Grænar hindranir Svavar Halldórsson skrifar 15. október 2021 07:00 Flestir stjórnmálaflokkar virðast sammála um að framtíð Íslands sé best borgið með áherslu á sjálfbærni og græna atvinnuuppbyggingu. Ekki er raunverulegur ágreiningur um að hraða skuli orkuskiptum í samgöngum; byrja á bifreiðum, svo vinnuvélum, skipum og flugvélum, eftir því sem tækninni fleygir fram. Spurning er ekki hvort, heldur hvenær, allar samgöngur á Íslandi verða umhverfisvænar. Verðmæti úr hugviti Nýverið vöktu Samtök iðnaðarins athygli á því að áframhaldandi hagsæld hér á landi sé háð því að útflutningstekjur aukist á grundvelli meiri verðmætasköpunar sem byggir á hugviti. Við þurfum að stækka pottinn um 300 milljarða á næstu árum. Á sama vettvangi var bent á að hugverkaiðnaður er orðinn að fjórðu stoð íslenskrar gjaldeyrisöflunar. Það er jákvæð þróun sem skilar sér í góðum störfum, hamlar gegn atvinnuleysi og bætir hag þjóðarbúsins. Ljóst er að nýsköpun og uppbygging á grænum iðnaði er það sem vænlegast er til að tryggja áfram góð lífskjör á Íslandi á komandi árum. Umhverfisvæn fjárfesting Erlendir og innlendir fjárfestar horfa nú mjög til umhverfisvænna kosta um allan heim. Þessi þróun er áberandi bæði austan hafs og vestan, sem og í Asíu. Hreinleiki Íslands og græn orka á samkeppnishæfu verði, veita okkur forskot. Tækifærin liggja bókstaflega undir hverjum steini, eins og vöxtur í þörungaræktun og annarri líftækni síðustu misseri ber órækt vitni um. En þessi tækifæri verður að grípa. Hið opinbera má ekki standa í veginum með því að draga lappirnar í aðlögun regluverks og uppbyggingu innviða. Tækifæri undir hverjum steini Hagnýting grænna tækifæra er háð því að Alþingi og ríkisstofnanir standi sig. Tafir við samþykkt rammaáætlunar, lagningu nýrrar Suðurnesjalínu og annarrar uppbyggingar orkuinnviða geta reynst dýrkeyptar. Erfitt er að setja nákvæman verðmiða á slíkt tap, en ljóst að fjárfestar í grænni framtíð taka skilvirkni hins opinbera með í reikninginn við sínar ákvarðarnir. Fyrirsjáanlegt regluumhverfi og trúverðugar áætlanir um langtímauppbyggingu orkuinnviða skiptir miklu máli þegar fjárfestar velja nýjum fyrirtækjum stað. Hlutverk hins opinbera Orkuskipti í samgöngum á landi, láði og legi, nýr umhverfisvænni landbúnaður og nýsköpun í grænni líftækni eru mikilvægur hluti af okkar framlagi til loftslags- og umhverfismála á heimsvísu. Hið opinbera hefur auðvitað ákveðið hlutverk í þeirri vegferð. Það er fyrst og fremst um að byggja upp innviði og umgjörð þar sem einstaklingar og fyrirtæki geta blómstrað. En til þess að svo megi verða þarf að leggja aukna áherslu á skilvirkni og langtímahugsun í orku- og innviðamálum. Það er ótækt að þeir sem vilja byggja hér upp umhverfisvæn atvinnutækifæri þurfi stöðugt að klöngrast yfir grænar hindranir hins opinbera. Höfundur er sérfræðingur í matarmenningu, stefnumótun og markaðsmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Halldórsson Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Flestir stjórnmálaflokkar virðast sammála um að framtíð Íslands sé best borgið með áherslu á sjálfbærni og græna atvinnuuppbyggingu. Ekki er raunverulegur ágreiningur um að hraða skuli orkuskiptum í samgöngum; byrja á bifreiðum, svo vinnuvélum, skipum og flugvélum, eftir því sem tækninni fleygir fram. Spurning er ekki hvort, heldur hvenær, allar samgöngur á Íslandi verða umhverfisvænar. Verðmæti úr hugviti Nýverið vöktu Samtök iðnaðarins athygli á því að áframhaldandi hagsæld hér á landi sé háð því að útflutningstekjur aukist á grundvelli meiri verðmætasköpunar sem byggir á hugviti. Við þurfum að stækka pottinn um 300 milljarða á næstu árum. Á sama vettvangi var bent á að hugverkaiðnaður er orðinn að fjórðu stoð íslenskrar gjaldeyrisöflunar. Það er jákvæð þróun sem skilar sér í góðum störfum, hamlar gegn atvinnuleysi og bætir hag þjóðarbúsins. Ljóst er að nýsköpun og uppbygging á grænum iðnaði er það sem vænlegast er til að tryggja áfram góð lífskjör á Íslandi á komandi árum. Umhverfisvæn fjárfesting Erlendir og innlendir fjárfestar horfa nú mjög til umhverfisvænna kosta um allan heim. Þessi þróun er áberandi bæði austan hafs og vestan, sem og í Asíu. Hreinleiki Íslands og græn orka á samkeppnishæfu verði, veita okkur forskot. Tækifærin liggja bókstaflega undir hverjum steini, eins og vöxtur í þörungaræktun og annarri líftækni síðustu misseri ber órækt vitni um. En þessi tækifæri verður að grípa. Hið opinbera má ekki standa í veginum með því að draga lappirnar í aðlögun regluverks og uppbyggingu innviða. Tækifæri undir hverjum steini Hagnýting grænna tækifæra er háð því að Alþingi og ríkisstofnanir standi sig. Tafir við samþykkt rammaáætlunar, lagningu nýrrar Suðurnesjalínu og annarrar uppbyggingar orkuinnviða geta reynst dýrkeyptar. Erfitt er að setja nákvæman verðmiða á slíkt tap, en ljóst að fjárfestar í grænni framtíð taka skilvirkni hins opinbera með í reikninginn við sínar ákvarðarnir. Fyrirsjáanlegt regluumhverfi og trúverðugar áætlanir um langtímauppbyggingu orkuinnviða skiptir miklu máli þegar fjárfestar velja nýjum fyrirtækjum stað. Hlutverk hins opinbera Orkuskipti í samgöngum á landi, láði og legi, nýr umhverfisvænni landbúnaður og nýsköpun í grænni líftækni eru mikilvægur hluti af okkar framlagi til loftslags- og umhverfismála á heimsvísu. Hið opinbera hefur auðvitað ákveðið hlutverk í þeirri vegferð. Það er fyrst og fremst um að byggja upp innviði og umgjörð þar sem einstaklingar og fyrirtæki geta blómstrað. En til þess að svo megi verða þarf að leggja aukna áherslu á skilvirkni og langtímahugsun í orku- og innviðamálum. Það er ótækt að þeir sem vilja byggja hér upp umhverfisvæn atvinnutækifæri þurfi stöðugt að klöngrast yfir grænar hindranir hins opinbera. Höfundur er sérfræðingur í matarmenningu, stefnumótun og markaðsmálum.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun