Næturgaman hjá sjóðheitum Steph Curry Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2021 07:31 Það var mjög gaman hjá Stephen Curry í sigri Golden State á Los Angeles Clippers í nótt. AP/Tony Avelar Golden State Warriors og Milwaukee Bucks áttu bæði möguleika á því að byrja NBA tímabilið 2-0 í nótt en það voru NBA-meistararnir í Bucks sem voru skotnir niður á jörðina á meðan Stepp Curry leiddi sína menn til sigurs. Stephen Curry skoraði 45 stig þegar Golden State Warriors vann 115-113 sigur á Los Angeles Clippers í fyrsta heimaleik liðsins á tímabilinu. Þetta var samt annar sigur Warriors því liðið vann Los Angeles Lakers á útivelli í fyrsta leik. So @StephenCurry30 had a night... Named to #NBA75 before tip 25 1Q points on 9-9 shooting 45 in the game Go-ahead triple to lift @warriors pic.twitter.com/98JFwH9lsA— NBA (@NBA) October 22, 2021 Golden State er því fyrsta liðið til að vinna tvo leiki á þessu NBA-tímabili og það gerðu Curry og félagar á móti Los Angeles liðunum sem gefur skýr skilaboð um að liðið ætli sér að berjast á réttum enda á þessari leiktíð. Curry var kominn með 25 stig í fyrsta leikhlutanum þar sem hann hitti úr öllum níu skotum sínum þar af fimm fyrir utan þriggja stiga línuna. Warriors var líka 44-27 yfir eftir hann. Clippers kom sér þó inn í leikinn og spennan var mikil í lokin. "Why are they stunned? They should be used to these type of performances."Steph IGNITES Chase Center with 25 points (9-9 FGM) in the 1Q on TNT. pic.twitter.com/2qOddAQyuj— NBA (@NBA) October 22, 2021 Tveir þristar frá Curry á lokamínútunum vógu þungt fyrir Warriors að landa sigrinum. Andrew Wiggins var næststigahæstur með 17 stig. Paul George var með 29 stig. 11 fráköst og 6 stoðsendingar í fyrsta leik Los Angeles Clippers á leiktíðinni. Eric Bledsoe skoraði 22 stig. 27 PTS for @raf_tyler in the @MiamiHEAT's season-opening win! pic.twitter.com/Tw80pq2RSC— NBA (@NBA) October 22, 2021 Tyler Herro skoraði 27 stig á 24 mínútum af bekknum þegar Miami Heat rúllaði upp NBA-meisturum Milwaukee Bucks með 42 stiga sigri, 137-95. Þetta var fyrsti leikur Miami en Bucks hafði unnið sinn fyrsta leik. „Ég meina, 137 er mikið. Vonandi getum við séð mikið á þessu tímabili,“ sagði Tyler Herro eftir leikinn. Jimmy Butler skoraði 21 stig og Bam Adebayo var með 20 stig og 13 fráköst hjá Heat. P.J. Tucker hjálpaði Bucks að vinna titilinn fyrir nokkrum mánuðum en er nú leikmaður Miami. Hann var með 8 stig og 6 fráköst. Giannis Antetokounmpo skoraði 15 stig og tók 10 fráköst en Grayson Allen var með 14 stig. Trae Young gets up to 9 ASSISTS in the 3rd quarter alone with this outlet to Cam Reddish pic.twitter.com/HnwBKYix5g— NBA (@NBA) October 22, 2021 Atlanta Hawks fór illa með Dallas Mavericks en Luka Doncic og félagar töpuðu með 26 stigum í Atlanta, 87-113. Trae Young fór fyrir liði heimamanna með 19 stigum og 14 stoðsendingum. Þetta var fyrsti leikur Dallas liðsins undir stjórn Jason Kidd sem byrjar ekki vel sem þjálfari liðsins. Luka Doncic var með 18 stig, 11 fráköst og 7 stoðsendingar. Cam Reddish var þó stigahæstur hjá Hawks með 20 stig en Hawks liðið lagði grunninn að sigrinum með því að vinna þriðja leikhlutann 35-20 þar sem Trae Young var með 12 stig og 9 stoðsendingar. NBA Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Sjá meira
Stephen Curry skoraði 45 stig þegar Golden State Warriors vann 115-113 sigur á Los Angeles Clippers í fyrsta heimaleik liðsins á tímabilinu. Þetta var samt annar sigur Warriors því liðið vann Los Angeles Lakers á útivelli í fyrsta leik. So @StephenCurry30 had a night... Named to #NBA75 before tip 25 1Q points on 9-9 shooting 45 in the game Go-ahead triple to lift @warriors pic.twitter.com/98JFwH9lsA— NBA (@NBA) October 22, 2021 Golden State er því fyrsta liðið til að vinna tvo leiki á þessu NBA-tímabili og það gerðu Curry og félagar á móti Los Angeles liðunum sem gefur skýr skilaboð um að liðið ætli sér að berjast á réttum enda á þessari leiktíð. Curry var kominn með 25 stig í fyrsta leikhlutanum þar sem hann hitti úr öllum níu skotum sínum þar af fimm fyrir utan þriggja stiga línuna. Warriors var líka 44-27 yfir eftir hann. Clippers kom sér þó inn í leikinn og spennan var mikil í lokin. "Why are they stunned? They should be used to these type of performances."Steph IGNITES Chase Center with 25 points (9-9 FGM) in the 1Q on TNT. pic.twitter.com/2qOddAQyuj— NBA (@NBA) October 22, 2021 Tveir þristar frá Curry á lokamínútunum vógu þungt fyrir Warriors að landa sigrinum. Andrew Wiggins var næststigahæstur með 17 stig. Paul George var með 29 stig. 11 fráköst og 6 stoðsendingar í fyrsta leik Los Angeles Clippers á leiktíðinni. Eric Bledsoe skoraði 22 stig. 27 PTS for @raf_tyler in the @MiamiHEAT's season-opening win! pic.twitter.com/Tw80pq2RSC— NBA (@NBA) October 22, 2021 Tyler Herro skoraði 27 stig á 24 mínútum af bekknum þegar Miami Heat rúllaði upp NBA-meisturum Milwaukee Bucks með 42 stiga sigri, 137-95. Þetta var fyrsti leikur Miami en Bucks hafði unnið sinn fyrsta leik. „Ég meina, 137 er mikið. Vonandi getum við séð mikið á þessu tímabili,“ sagði Tyler Herro eftir leikinn. Jimmy Butler skoraði 21 stig og Bam Adebayo var með 20 stig og 13 fráköst hjá Heat. P.J. Tucker hjálpaði Bucks að vinna titilinn fyrir nokkrum mánuðum en er nú leikmaður Miami. Hann var með 8 stig og 6 fráköst. Giannis Antetokounmpo skoraði 15 stig og tók 10 fráköst en Grayson Allen var með 14 stig. Trae Young gets up to 9 ASSISTS in the 3rd quarter alone with this outlet to Cam Reddish pic.twitter.com/HnwBKYix5g— NBA (@NBA) October 22, 2021 Atlanta Hawks fór illa með Dallas Mavericks en Luka Doncic og félagar töpuðu með 26 stigum í Atlanta, 87-113. Trae Young fór fyrir liði heimamanna með 19 stigum og 14 stoðsendingum. Þetta var fyrsti leikur Dallas liðsins undir stjórn Jason Kidd sem byrjar ekki vel sem þjálfari liðsins. Luka Doncic var með 18 stig, 11 fráköst og 7 stoðsendingar. Cam Reddish var þó stigahæstur hjá Hawks með 20 stig en Hawks liðið lagði grunninn að sigrinum með því að vinna þriðja leikhlutann 35-20 þar sem Trae Young var með 12 stig og 9 stoðsendingar.
NBA Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Tyrkland | Strákarnir geta tryggt sig inn á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Sjá meira