Stórleikirnir eru tveir risa Subway-slagir. Stjarnan fær Grindavík í heimsókn og Valur tekur á móti bikarmeisturum Njarðvíkur.
Topplið Keflavíkur fær 1. deildarlið Hauka í heimsókn og ÍR-ingar taka á móti Íslandsmeisturum Þórs úr Þorlákshöfn.
Hjá konunum er öruggt að eitt 1. deildarliðið verður í undanúrslitunum í ár því Stjarnan tekur á móti Snæfelli í átta liða úrslitunum.
Stórleikurinn hjá konum er Subway-slagur Njarðvíkur og Fjölnis.
Bikarmeistarar Hauka heimsækja ÍR í Seljaskóla og Breiðablik tekur á móti sameiginlegu liði Hamars og Þór.
Átta liða úrslitin verða spiluð frá 11. til 13. desember næstkomandi.
- Átta liða úrslit VÍS bikars karla:
- Stjarnan - Grindavík
- Valur - Njarðvík
- ÍR - Þór Þorl.
- Keflavík-Haukar
- -
- Átta liða úrslit VÍS bikars kvenna:
- Breiðablik - Hamar/Þór
- Njarðvík - Fjölnir
- ÍR - Haukar
- Stjarnan - Snæfell