Þarf ekki að greiða fyrir graðhesta sem léku lausum hala Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. október 2021 08:55 Frá Hörgársveit. Vísir/Arnar Landeigandi í Hörgársveit þarf ekki að greiða kostnað sem féll á Hörgársveit þegar sveitarfélagið lét handsama tvo graðhesta sem sluppu og léku lausum hala á annarri jörð í Hörgársveit. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem sneri þar með við dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra frá síðasta ári þar sem landeigandinn var dæmdur til að greiða sveitarfélaginu rúma eina milljón króna vegna málsins. Málið má rekja til þess að í ágúst 2017 varð bóndi í Hörgársveit var við tvo graðhesta og fleiri hross á landi sínu. Hafði hann samband við sveitarstjórann sem kom því í verk að graðhestarnir voru handsamaðir og fjarlægðir. Haft var samband við þann sem talinn var eigandi hestanna, umræddur landeigandi, og honum gefinn kostur á því að ná í þá og greiða þann kostnað sem féll til þegar þeir voru handsamaðir. Varð hann ekki við því og svo fór að hestarnir tveir voru boðin upp á nauðungaruppboði. Sveitarfélagið keypti hestana og lét lóga þeim. Sveitarfélagið krafði svo landeigandann um greiðslu kostnaðar vegna graðhestanna, sem landeigandinn neitaði að borga, þannig að úr varð umrætt dómsmál. Eftir að héraðsdómur dæmdi sveitarfélaginu í vil áfrýjaði landeigandinn til Landsréttar, sem kvað upp dóm sinn á föstudaginn í síðustu viku. Tókst ekki að sanna eignarhaldið Í dómi Landsréttar kemur fram að engin sönnunargögn liggi fyrir í málinum um að landeigandinn hafi verið eigandi eða umráðamaður umræddra graðhesta. Þótt að lagt hafi verið til grundvallar að hestarnir hafi komið frá landi í eigu landeigands, hafi ekkert verið gert til þess að kanna afstöðu annarra hestaeiganda sem fyrir liggur að voru með hesta í vörslu á landinu á umræddum tíma. Taldi Landsréttur því rétt að láta sveitarfélagið bera hallann af sönnunarskorti um að landeigandinn hafi verið umráðamaður eða eigandi hestana. Þarf hann því ekki að greiða þann kostnað sem féll á Hörgársveit vegna málsins. Dómsmál Hörgársveit Hestar Dýr Landbúnaður Tengdar fréttir Þarf að greiða fyrir graðhesta sem léku lausum hala Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt bónda til þess að greiða sveitarfélaginu Hörgársveit rétt rúma milljón vegna kostnaðar sem féll til þegar tveir graðhestar sluppu og léku lausum hala á annarri jörð í Hörgársveit. 4. maí 2020 17:54 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Sjá meira
Þetta er niðurstaða Landsréttar sem sneri þar með við dómi Héraðsdóms Norðurlands eystra frá síðasta ári þar sem landeigandinn var dæmdur til að greiða sveitarfélaginu rúma eina milljón króna vegna málsins. Málið má rekja til þess að í ágúst 2017 varð bóndi í Hörgársveit var við tvo graðhesta og fleiri hross á landi sínu. Hafði hann samband við sveitarstjórann sem kom því í verk að graðhestarnir voru handsamaðir og fjarlægðir. Haft var samband við þann sem talinn var eigandi hestanna, umræddur landeigandi, og honum gefinn kostur á því að ná í þá og greiða þann kostnað sem féll til þegar þeir voru handsamaðir. Varð hann ekki við því og svo fór að hestarnir tveir voru boðin upp á nauðungaruppboði. Sveitarfélagið keypti hestana og lét lóga þeim. Sveitarfélagið krafði svo landeigandann um greiðslu kostnaðar vegna graðhestanna, sem landeigandinn neitaði að borga, þannig að úr varð umrætt dómsmál. Eftir að héraðsdómur dæmdi sveitarfélaginu í vil áfrýjaði landeigandinn til Landsréttar, sem kvað upp dóm sinn á föstudaginn í síðustu viku. Tókst ekki að sanna eignarhaldið Í dómi Landsréttar kemur fram að engin sönnunargögn liggi fyrir í málinum um að landeigandinn hafi verið eigandi eða umráðamaður umræddra graðhesta. Þótt að lagt hafi verið til grundvallar að hestarnir hafi komið frá landi í eigu landeigands, hafi ekkert verið gert til þess að kanna afstöðu annarra hestaeiganda sem fyrir liggur að voru með hesta í vörslu á landinu á umræddum tíma. Taldi Landsréttur því rétt að láta sveitarfélagið bera hallann af sönnunarskorti um að landeigandinn hafi verið umráðamaður eða eigandi hestana. Þarf hann því ekki að greiða þann kostnað sem féll á Hörgársveit vegna málsins.
Dómsmál Hörgársveit Hestar Dýr Landbúnaður Tengdar fréttir Þarf að greiða fyrir graðhesta sem léku lausum hala Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt bónda til þess að greiða sveitarfélaginu Hörgársveit rétt rúma milljón vegna kostnaðar sem féll til þegar tveir graðhestar sluppu og léku lausum hala á annarri jörð í Hörgársveit. 4. maí 2020 17:54 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Sjá meira
Þarf að greiða fyrir graðhesta sem léku lausum hala Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt bónda til þess að greiða sveitarfélaginu Hörgársveit rétt rúma milljón vegna kostnaðar sem féll til þegar tveir graðhestar sluppu og léku lausum hala á annarri jörð í Hörgársveit. 4. maí 2020 17:54