Berglind Björg var í byrjunarliði Hammarby líkt og Hallbera Guðný hjá liði AIK.
Hammarby leiddi með einu marki gegn engu í leikhléi og tvöfölduðu forystuna snemma í síðari hálfleik. AIK náði að minnka muninn í 2-1 á 57.mínútu.
Sex mínútum síðar kom Berglind sér á markalistann og kom Hammarby í 3-1. Heimakonur bættu við einu marki úr vítaspyrnu áður en yfir lauk og lokatölur því 4-1 fyrir Hammarby.
Berglind Björg og stöllur hennar sigla lygnan sjó um miðja deild á meðan Hallbera Guðný og stöllur hennar eru í harðri fallbaráttu.