Áhrif stúdenta á uppbyggingu háskólasvæðisins Gréta Dögg Þórisdóttir skrifar 19. október 2021 10:01 Aðgengi stúdenta að öruggu húsnæði er jafnréttismál. Almennt leiguverð á höfuðborgarsvæðinu og þá sér í lagi í nærumhverfi Háskóla Íslands er of hátt og þar með er aðgengi stúdenta að öruggu húsnæði ekki tryggt. Framboð stúdentaíbúða þarf að vera nægilegt til að tryggja öllum stúdentum jafnt aðgengi að námi, þá sérstaklega stúdentum af landsbyggðinni og erlendum nemum. Því er eðlilegt að lögð sé áhersla á húsnæðismál í hagsmunabaráttu stúdenta. Í nóvember 2017 stóð Röskva, samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands, fyrir eftirminnilegum tjaldmótmælum á reitnum við Gamla Garð til að ítreka kröfur stúdenta um frekari uppbyggingu stúdentaíbúða á háskólasvæðinu. Þá hafði leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 13% milli áranna 2016 og 2017 en húsnæðisgrunnur námslána einungis um tæp 3% og biðlistar eftir stúdentaíbúðum langir. Tvísýnt var um uppbyggingu við reitinn eftir umsögn Minjastofnunar og barðist Stúdentaráð Háskóla Íslands, undir forystu Röskvu, fyrir uppbyggingu stúdentaíbúða. Það var þáverandi formaður Stúdentaráðs og fulltrúi Röskvu í háskólaráði, Ragna Sigurðardóttir, sem leiddi baráttuna um að HÍ stæði við samkomulag sitt við Reykjavíkurborg um uppbyggingu á reitnum. Röskvuliðar fjölmenntu á mótmæli á nýjan leik ári seinna, en í nóvember 2018 efndi Elísabet Brynjarsdóttir, þáverandi forseti Stúdentaráðs í umboði Röskvu, til setumótmæla á rektorsgangi vegna seinagangs í málinu og kröfðust stúdentar skýrrar tímalínu um málið. Öflug hagsmunabarátta stúdenta og gott samstarf við Félagsstofnun stúdenta leiddi til þess að HÍ stóð við gefna tímalínu og veturinn 2019 hófust framkvæmdir á reitnum. Í liðinni viku fögnuðu Röskvuliðar vígslu nýrrar viðbyggingar Gamla Garðs og hafa stúdentar nú þegar flutt inn í íbúðirnar. Um leið og Röskva fagnar þeirri uppbyggingu sem hefur átt sér stað á síðustu árum er mikilvægt að horfa fram á veginn og hafa skýra sýn á framtíð háskólasvæðisins. Við viljum að svæðið þróist í átt að sjálfbærari heild á næstu árum og er fjölgun stúdentaíbúða mikilvægur liður í þeirri þróun. Því er brýnt að Félagsstofnun stúdenta haldi áfram að byggja stúdentaíbúðir í samvinnu við borgaryfirvöld og Háskóla Íslands og nái markmiði sínu að til séu stúdentaíbúðir fyrir að minnsta kosti 15% stúdenta sem skráð eru í nám við skólann. Um þessar mundir stendur stjórnvöldum til boða að festa kaup á húsnæði Hótel Sögu háskólanum til afnota sem ekki einungis myndi stuðla að þéttara háskólasamfélagi heldur einnig gera Félagsstofnun stúdenta kleift að auka þjónustu sína og auka framboð stúdentaíbúða. Röskva skorar á stjórnvöld að grípa þetta tækifæri og fjárfesta í háskólasamfélaginu. Frá því að Röskva tók við meirihluta hafa mörg hagsmunamál stúdenta áunnist með faglegum vinnubrögðum Stúdentaráðs, auknum sýnileika og öflugu og málefnalegu innra starfi sem gerir stúdentum kleift að hafa áhrif á þau mál sem okkur snerta, sem og samfélagið allt. Höfundur er kosningastýra Röskvu, samtaka félagshyggjufólks við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Háskólar Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin og sóknarfærið er ungt fólk Sybil Gréta Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Aðgengi stúdenta að öruggu húsnæði er jafnréttismál. Almennt leiguverð á höfuðborgarsvæðinu og þá sér í lagi í nærumhverfi Háskóla Íslands er of hátt og þar með er aðgengi stúdenta að öruggu húsnæði ekki tryggt. Framboð stúdentaíbúða þarf að vera nægilegt til að tryggja öllum stúdentum jafnt aðgengi að námi, þá sérstaklega stúdentum af landsbyggðinni og erlendum nemum. Því er eðlilegt að lögð sé áhersla á húsnæðismál í hagsmunabaráttu stúdenta. Í nóvember 2017 stóð Röskva, samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands, fyrir eftirminnilegum tjaldmótmælum á reitnum við Gamla Garð til að ítreka kröfur stúdenta um frekari uppbyggingu stúdentaíbúða á háskólasvæðinu. Þá hafði leiguverð á höfuðborgarsvæðinu hækkað um 13% milli áranna 2016 og 2017 en húsnæðisgrunnur námslána einungis um tæp 3% og biðlistar eftir stúdentaíbúðum langir. Tvísýnt var um uppbyggingu við reitinn eftir umsögn Minjastofnunar og barðist Stúdentaráð Háskóla Íslands, undir forystu Röskvu, fyrir uppbyggingu stúdentaíbúða. Það var þáverandi formaður Stúdentaráðs og fulltrúi Röskvu í háskólaráði, Ragna Sigurðardóttir, sem leiddi baráttuna um að HÍ stæði við samkomulag sitt við Reykjavíkurborg um uppbyggingu á reitnum. Röskvuliðar fjölmenntu á mótmæli á nýjan leik ári seinna, en í nóvember 2018 efndi Elísabet Brynjarsdóttir, þáverandi forseti Stúdentaráðs í umboði Röskvu, til setumótmæla á rektorsgangi vegna seinagangs í málinu og kröfðust stúdentar skýrrar tímalínu um málið. Öflug hagsmunabarátta stúdenta og gott samstarf við Félagsstofnun stúdenta leiddi til þess að HÍ stóð við gefna tímalínu og veturinn 2019 hófust framkvæmdir á reitnum. Í liðinni viku fögnuðu Röskvuliðar vígslu nýrrar viðbyggingar Gamla Garðs og hafa stúdentar nú þegar flutt inn í íbúðirnar. Um leið og Röskva fagnar þeirri uppbyggingu sem hefur átt sér stað á síðustu árum er mikilvægt að horfa fram á veginn og hafa skýra sýn á framtíð háskólasvæðisins. Við viljum að svæðið þróist í átt að sjálfbærari heild á næstu árum og er fjölgun stúdentaíbúða mikilvægur liður í þeirri þróun. Því er brýnt að Félagsstofnun stúdenta haldi áfram að byggja stúdentaíbúðir í samvinnu við borgaryfirvöld og Háskóla Íslands og nái markmiði sínu að til séu stúdentaíbúðir fyrir að minnsta kosti 15% stúdenta sem skráð eru í nám við skólann. Um þessar mundir stendur stjórnvöldum til boða að festa kaup á húsnæði Hótel Sögu háskólanum til afnota sem ekki einungis myndi stuðla að þéttara háskólasamfélagi heldur einnig gera Félagsstofnun stúdenta kleift að auka þjónustu sína og auka framboð stúdentaíbúða. Röskva skorar á stjórnvöld að grípa þetta tækifæri og fjárfesta í háskólasamfélaginu. Frá því að Röskva tók við meirihluta hafa mörg hagsmunamál stúdenta áunnist með faglegum vinnubrögðum Stúdentaráðs, auknum sýnileika og öflugu og málefnalegu innra starfi sem gerir stúdentum kleift að hafa áhrif á þau mál sem okkur snerta, sem og samfélagið allt. Höfundur er kosningastýra Röskvu, samtaka félagshyggjufólks við Háskóla Íslands.
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar