Aðför að villtum dýrum á Íslandi Valgerður Árnadóttir skrifar 20. október 2021 10:00 Refurinn Gústi hefur verið áberandi í fjölmiðlum að undanförnu, fólk hefur misjafnar skoðanir á stöðunni sem upp er komin varðandi þennan ref sem haldinn er sem gæludýr í borg. Ég efast ekki um að eigandi refsins þyki vænt um hann og sé að hugsa um hann eins vel og hann getur miðað við aðstæður, en það þýðir ekki að það hafi verið rétt að taka hann úr náttúrunni og komið þannig í veg fyrir að hann gæti lært að bjarga sér sjálfur. Á Íslandi eru refir friðaðir samkvæmt lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum og sama gildir um greni á grenjatíma. Í náttúruverndarlögum nr. 60/2013, er ákvæði um að varðveita erfðafræðilega fjölbreytni tegunda og tryggja ákjósanlega verndarstöðu þeirra í náttúrulegum búsvæðum sínum. Það er villtum dýrum fyrir bestu að lifa óáreitt í náttúrunni og það er okkar hlutverk að reyna að vernda stofna þeirra og standa vörð um viðkvæmt vistkerfi íslenskrar náttúru. Síðan við námum land hafa stofnar allra villtra dýra á og við landið minnkað stórlega, það má nánast tala um aðför að villtum dýrum á Íslandi. Íslenski refastofninn, melrakkinn var næstum útdauður á Íslandi 1979 þegar stofninn taldi færri en 1000 dýr og sama á við um landsel, útsel, margar hvalategundir og fuglategundir sem eru á válista í dag að ógleymdum rostungum sem eru útdauðir á Íslandi. Lundi er metinn í bráðri hættu en samt er enn verið að veiða og drepa lunda á Íslandi? Rjúpnastofninn er í sögulegu lágmarki og samt er ekki búið að grípa til aðgerða, að banna veiðar og afturkalla veiðitímabil þessa árs? Það virðist vera að réttur manna til að drepa dýr sé sterkari en réttur villtra dýra til að lifa? Það er heilagari sú hefð að steikja rjúpu á jólum en að vernda stofninn fyrir útrýmingu. Í ljósi þessa alvarlegs ástands skýtur skökku við að umhverfis- og auðlindaráðherra sem tekur ákvarðanir er varðar villt dýr og hefur vald til að banna eða heimila veiðar skuli vera í stjórnmálaflokki sem hefur verndun vistkerfa á stefnuskrá? Ísland er með lög um villt dýr af mjög svo gildri ástæðu, fyrir um 12 þúsund árum voru 96% spendýra á jörðinni villt dýr og mannfólk einungis um 4%. Síðan mannfólk fór að halda húsdýr hafa hlutföllin breyst þannig að einungis um 4% spendýra eru villt dýr, um 60% eru húsdýr/gæludýr haldin til manneldis og mannfólk er um 36%. Eins og David Attenborough hefur reynt að benda okkur á þá munum við með því að útrýma villtum dýrum á jörðinni einnig útrýma okkur sjálfum, það er því sjálfum okkur fyrir bestu að breyta neysluháttum okkar. Yfirburðir og völd mannsins hefur haft óafturkræf áhrif á vistkerfi jarðar og við eigum í fullu fangi með að snúa þeirri þróun við til að lifa af sem tegund. Við getum ekki gert það nema að vernda einnig aðrar dýrategundir. Aftur af refnum Gústa, hann er ekki fyrsti refur sem eigandinn hefur tekið að sér, faðir hans komst í fréttirnar fyrir að temja refi fyrir 8 árum og viðurkenndi að það væri til að laða að sér ferðamenn, það er semsagt ekki til að hlífa eða vernda refastofninn, það er ekki af góðmennsku og velvild í garð refa sem verið er að taka þá úr náttúrunni og temja þá. Það er til að nýta sér þá til skemmtunar. Ef eiganda Gústa verður leyft að halda Gústa sem gæludýr þá gefur það fordæmi fyrir og hvetur aðra til að gera slíkt hið sama, það er fordæmi sem við ættum eftir fremsta megni að forðast. Höfundur er formaður Samtaka grænkera á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dýr Dýraheilbrigði Valgerður Árnadóttir Tengdar fréttir Ruddust inn með leitarheimild til að taka refinn en gripu í tómt Ágústi Beinteini Árnasyni brá heldur betur í brún þegar tveir einkennisklæddir lögreglumenn mættu að heimili hans ásamt fulltrúa Matvælastofnunar (MAST) í síðustu viku með húsleitarheimild. Markmiðið var að finna og taka af Ágústi, sem er kallaður Gústi B, ref sem hann hefur haldið síðasta eina og hálfa mánuðinn, Gústa Jr. Þeir gripu þó í tómt. 18. október 2021 12:31 Mest lesið Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Sjá meira
Refurinn Gústi hefur verið áberandi í fjölmiðlum að undanförnu, fólk hefur misjafnar skoðanir á stöðunni sem upp er komin varðandi þennan ref sem haldinn er sem gæludýr í borg. Ég efast ekki um að eigandi refsins þyki vænt um hann og sé að hugsa um hann eins vel og hann getur miðað við aðstæður, en það þýðir ekki að það hafi verið rétt að taka hann úr náttúrunni og komið þannig í veg fyrir að hann gæti lært að bjarga sér sjálfur. Á Íslandi eru refir friðaðir samkvæmt lögum nr. 64/1994 um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum og sama gildir um greni á grenjatíma. Í náttúruverndarlögum nr. 60/2013, er ákvæði um að varðveita erfðafræðilega fjölbreytni tegunda og tryggja ákjósanlega verndarstöðu þeirra í náttúrulegum búsvæðum sínum. Það er villtum dýrum fyrir bestu að lifa óáreitt í náttúrunni og það er okkar hlutverk að reyna að vernda stofna þeirra og standa vörð um viðkvæmt vistkerfi íslenskrar náttúru. Síðan við námum land hafa stofnar allra villtra dýra á og við landið minnkað stórlega, það má nánast tala um aðför að villtum dýrum á Íslandi. Íslenski refastofninn, melrakkinn var næstum útdauður á Íslandi 1979 þegar stofninn taldi færri en 1000 dýr og sama á við um landsel, útsel, margar hvalategundir og fuglategundir sem eru á válista í dag að ógleymdum rostungum sem eru útdauðir á Íslandi. Lundi er metinn í bráðri hættu en samt er enn verið að veiða og drepa lunda á Íslandi? Rjúpnastofninn er í sögulegu lágmarki og samt er ekki búið að grípa til aðgerða, að banna veiðar og afturkalla veiðitímabil þessa árs? Það virðist vera að réttur manna til að drepa dýr sé sterkari en réttur villtra dýra til að lifa? Það er heilagari sú hefð að steikja rjúpu á jólum en að vernda stofninn fyrir útrýmingu. Í ljósi þessa alvarlegs ástands skýtur skökku við að umhverfis- og auðlindaráðherra sem tekur ákvarðanir er varðar villt dýr og hefur vald til að banna eða heimila veiðar skuli vera í stjórnmálaflokki sem hefur verndun vistkerfa á stefnuskrá? Ísland er með lög um villt dýr af mjög svo gildri ástæðu, fyrir um 12 þúsund árum voru 96% spendýra á jörðinni villt dýr og mannfólk einungis um 4%. Síðan mannfólk fór að halda húsdýr hafa hlutföllin breyst þannig að einungis um 4% spendýra eru villt dýr, um 60% eru húsdýr/gæludýr haldin til manneldis og mannfólk er um 36%. Eins og David Attenborough hefur reynt að benda okkur á þá munum við með því að útrýma villtum dýrum á jörðinni einnig útrýma okkur sjálfum, það er því sjálfum okkur fyrir bestu að breyta neysluháttum okkar. Yfirburðir og völd mannsins hefur haft óafturkræf áhrif á vistkerfi jarðar og við eigum í fullu fangi með að snúa þeirri þróun við til að lifa af sem tegund. Við getum ekki gert það nema að vernda einnig aðrar dýrategundir. Aftur af refnum Gústa, hann er ekki fyrsti refur sem eigandinn hefur tekið að sér, faðir hans komst í fréttirnar fyrir að temja refi fyrir 8 árum og viðurkenndi að það væri til að laða að sér ferðamenn, það er semsagt ekki til að hlífa eða vernda refastofninn, það er ekki af góðmennsku og velvild í garð refa sem verið er að taka þá úr náttúrunni og temja þá. Það er til að nýta sér þá til skemmtunar. Ef eiganda Gústa verður leyft að halda Gústa sem gæludýr þá gefur það fordæmi fyrir og hvetur aðra til að gera slíkt hið sama, það er fordæmi sem við ættum eftir fremsta megni að forðast. Höfundur er formaður Samtaka grænkera á Íslandi
Ruddust inn með leitarheimild til að taka refinn en gripu í tómt Ágústi Beinteini Árnasyni brá heldur betur í brún þegar tveir einkennisklæddir lögreglumenn mættu að heimili hans ásamt fulltrúa Matvælastofnunar (MAST) í síðustu viku með húsleitarheimild. Markmiðið var að finna og taka af Ágústi, sem er kallaður Gústi B, ref sem hann hefur haldið síðasta eina og hálfa mánuðinn, Gústa Jr. Þeir gripu þó í tómt. 18. október 2021 12:31
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson Skoðun
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun