Fréttastofa greindi frá því ágúst að hjúkrunarfræðingur á sjötugsaldri á geðdeild Landspítalans hafði verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um manndráp.
Í tilkynningu frá lögreglunni vegna málsins kom fram að talið væri að andlát sjúklingsins hafi borið að með saknæmum hætti. Heimildir fréttastofu herma að konan hafi kafnað í matmálstíma.
Hjúkrunarfræðingurinn var látinn laus úr haldi lögreglu í lok ágúst eftir að Landsréttur felldi úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur.
Lögregla hefur haft málið til rannsóknar frá því að það kom upp og segir Margeir í samtali við fréttastofu að rannsókn málsins miði vel. Allir þættir þess séu skoðaðir og að það styttist í að málið verði sent til ákærusviðs.