„Ef Tom Brady heldur að ég geti sigrað krabbameinið þá get ég það“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2021 11:01 Noah Reed og Tom Brady en Brady sendi stráknum kveðju sem hjálpaði honum í gegnum mjög erfiða tíma. Samsett/Youtube&Getty Þær gerast varla fallegri sögurnar en sú af níu ára strák sem trúði svo mikið á Tom Brady að NFL-ofurstjarnan hjálpaði honum að komast í gegnum hreint helvíti þegar hann greindist með krabbamein í heila. SportsCenter á ESPN tók saman vasaklútamyndband um strákinn sem mætti á leik Tom Brady á dögunum og fékk heimsathygli fyrir skiltið sitt og samskipti sín við sjálfan Tom Brady. You might have seen a moment at the end of last week s game when @TomBrady met a boy who beat cancer. His name was Noah Reeb, and this week, I went to Utah to learn more about his story. I m so honored to share it with you. Produced by Josh Volensky. https://t.co/Fr05bp2RVX— Jeff Darlington (@JeffDarlington) October 31, 2021 Noah Reed er níu ára gamall strákur sem fékk krabbamein í heila fyrir ári síðan og gekk í framhaldinu í gegnum fullt af lyfjameðferðum og fjölmargar skurðaðgerðir. Það þurfti að skera meinið burtu í mörgum aðgerðum sem og að reyna að minnka það með lyfjunum. Strákurinn var mikill aðdáandi Tom Brady og það var kveðja frá sjálfum Brady á einum erfiðasta tímapunktinum í ferlinu sem átti svo mikinn þátt í því að hann komst í gegnum allt og sigraðist á krabbameininu. „Ef Tom Brady heldur að ég geti sigrað krabbameinið þá get ég það,“ sagði Noah Reed í viðtalinu. Mamma hans fer yfir það hversu erfitt hann átti þegar kveðjan frá Tom Brady kom eins og stormsveipur og reif hann aftur í gang. Jeff Darlington á ESPN heimsótti strákinn til Utah og fékk að heyra alla söguna. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=-hAdlMW1inU">watch on YouTube</a> Bandarískir fjölmiðlar fjölluðu mikið um skilti Noah Reed sem hann var með á leik Tampa Bay Buccaneers. Á því stóð Tom Brady hjálpaði mér að sigrast á krabbameini í heila. Það var útherji Tom Brady, Chris Godwin, sem sá strákinn fyrst og sagði Brady frá honum. Brady kom síðan til hans, gaf honum derhúfu og kastaði á hann kveðju. Tárin runnu niður kinnarnar á Noah og hann bræddi hjörtu allra sem á horfðu. Hann fékk líka heimsókn frá ESPN í framhaldinu sem tók viðtal við strákinn og móður hans. Myndbandið má sjá hérna fyrir ofan. NFL Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Sjá meira
SportsCenter á ESPN tók saman vasaklútamyndband um strákinn sem mætti á leik Tom Brady á dögunum og fékk heimsathygli fyrir skiltið sitt og samskipti sín við sjálfan Tom Brady. You might have seen a moment at the end of last week s game when @TomBrady met a boy who beat cancer. His name was Noah Reeb, and this week, I went to Utah to learn more about his story. I m so honored to share it with you. Produced by Josh Volensky. https://t.co/Fr05bp2RVX— Jeff Darlington (@JeffDarlington) October 31, 2021 Noah Reed er níu ára gamall strákur sem fékk krabbamein í heila fyrir ári síðan og gekk í framhaldinu í gegnum fullt af lyfjameðferðum og fjölmargar skurðaðgerðir. Það þurfti að skera meinið burtu í mörgum aðgerðum sem og að reyna að minnka það með lyfjunum. Strákurinn var mikill aðdáandi Tom Brady og það var kveðja frá sjálfum Brady á einum erfiðasta tímapunktinum í ferlinu sem átti svo mikinn þátt í því að hann komst í gegnum allt og sigraðist á krabbameininu. „Ef Tom Brady heldur að ég geti sigrað krabbameinið þá get ég það,“ sagði Noah Reed í viðtalinu. Mamma hans fer yfir það hversu erfitt hann átti þegar kveðjan frá Tom Brady kom eins og stormsveipur og reif hann aftur í gang. Jeff Darlington á ESPN heimsótti strákinn til Utah og fékk að heyra alla söguna. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=-hAdlMW1inU">watch on YouTube</a> Bandarískir fjölmiðlar fjölluðu mikið um skilti Noah Reed sem hann var með á leik Tampa Bay Buccaneers. Á því stóð Tom Brady hjálpaði mér að sigrast á krabbameini í heila. Það var útherji Tom Brady, Chris Godwin, sem sá strákinn fyrst og sagði Brady frá honum. Brady kom síðan til hans, gaf honum derhúfu og kastaði á hann kveðju. Tárin runnu niður kinnarnar á Noah og hann bræddi hjörtu allra sem á horfðu. Hann fékk líka heimsókn frá ESPN í framhaldinu sem tók viðtal við strákinn og móður hans. Myndbandið má sjá hérna fyrir ofan.
NFL Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum „Eigum skilið að finna til“ Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Sjá meira