Glæpabaróninn Otoniel verður framseldur til Bandaríkjanna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. október 2021 23:11 Otoniel er leiðtogi Clan del Golfo, eða Flóagengisins. Það er talið telja um 1.800 meðlimi, sem hafa meðal annars verið handteknir í Argentínu, Brasilíu, Hondúras, Perú og á Spáni. Gengið ræður yfir fjölda smyglleiða frá Kólumbíu til Bandaríkjanna. AP Eiturlyfjabaróninn Dario Antonio Úsuga, kallaður Otoniel, verður framseldur til Bandaríkjanna. Otoniel var handsamaður á laugardag í umfangsmikilli aðgerð lögreglunnar og hersins í Kólumbíu. Otoniel er leiðtogi stærsta glæpagengis Kólumbíu og hefur um árabil verið á lista bandaríska eiturlyfjaeftirlitsins yfir eftirlýsta glæpamenn. Bandarísk yfirvöld höfðu sett 5 milljónir bandaríkjadala til höfuðs glæpabaróninum en Otoniel hefur meðal annars verið sakaður um að flytja 73 rúmmetra af kókaíni til Bandaríkjanna á árunum 2003 til 2014. Varnarmálaráðherra Kólumbíu, Diego Molano, sagði í samtali við dagblaðið El Tiempo að næsta skref væri að koma til móts við framsalskröfu Bandaríkjamanna. Otoniel hefur verið fluttur á herstöð í höfuðborginni Bogotá og mun dvelja þar þar til hann verður framseldur. Forsetinn Iván Duque fagnaði handtöku Otoniel í sérstöku sjónvarpsávarpi. „Þetta er stærsta högg sem fíkniefnasmygl í landinu hefur orðið fyrir á þessari öld,“ sagði hann. „Það er aðeins samanburðarhæft við fall Pablo Escobar á tíunda áratug síðustu aldar.“ Otoniel var handsamaður á felustað sínum í Antioquia-héraði í norðvesturhluta Kólumbíu, nálægt landamærunum að Panama. 500 hermenn tóku þátt og 22 þyrlur voru notaðar í aðgerðinni. Einn lögreglumaður lést. Glæpabaróninn hafði farið huldu höfði um langt skeið og flutt sig á milli staða á strjálbýlum svæðum landsins til að forðast handtöku. Þá notaði hann ekki síma, heldur reiddi sig á aðstoðarmenn sem fluttu skrifleg skilaboð til þeirra sem hann þurfti að hafa samband við. Að sögn yfirvalda tókst að hafa uppi á Otoniel með notkun gervihnatta. Þau fengu aðstoð bæði frá bandarískum og breskum stofnunum. Duque sagði um að ræða umfangsmestu aðgerðir sem herinn hefði ráðist í í frumskógum landsins. Kólumbía Bandaríkin Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Handsömuðu einn alræmdasta glæpaforingja Kólumbíu Lögregla og her í Kólumbíu handsamaði í dag einn alræmdasta glæpaforingja landsins, Dairo Antonio Usuga, sem er einnig þekktur sem Otoniel, eftir fimm ára þrotlausa leit. 23. október 2021 23:52 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Sjá meira
Otoniel er leiðtogi stærsta glæpagengis Kólumbíu og hefur um árabil verið á lista bandaríska eiturlyfjaeftirlitsins yfir eftirlýsta glæpamenn. Bandarísk yfirvöld höfðu sett 5 milljónir bandaríkjadala til höfuðs glæpabaróninum en Otoniel hefur meðal annars verið sakaður um að flytja 73 rúmmetra af kókaíni til Bandaríkjanna á árunum 2003 til 2014. Varnarmálaráðherra Kólumbíu, Diego Molano, sagði í samtali við dagblaðið El Tiempo að næsta skref væri að koma til móts við framsalskröfu Bandaríkjamanna. Otoniel hefur verið fluttur á herstöð í höfuðborginni Bogotá og mun dvelja þar þar til hann verður framseldur. Forsetinn Iván Duque fagnaði handtöku Otoniel í sérstöku sjónvarpsávarpi. „Þetta er stærsta högg sem fíkniefnasmygl í landinu hefur orðið fyrir á þessari öld,“ sagði hann. „Það er aðeins samanburðarhæft við fall Pablo Escobar á tíunda áratug síðustu aldar.“ Otoniel var handsamaður á felustað sínum í Antioquia-héraði í norðvesturhluta Kólumbíu, nálægt landamærunum að Panama. 500 hermenn tóku þátt og 22 þyrlur voru notaðar í aðgerðinni. Einn lögreglumaður lést. Glæpabaróninn hafði farið huldu höfði um langt skeið og flutt sig á milli staða á strjálbýlum svæðum landsins til að forðast handtöku. Þá notaði hann ekki síma, heldur reiddi sig á aðstoðarmenn sem fluttu skrifleg skilaboð til þeirra sem hann þurfti að hafa samband við. Að sögn yfirvalda tókst að hafa uppi á Otoniel með notkun gervihnatta. Þau fengu aðstoð bæði frá bandarískum og breskum stofnunum. Duque sagði um að ræða umfangsmestu aðgerðir sem herinn hefði ráðist í í frumskógum landsins.
Kólumbía Bandaríkin Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Handsömuðu einn alræmdasta glæpaforingja Kólumbíu Lögregla og her í Kólumbíu handsamaði í dag einn alræmdasta glæpaforingja landsins, Dairo Antonio Usuga, sem er einnig þekktur sem Otoniel, eftir fimm ára þrotlausa leit. 23. október 2021 23:52 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Fleiri fréttir ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Sjá meira
Handsömuðu einn alræmdasta glæpaforingja Kólumbíu Lögregla og her í Kólumbíu handsamaði í dag einn alræmdasta glæpaforingja landsins, Dairo Antonio Usuga, sem er einnig þekktur sem Otoniel, eftir fimm ára þrotlausa leit. 23. október 2021 23:52