin hjá lögreglu var afar erilssöm og fimm líkamsárásarmál eru til rannsóknar eftir nóttina.
Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn er í dag en sálfræðingur hjá embætti landlæknis segir mikilvægt að bæta aðgengi að geðheilbrigðismálum, ekki síst fyrir ungmenni sem hafi komið verr út úr heimsfaraldrinum en aðrir.
Bjórunnendur geta farið að láta sig hlakka til því nú er í undirbúningi risa bjórhátíð í Hveragerði þar sem nýr ostabjór verður meðal annars kynntur.
Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12.