Ekki þjóðhættulegt að hækka lágmarkslaun Flosi Eiríksson skrifar 14. október 2021 15:00 Nú á dögum var tilkynntur vinningshafi nóbelsverðlauna í hagfræði þetta árið. Þrír fræðimenn deila með sér verðlaununum en rannsóknir þeirra tengjast með ákveðnum hætti. Það er ekki alltaf gott fyrir leikmenn að átta sig á því sem hagfræðirannsóknir fjalla um eða verið er að verðlauna fyrir. Þetta árið er það svo að verðlaunaefnið er afar skýrt. Hagfræðingurinn David Card sýndi fram á það árið 1994 að það að hækka lágmarkslaun á skyndibitastöðum leiddi ekki til aukins atvinnuleysis, þvert á ríkjandi kenningar þess tíma. Með því að bera saman tvö sambærileg svæði í Bandaríkjunum var sýnt fram á að það sem lengi hefur verið samþykkt sem „viðurkennd sannindi“ á ekki við hagfræðileg rök að styðjast. Reyndin er sú störfum fjölgaði þar sem lágmarkslaunin voru hækkuð. Við könnumst afar vel við þá trúarsetningu atvinnurekenda og samtaka þeirra hér á landi í umræðum um kjaramál að það sé þjóðhættulegt að hækka lægstu launin, þá aukist atvinnuleysi gífurlega og gott ef þjóðfélagið riði ekki meira og minna til falls í þeirri mynd sem við þekkjum. Forystufólk í verkalýðshreyfingunni sem talar fyrir bættum kjörum láglaunafólks er úthrópað og sakað um skipulagða skemmdarverkastarfsemi, og gerðar upp alls konar illar kenndir. Ekki verður mikið vart við efnislega umræðu um þessi úrlausnarefni eða það að fylgjast með nýjum hugmyndum og niðurstöðum rannsókna á sviði hagfræði og fleiri greina í samfélagsumræðunni. Mikið væri nú gaman að sjá faglega umræðu um þessi stóru viðfangsefni í okkar samfélagi, að við ræðum um það hvernig við getum bætt kjör og tryggt stórum hópum mannsæmandi lífskjör. Slík umræða kallar reyndar á að fólk sé tilbúið að endurskoða ýmsar gamlar ,,kreddur“ og nálgast verkefnin á nýjan hátt. Kannski er það óraunhæf bjartsýni að vona að það sé hægt. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flosi Eiríksson Vinnumarkaður Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Nú á dögum var tilkynntur vinningshafi nóbelsverðlauna í hagfræði þetta árið. Þrír fræðimenn deila með sér verðlaununum en rannsóknir þeirra tengjast með ákveðnum hætti. Það er ekki alltaf gott fyrir leikmenn að átta sig á því sem hagfræðirannsóknir fjalla um eða verið er að verðlauna fyrir. Þetta árið er það svo að verðlaunaefnið er afar skýrt. Hagfræðingurinn David Card sýndi fram á það árið 1994 að það að hækka lágmarkslaun á skyndibitastöðum leiddi ekki til aukins atvinnuleysis, þvert á ríkjandi kenningar þess tíma. Með því að bera saman tvö sambærileg svæði í Bandaríkjunum var sýnt fram á að það sem lengi hefur verið samþykkt sem „viðurkennd sannindi“ á ekki við hagfræðileg rök að styðjast. Reyndin er sú störfum fjölgaði þar sem lágmarkslaunin voru hækkuð. Við könnumst afar vel við þá trúarsetningu atvinnurekenda og samtaka þeirra hér á landi í umræðum um kjaramál að það sé þjóðhættulegt að hækka lægstu launin, þá aukist atvinnuleysi gífurlega og gott ef þjóðfélagið riði ekki meira og minna til falls í þeirri mynd sem við þekkjum. Forystufólk í verkalýðshreyfingunni sem talar fyrir bættum kjörum láglaunafólks er úthrópað og sakað um skipulagða skemmdarverkastarfsemi, og gerðar upp alls konar illar kenndir. Ekki verður mikið vart við efnislega umræðu um þessi úrlausnarefni eða það að fylgjast með nýjum hugmyndum og niðurstöðum rannsókna á sviði hagfræði og fleiri greina í samfélagsumræðunni. Mikið væri nú gaman að sjá faglega umræðu um þessi stóru viðfangsefni í okkar samfélagi, að við ræðum um það hvernig við getum bætt kjör og tryggt stórum hópum mannsæmandi lífskjör. Slík umræða kallar reyndar á að fólk sé tilbúið að endurskoða ýmsar gamlar ,,kreddur“ og nálgast verkefnin á nýjan hátt. Kannski er það óraunhæf bjartsýni að vona að það sé hægt. Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun