Umboðsmaður Alþingis kannar hvort innilokanir barna séu kerfislægur vandi Fanndís Birna Logadóttir skrifar 2. nóvember 2021 12:31 Fjórir starfsmenn grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu hafa nú verið kærðir vegna meðferðar barns við skólann. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Starfsmenn grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu hafa verið kærðir til lögreglu vegna meðferðar barns í skólanum. Umboðsmaður Alþingis er með innilokanir barna og önnur brot á réttindum þeirra til skoðunar eftir að hafa fengið fjölda ábendinga um slíkt. Fréttablaðið greindi frá málinu í morgun en þar kom fram að barnið hafi verið lokað inni eitt í skólanum að minnsta kosti tvisvar. Kennari og þrír starfsmenn skólans hafa nú verið kærðir. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að kæran hafi komið inn á þeirra borð. „Ég get staðfest það að lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafi borist kæra er varðar ofbeldi gegn barni í skóla og á starfssvæði,“ segir Grímur en hann getur ekki gefið upp um hvaða skóla ræðir. „Þessi rannsókn er bara í gangi og í augnablikinu getum við ekki veitt frekari upplýsingar um framgang hennar.“ Umboðsmaður Alþingis hefur fengið nokkrar ábendingar um möguleg brot á réttindum bara í grunnskólum undanfarið í kjölfar umfjöllunar í fjölmiðlum. Fyrr í mánuðinum greindi Fréttablaðið til að mynda frá kvörtun til mennta- og menningarmálaráðuneytisins þar sem foreldrar barns sögðu barnið hafa verið lokað eitt inni í svokölluðu „gulu herbergi“ í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Ábendingar af þessu tagi eru nú til skoðunar hjá embættinu. „Þetta eru ábendingar sem okkur hefur borist og við erum þá að taka málið upp á breiðari grundvelli til að átta okkur á því hvert eðli og umfang vandans er, hvort þetta séu einangruð tilvik eða hvort þetta er einhvers konar kerfislægur vandi sem þarf að grípa inn í,“ segir Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis. Óskað var eftir svörum frá menntamálaráðuneytinu og ákveðnum sveitarfélögum vegna málsins en að sögn Skúla hafa nokkur sveitarfélög ýmist ekki svarað eða óskað eftir viðbótarfresti. Þegar svörin liggja fyrir þá verður ákveðið hvort afla þurfi frekari gagna, til að mynda með vettvangsferð eða skýrslutökum. Skúli ítrekar þó að ekki sé verið að rannsaka refsiverða háttsemi starfsmanna, þar sem slíkt er í höndum lögreglu, heldur er verið að kanna hvort brotið hafi verið að réttindum barna í grunnskólum. Hlutverk umboðsmanns sé að sjá til þess að eftirlitsstjórnvöld, til að mynda ráðuneytin, sinni sínu hlutverki. „Okkar skoðun, þó að þetta kunni að skarast, þá beinist hún í sjálfu sér að ólíkum þáttum. Málið eins og það liggur fyrir hjá umboðsmanni beinist ekki að brotum starfsmanna sérstaklega heldur hagsmunum þessara nemenda,“ segir Skúli. Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Umboðsmaður Alþingis Lögreglumál Réttindi barna Tengdar fréttir Kennari og starfsmenn skóla kærðir fyrir innilokun barns Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur staðfest að embættið sé að rannsaka mál er varðar ofbeldi gegn barni í skóla á höfuðborgarsvæðinu. 2. nóvember 2021 07:06 Óskar aftur eftir upplýsingum vegna ábendinga um að börn séu lokuð inn í sérstökum rýmu Umboðsmaður Alþingis hefur á nýjan leik óskað eftir upplýsingum frá nokkrum sveitarfélögum um aðstæður barna sem eru aðskiliðin frá samnemendum sínum í grunnskólum. Ábendingar hafi borist frá foreldrum um að börn hafi verið lokuð inni í sérstökum rýmum, jafnvel einsömul. 12. október 2021 17:44 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Fréttablaðið greindi frá málinu í morgun en þar kom fram að barnið hafi verið lokað inni eitt í skólanum að minnsta kosti tvisvar. Kennari og þrír starfsmenn skólans hafa nú verið kærðir. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir að kæran hafi komið inn á þeirra borð. „Ég get staðfest það að lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafi borist kæra er varðar ofbeldi gegn barni í skóla og á starfssvæði,“ segir Grímur en hann getur ekki gefið upp um hvaða skóla ræðir. „Þessi rannsókn er bara í gangi og í augnablikinu getum við ekki veitt frekari upplýsingar um framgang hennar.“ Umboðsmaður Alþingis hefur fengið nokkrar ábendingar um möguleg brot á réttindum bara í grunnskólum undanfarið í kjölfar umfjöllunar í fjölmiðlum. Fyrr í mánuðinum greindi Fréttablaðið til að mynda frá kvörtun til mennta- og menningarmálaráðuneytisins þar sem foreldrar barns sögðu barnið hafa verið lokað eitt inni í svokölluðu „gulu herbergi“ í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Ábendingar af þessu tagi eru nú til skoðunar hjá embættinu. „Þetta eru ábendingar sem okkur hefur borist og við erum þá að taka málið upp á breiðari grundvelli til að átta okkur á því hvert eðli og umfang vandans er, hvort þetta séu einangruð tilvik eða hvort þetta er einhvers konar kerfislægur vandi sem þarf að grípa inn í,“ segir Skúli Magnússon, umboðsmaður Alþingis. Óskað var eftir svörum frá menntamálaráðuneytinu og ákveðnum sveitarfélögum vegna málsins en að sögn Skúla hafa nokkur sveitarfélög ýmist ekki svarað eða óskað eftir viðbótarfresti. Þegar svörin liggja fyrir þá verður ákveðið hvort afla þurfi frekari gagna, til að mynda með vettvangsferð eða skýrslutökum. Skúli ítrekar þó að ekki sé verið að rannsaka refsiverða háttsemi starfsmanna, þar sem slíkt er í höndum lögreglu, heldur er verið að kanna hvort brotið hafi verið að réttindum barna í grunnskólum. Hlutverk umboðsmanns sé að sjá til þess að eftirlitsstjórnvöld, til að mynda ráðuneytin, sinni sínu hlutverki. „Okkar skoðun, þó að þetta kunni að skarast, þá beinist hún í sjálfu sér að ólíkum þáttum. Málið eins og það liggur fyrir hjá umboðsmanni beinist ekki að brotum starfsmanna sérstaklega heldur hagsmunum þessara nemenda,“ segir Skúli.
Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Umboðsmaður Alþingis Lögreglumál Réttindi barna Tengdar fréttir Kennari og starfsmenn skóla kærðir fyrir innilokun barns Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur staðfest að embættið sé að rannsaka mál er varðar ofbeldi gegn barni í skóla á höfuðborgarsvæðinu. 2. nóvember 2021 07:06 Óskar aftur eftir upplýsingum vegna ábendinga um að börn séu lokuð inn í sérstökum rýmu Umboðsmaður Alþingis hefur á nýjan leik óskað eftir upplýsingum frá nokkrum sveitarfélögum um aðstæður barna sem eru aðskiliðin frá samnemendum sínum í grunnskólum. Ábendingar hafi borist frá foreldrum um að börn hafi verið lokuð inni í sérstökum rýmum, jafnvel einsömul. 12. október 2021 17:44 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Kennari og starfsmenn skóla kærðir fyrir innilokun barns Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur staðfest að embættið sé að rannsaka mál er varðar ofbeldi gegn barni í skóla á höfuðborgarsvæðinu. 2. nóvember 2021 07:06
Óskar aftur eftir upplýsingum vegna ábendinga um að börn séu lokuð inn í sérstökum rýmu Umboðsmaður Alþingis hefur á nýjan leik óskað eftir upplýsingum frá nokkrum sveitarfélögum um aðstæður barna sem eru aðskiliðin frá samnemendum sínum í grunnskólum. Ábendingar hafi borist frá foreldrum um að börn hafi verið lokuð inni í sérstökum rýmum, jafnvel einsömul. 12. október 2021 17:44