Netárás á Háskólann í Reykjavík og lausnargjalds krafist Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. október 2021 15:05 Ragnhildur Helgadóttir er nýlega tekin við sem rektor Háskólans í Reykjavík. Aðsend Tölvuárás var gerð á póstþjón Háskólans í Reykjavík í síðustu viku og skrár dulkóðaðar. Svo virðist sem að um einangraða árás á einn póstþjón hafi verið að ræða, sem hafi valdið takmörkuðum skaða. Svo segir í tilkynningu frá HR. Þar segir að tölvupóstar nemenda séu geymdir í „skýinu“ og því ekki orðið fyrir árásinni. Enn sem komið er séu engar vísbendingar um að önnur upplýsingakerfi háskólans hafi orðið fyrir áhrifum af árásinni. „Starfsmenn upplýsingatækni háskólans hafa unnið að því um helgina að koma í veg fyrir tjón af völdum árásarinnar og meta umfang hennar og áhrif. Sú vinna er enn í gangi með helstu sérfræðingum landsins á sviði tölvuglæpa, frá Advania, tölvuöryggisfyrirtækinu Syndis, lögreglu og fleirum. Auk lögreglu hefur Persónuvernd og netöryggissveitinni CERT-IS verið tilkynnt um málið,“ segir í tilkynningunni. Fyrstu viðbrögð háskólans hafi miðað að því að stöðva árásina og koma tölvupóstþjónustu aftur af stað, auk þess að fara yfir aðra þjóna og kerfi til að tryggja öryggi gagna. Nú sé unnið að eftirgreiningu, þar með talið að greina hvaða spilliforrit hafi verið notað við árásina, umfang hennar og líkur á hvort að gögn hafi verið afrituð. „Allt bendir til að um tilfallandi árás sé að ræða, bundna við einn póstþjón, sem hafi ekki leitt til upplýsingataps eða gagnaleka. Þar til eftirgreiningu er lokið er þó ekki hægt að slá því alveg föstu. Talið er líklegast að tölvuþrjótarnir hafi nýtt sér veikleika í póstþjóninum og komist þannig inn. Nýuppsettir póstþjónar háskólans eru uppfærðir þannig að þeir veikleikar eru ekki til staðar. “ Farið fram á lausnargjald Á póstþjóninum var skilið eftir bréf þar sem þess er krafist að háskólinn greiði 10.000 dollara lausnargjald (um 1,3 milljónir króna), ella verði tölvupóstar starfsmanna gerðir opinberir. „Gefinn er 14 daga frestur til að greiða lausnargjaldið. Hvort tveggja er mjög óvenjulegt sem kann að benda til að ekki sé um vel skipulagða árás að ræða. Afstaða HR er skýr um að háskólinn mun ekki láta undan fjárkúgun og er sú afstaða í samræmi við leiðbeiningar lögreglu til þeirra sem verða fyrir tölvuglæpum.“ Þó ekki sé hægt að útiloka gagnaleka, sjáist engir stórir toppar í gagnastreymi frá póstþjóninum og því ólíklegt að mikið magn gagna hafi verið afritað og sent úr húsi. Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík segir það slæmt að verða fyrir slíkri árás en þær séu algengari en flestir geri sér grein fyrir. Hundleiðinlegt geti skólar ekki staðið í fæturna „Við erum að vinna með færustu sérfræðingum landsins á sviði tölvuglæpa og er sagt af þeim að almennt séu tölvuöryggismál HR í góðu lagi, þó það hafi ekki dugað til að koma í veg fyrir árás í þessu tilviki.“ Hún segir jafnframt mikilvægt að fjallað sé opinberlega um slíkar árásir. „Þetta er hundleiðinlegt en ef háskólar geta ekki staðið í fæturna og sagt frá þegar á þeim og mögulega friðhelgi starfsfólks þeirra er brotið, þá er erfitt að ætlast til þess af öðrum.“ Starfsmenn upplýsingatækni háskólans muni vinna áfram með sérfræðingum Syndis og Advania að rannsóknum á þjónum HR næstu daga og vikur. Þá verði áfram unnið með þessum aðilum að því að tryggja öruggt upplýsingaumhverfi í HR, og hvernig megi enn bæta varnir og viðbrögð við tölvuglæpum. Lögreglumál Netglæpir Netöryggi Háskólar Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
Þar segir að tölvupóstar nemenda séu geymdir í „skýinu“ og því ekki orðið fyrir árásinni. Enn sem komið er séu engar vísbendingar um að önnur upplýsingakerfi háskólans hafi orðið fyrir áhrifum af árásinni. „Starfsmenn upplýsingatækni háskólans hafa unnið að því um helgina að koma í veg fyrir tjón af völdum árásarinnar og meta umfang hennar og áhrif. Sú vinna er enn í gangi með helstu sérfræðingum landsins á sviði tölvuglæpa, frá Advania, tölvuöryggisfyrirtækinu Syndis, lögreglu og fleirum. Auk lögreglu hefur Persónuvernd og netöryggissveitinni CERT-IS verið tilkynnt um málið,“ segir í tilkynningunni. Fyrstu viðbrögð háskólans hafi miðað að því að stöðva árásina og koma tölvupóstþjónustu aftur af stað, auk þess að fara yfir aðra þjóna og kerfi til að tryggja öryggi gagna. Nú sé unnið að eftirgreiningu, þar með talið að greina hvaða spilliforrit hafi verið notað við árásina, umfang hennar og líkur á hvort að gögn hafi verið afrituð. „Allt bendir til að um tilfallandi árás sé að ræða, bundna við einn póstþjón, sem hafi ekki leitt til upplýsingataps eða gagnaleka. Þar til eftirgreiningu er lokið er þó ekki hægt að slá því alveg föstu. Talið er líklegast að tölvuþrjótarnir hafi nýtt sér veikleika í póstþjóninum og komist þannig inn. Nýuppsettir póstþjónar háskólans eru uppfærðir þannig að þeir veikleikar eru ekki til staðar. “ Farið fram á lausnargjald Á póstþjóninum var skilið eftir bréf þar sem þess er krafist að háskólinn greiði 10.000 dollara lausnargjald (um 1,3 milljónir króna), ella verði tölvupóstar starfsmanna gerðir opinberir. „Gefinn er 14 daga frestur til að greiða lausnargjaldið. Hvort tveggja er mjög óvenjulegt sem kann að benda til að ekki sé um vel skipulagða árás að ræða. Afstaða HR er skýr um að háskólinn mun ekki láta undan fjárkúgun og er sú afstaða í samræmi við leiðbeiningar lögreglu til þeirra sem verða fyrir tölvuglæpum.“ Þó ekki sé hægt að útiloka gagnaleka, sjáist engir stórir toppar í gagnastreymi frá póstþjóninum og því ólíklegt að mikið magn gagna hafi verið afritað og sent úr húsi. Ragnhildur Helgadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík segir það slæmt að verða fyrir slíkri árás en þær séu algengari en flestir geri sér grein fyrir. Hundleiðinlegt geti skólar ekki staðið í fæturna „Við erum að vinna með færustu sérfræðingum landsins á sviði tölvuglæpa og er sagt af þeim að almennt séu tölvuöryggismál HR í góðu lagi, þó það hafi ekki dugað til að koma í veg fyrir árás í þessu tilviki.“ Hún segir jafnframt mikilvægt að fjallað sé opinberlega um slíkar árásir. „Þetta er hundleiðinlegt en ef háskólar geta ekki staðið í fæturna og sagt frá þegar á þeim og mögulega friðhelgi starfsfólks þeirra er brotið, þá er erfitt að ætlast til þess af öðrum.“ Starfsmenn upplýsingatækni háskólans muni vinna áfram með sérfræðingum Syndis og Advania að rannsóknum á þjónum HR næstu daga og vikur. Þá verði áfram unnið með þessum aðilum að því að tryggja öruggt upplýsingaumhverfi í HR, og hvernig megi enn bæta varnir og viðbrögð við tölvuglæpum.
Lögreglumál Netglæpir Netöryggi Háskólar Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira